Hvað vakir fyrir Helga? 14. júní 2004 00:01 Fátt vakti meiri athygli um helgina en yfirlýsingar Helga Hjörvar í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann sagðist hafa áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn væri að verða lítil pólitísk klíka í Ráðhúsinu og að sárlega skorti pólitíska forystu í borginni. Ummæli Helga voru vitaskuld skilin á þann veg að hann væri að lýsa eftir pólitískum forystumanni sem gæti leitt R-listann í næstu kosningum. Ein samsæriskenningin sem fór á kreik í kjölfar viðtalsins var sú að Helgi væri í raun að lýsa eftir sjálfum sér pólitískum forystumanni, að hann ætti sjálfur að taka að sér forystuhlutverk í borginni. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er að Helgi er einn af guðfeðrum R-listans og hugmyndafræðingur Röskvukynslóðarinnar svokölluðu. Helgi mun varla koma til greina í ráðherraembætti þótt Samfylkingin kæmist í stjórn eftir næstu kosningar og því kann borgin að verða á ný spennandi vettvangur fyrir hann. Rís nýr Dagur? Hins vegar hefur lengi verið horft til Dags B. Eggertssonar um að taka við sem pólitískt sameiningartákn Reykjavíkurlistans. Dagur er ekki rígbundinn neinum af flokkunum sem standa að listanum, þótt hann hafi fylgt Jóhönnu Sigurðardóttur að málum í Þjóðvaka á sínum tíma. Þá er Dagur sá útvaldi í þeim skilningi að guðmóðir R-listans, sjálf Ingibjörg Sólrun Gísladóttir, handvaldi Dag í hið lausa 7. sæti sem hún fékk að velja í sjálf fyrir síðustu kosningar. Það þótti ýmsum vera í raun krýning arftakans. En hvort sem það verður Helgi eða Dagur er líklegt að það verði helgidagur hjá R-listanum þegar málin leysast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Fátt vakti meiri athygli um helgina en yfirlýsingar Helga Hjörvar í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann sagðist hafa áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn væri að verða lítil pólitísk klíka í Ráðhúsinu og að sárlega skorti pólitíska forystu í borginni. Ummæli Helga voru vitaskuld skilin á þann veg að hann væri að lýsa eftir pólitískum forystumanni sem gæti leitt R-listann í næstu kosningum. Ein samsæriskenningin sem fór á kreik í kjölfar viðtalsins var sú að Helgi væri í raun að lýsa eftir sjálfum sér pólitískum forystumanni, að hann ætti sjálfur að taka að sér forystuhlutverk í borginni. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er að Helgi er einn af guðfeðrum R-listans og hugmyndafræðingur Röskvukynslóðarinnar svokölluðu. Helgi mun varla koma til greina í ráðherraembætti þótt Samfylkingin kæmist í stjórn eftir næstu kosningar og því kann borgin að verða á ný spennandi vettvangur fyrir hann. Rís nýr Dagur? Hins vegar hefur lengi verið horft til Dags B. Eggertssonar um að taka við sem pólitískt sameiningartákn Reykjavíkurlistans. Dagur er ekki rígbundinn neinum af flokkunum sem standa að listanum, þótt hann hafi fylgt Jóhönnu Sigurðardóttur að málum í Þjóðvaka á sínum tíma. Þá er Dagur sá útvaldi í þeim skilningi að guðmóðir R-listans, sjálf Ingibjörg Sólrun Gísladóttir, handvaldi Dag í hið lausa 7. sæti sem hún fékk að velja í sjálf fyrir síðustu kosningar. Það þótti ýmsum vera í raun krýning arftakans. En hvort sem það verður Helgi eða Dagur er líklegt að það verði helgidagur hjá R-listanum þegar málin leysast.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar