Sport

Hildur allt í öllu í fyrsta leik

Hildur Sigurðardóttir var allt í öllu í 85-72 sigri Jämtland Basket á Växjö Queens í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en þessi 23 ára gamli bakvörður hefur byrjað mjög vel í Svíþjóð. Jämtland Basket byrjaði leikinn þó ekki vel og var sem dæmi átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 16-24. Hildur og félagar tóku síðan öll völd og unnu tvo næstu leikhluta 46-23 og unnu að lokum 13 stiga sigur. Hildur lék allan leikinn, skoraði 17 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 2 boltum sem er ekki slæm byrjun í þessarri sterku deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×