Viðskipti Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:08 Fjármálaráðherra Kína sagði óvænt af sér Jin Renqing, fjármálaráðherra Kína, hefur sagt af sér. Ákvörðunin kom á óvart en uppsögnin mun vera af persónulegum ástæðum. Skattstjóri Kína tekur við starfi hans en fjármálaráðherrann fyrirverandi mun taka við háttsettri stöðu hjá kínverska kommúnistaflokknum. Viðskipti erlent 30.8.2007 10:49 Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Viðskipti innlent 30.8.2007 10:07 Bernanke ekki að flýta sér Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Viðskipti erlent 30.8.2007 09:45 IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. Viðskipti innlent 30.8.2007 09:45 Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Viðskipti erlent 30.8.2007 09:07 Peningaskápurinn Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON. Viðskipti innlent 30.8.2007 00:01 Viðsnúningur á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Viðskipti erlent 29.8.2007 20:31 Aldrei fleiri með Icelandair en í júlí 218 þúsund farþegar flugu með Icelandair í áætlunarflugi í síðasta mánuði og er það mesti fjöldi farþega sem flugfélagið hefur í einum mánuði í 70 ára sögu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farþegunum hafi fjölgað um 5 prósent frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. Viðskipti innlent 29.8.2007 17:18 Verðbólgan fari í sex prósent í upphafi næsta árs Greiningardeild Landsbankans býst við hækkandi verðbólgu næstu mánuði sem nái hámarki í byrjun næsta árs þegar hún verði sex prósent. Viðskipti innlent 29.8.2007 17:07 Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. Viðskipti innlent 29.8.2007 15:46 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.8.2007 14:49 OMX sendir spurningalista til Dubai Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Viðskipti erlent 29.8.2007 14:34 Samdráttur hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Viðskipti erlent 29.8.2007 14:07 Bandarískar vísitölur á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eftir lækkun síðustu tvo daga. Lækkunin í gær skýrist af taugatitringi vegna frétta um samdrátt á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og lækkunar á fasteignaverði. Nú virðist sem verðlækkunin hafi náð til fasteigna í dýrari kantinum. Viðskipti erlent 29.8.2007 13:48 Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 29.8.2007 13:08 Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. Viðskipti innlent 29.8.2007 12:33 Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:26 Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:09 Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 10:41 EMI skiptir um eigendur í september Eric Nicoli, forstjóri breska útgáfurisans EMI, ætlar að yfirgefa forstjórastólinn þegar nýir eigendur taka við félaginu í næsta mánuði. Félagið hefur átt við mikinn rekstrarvanda að stríða vegna minnkandi geisladiskasölu og fór í söluferli fyrr á árinu. Úr varð að fjárfestingafélagið Terra Firma keypti útgáfufélagið í maí fyrir 2,4 milljarða punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.8.2007 10:29 Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 09:54 Dregur úr væntingum Þjóðverja Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Viðskipti erlent 29.8.2007 09:27 Lækkun í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Viðskipti erlent 29.8.2007 09:11 Einhliða evruvæðing ekki úr myndinni Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefnu RSE, rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Viðskipti innlent 29.8.2007 06:00 Krónubréf fella ekki gengið ein og sér Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron. Viðskipti innlent 29.8.2007 06:00 Vinna hafin við átöppunarverksmiðju Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:30 Sölunni lokið á AAT Hf. Eimskipafélag Íslands hefur selt 49 prósenta hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) á 28 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 1,8 milljörðum króna. Viðskipti erlent 29.8.2007 05:30 Erlendir hluthafar horfnir úr eigendahópi Straums Erlendir fjárfestar sem eignuðust hlut í Straumi við sölu FL Group í fyrra hafa selt hlut sinn í félaginu. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:30 Yfirdráttur heimila minni en talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:15 « ‹ ›
Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:08
Fjármálaráðherra Kína sagði óvænt af sér Jin Renqing, fjármálaráðherra Kína, hefur sagt af sér. Ákvörðunin kom á óvart en uppsögnin mun vera af persónulegum ástæðum. Skattstjóri Kína tekur við starfi hans en fjármálaráðherrann fyrirverandi mun taka við háttsettri stöðu hjá kínverska kommúnistaflokknum. Viðskipti erlent 30.8.2007 10:49
Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Viðskipti innlent 30.8.2007 10:07
Bernanke ekki að flýta sér Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Viðskipti erlent 30.8.2007 09:45
IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. Viðskipti innlent 30.8.2007 09:45
Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Viðskipti erlent 30.8.2007 09:07
Peningaskápurinn Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON. Viðskipti innlent 30.8.2007 00:01
Viðsnúningur á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Viðskipti erlent 29.8.2007 20:31
Aldrei fleiri með Icelandair en í júlí 218 þúsund farþegar flugu með Icelandair í áætlunarflugi í síðasta mánuði og er það mesti fjöldi farþega sem flugfélagið hefur í einum mánuði í 70 ára sögu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farþegunum hafi fjölgað um 5 prósent frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. Viðskipti innlent 29.8.2007 17:18
Verðbólgan fari í sex prósent í upphafi næsta árs Greiningardeild Landsbankans býst við hækkandi verðbólgu næstu mánuði sem nái hámarki í byrjun næsta árs þegar hún verði sex prósent. Viðskipti innlent 29.8.2007 17:07
Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. Viðskipti innlent 29.8.2007 15:46
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.8.2007 14:49
OMX sendir spurningalista til Dubai Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Viðskipti erlent 29.8.2007 14:34
Samdráttur hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Viðskipti erlent 29.8.2007 14:07
Bandarískar vísitölur á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eftir lækkun síðustu tvo daga. Lækkunin í gær skýrist af taugatitringi vegna frétta um samdrátt á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og lækkunar á fasteignaverði. Nú virðist sem verðlækkunin hafi náð til fasteigna í dýrari kantinum. Viðskipti erlent 29.8.2007 13:48
Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 29.8.2007 13:08
Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. Viðskipti innlent 29.8.2007 12:33
Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:26
Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:09
Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 10:41
EMI skiptir um eigendur í september Eric Nicoli, forstjóri breska útgáfurisans EMI, ætlar að yfirgefa forstjórastólinn þegar nýir eigendur taka við félaginu í næsta mánuði. Félagið hefur átt við mikinn rekstrarvanda að stríða vegna minnkandi geisladiskasölu og fór í söluferli fyrr á árinu. Úr varð að fjárfestingafélagið Terra Firma keypti útgáfufélagið í maí fyrir 2,4 milljarða punda, jafnvirði rúmra 300 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.8.2007 10:29
Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 09:54
Dregur úr væntingum Þjóðverja Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Viðskipti erlent 29.8.2007 09:27
Lækkun í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Viðskipti erlent 29.8.2007 09:11
Einhliða evruvæðing ekki úr myndinni Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefnu RSE, rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Viðskipti innlent 29.8.2007 06:00
Krónubréf fella ekki gengið ein og sér Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron. Viðskipti innlent 29.8.2007 06:00
Vinna hafin við átöppunarverksmiðju Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:30
Sölunni lokið á AAT Hf. Eimskipafélag Íslands hefur selt 49 prósenta hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) á 28 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 1,8 milljörðum króna. Viðskipti erlent 29.8.2007 05:30
Erlendir hluthafar horfnir úr eigendahópi Straums Erlendir fjárfestar sem eignuðust hlut í Straumi við sölu FL Group í fyrra hafa selt hlut sinn í félaginu. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:30
Yfirdráttur heimila minni en talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings. Viðskipti innlent 29.8.2007 05:15