Viðskipti Rúmlega tvöfaldur hagnaður Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 921 milljón króna. Viðskipti innlent 1.9.2007 06:30 Frekara strandhögg hjá LÍ? Gengi hlutabréfa í Landsbankanum náði hæsta gildi frá upphafi í gær vegna orðróms á markaði um að bankinn ætli sér að kaupa írska sparisjóðinn Irish Nationwide sem er í söluferli. Markaðsvirði Landsbankans stendur í 464 milljörðum og er gengið 41,45 krónur á hlut. Viðskipti innlent 1.9.2007 06:00 LME hefur náð 43,3 prósentum Eignarhlutur LME, eignarhaldsfélags Landsbankans, Marel og Eyris Invest, í Stork í Hollandi er nú 43,3 prósent. LME hefur markvisst aukið hlut sinn í Stork, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að með því sé sýnd langtímaskuldbinding gagnvart samstæðunni. Viðskipti innlent 1.9.2007 05:45 SPRON komið yfir hagnað síðasta árs Sparisjóðurinn hagnaðist yfir tíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrartekjur þrefölduðust á milli ára en hreinar vaxtatekjur drógust saman um þriðjung. Viðskipti innlent 1.9.2007 05:30 Lítilmagninn í mynddiskastríðinu Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:50 iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:18 Finnur græddi 400 milljónir á Icelandair Finnur Ingólfsson græddi 400 milljónir, þegar ekki er tekið tillit til fjármagnskostnaðar, er hann seldi öll sín hlutabréf í Icelandair Group í verulega flóknum viðskiptum í dag. Finnur, sem hefur verið stjórnarformaður Icelandair Group, segir í samtali við Vísi að hann gangi svakalega sáttur frá borði. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:02 Finnur farinn úr Icelandair Group Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur selt 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. Við söluna hverfur hann úr stjórn félagsins. Meðalgengi viðskiptana var 31,5 á hlut. Viðskipti innlent 31.8.2007 17:08 Hagnaður SPM nærri þrefaldast Sparisjóður Mýrasýslu skilaði tæplega 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þannig þrefaldaðist hagnaðurinn nærri því milli ár en hann var um 900 milljónir á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 17:05 Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára. Viðskipti innlent 31.8.2007 16:30 Gengi Landsbankans í hæstu hæðum Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 31.8.2007 16:05 Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:40 Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:20 Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Viðskipti erlent 31.8.2007 14:56 Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Viðskipti innlent 31.8.2007 14:03 Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí. Viðskipti erlent 31.8.2007 13:15 Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:54 Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:26 Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir Viðskipti innlent 31.8.2007 10:55 Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.8.2007 10:14 Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:27 Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:11 Peningaskápurinn ... Breski tónlistarfrömuðurinn Peter Gabriel hefur með fleirum fjárfest fyrir sem svarar til 340 milljóna íslenskra króna í netfyrirtækinu The Filter. Fyrirtækið heldur úti leitarvél á netinu sem finnur tónlist auk þess að mæla með tónlist af svipuðum toga. Viðskipti erlent 31.8.2007 00:01 Guinness slær í gegn í Nígeríu Nígeríumenn drekka meira af írska miðinum Guinness en Írar sjálfir. Nígería er því orðinn næst stærsti markaðurinn fyrir þessar guðaveigar, en Englendingar eru allra þjóða duglegastir við að drekka Guinness. Viðskipti erlent 30.8.2007 22:25 N1 hagnast um 839 milljónir króna N1 hagnaðist um 839 milljónir króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. N1 varð til á árinu með sameiningu Olíufélagsins Esso og Bílanausts og tengdra félaga undir. Viðskipti innlent 30.8.2007 16:37 Nærri 13 milljarða króna viðsnúningur hjá Orkuveitunni Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 8,2 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta þýðir að um 13 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri félagsins sem tapaði 4,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 16:23 Vírusárásir á bloggsíður Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Viðskipti erlent 30.8.2007 14:45 Hræringar á Wall Street Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Viðskipti erlent 30.8.2007 14:38 Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 14:03 Hagvöxtur umfram væntingar í Bandaríkjunum Hagvöxtur jókst um fjögur prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann hefur ekki verið meiri í rúmt ár. Til samanburðar nam hann einungis 0,6 prósentum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 0,6 prósentum meira en viðskiptaráðuneytis hafði búist við. Viðskipti erlent 30.8.2007 12:40 « ‹ ›
Rúmlega tvöfaldur hagnaður Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 921 milljón króna. Viðskipti innlent 1.9.2007 06:30
Frekara strandhögg hjá LÍ? Gengi hlutabréfa í Landsbankanum náði hæsta gildi frá upphafi í gær vegna orðróms á markaði um að bankinn ætli sér að kaupa írska sparisjóðinn Irish Nationwide sem er í söluferli. Markaðsvirði Landsbankans stendur í 464 milljörðum og er gengið 41,45 krónur á hlut. Viðskipti innlent 1.9.2007 06:00
LME hefur náð 43,3 prósentum Eignarhlutur LME, eignarhaldsfélags Landsbankans, Marel og Eyris Invest, í Stork í Hollandi er nú 43,3 prósent. LME hefur markvisst aukið hlut sinn í Stork, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að með því sé sýnd langtímaskuldbinding gagnvart samstæðunni. Viðskipti innlent 1.9.2007 05:45
SPRON komið yfir hagnað síðasta árs Sparisjóðurinn hagnaðist yfir tíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrartekjur þrefölduðust á milli ára en hreinar vaxtatekjur drógust saman um þriðjung. Viðskipti innlent 1.9.2007 05:30
Lítilmagninn í mynddiskastríðinu Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:50
iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:18
Finnur græddi 400 milljónir á Icelandair Finnur Ingólfsson græddi 400 milljónir, þegar ekki er tekið tillit til fjármagnskostnaðar, er hann seldi öll sín hlutabréf í Icelandair Group í verulega flóknum viðskiptum í dag. Finnur, sem hefur verið stjórnarformaður Icelandair Group, segir í samtali við Vísi að hann gangi svakalega sáttur frá borði. Viðskipti innlent 31.8.2007 18:02
Finnur farinn úr Icelandair Group Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur selt 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. Við söluna hverfur hann úr stjórn félagsins. Meðalgengi viðskiptana var 31,5 á hlut. Viðskipti innlent 31.8.2007 17:08
Hagnaður SPM nærri þrefaldast Sparisjóður Mýrasýslu skilaði tæplega 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þannig þrefaldaðist hagnaðurinn nærri því milli ár en hann var um 900 milljónir á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 17:05
Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára. Viðskipti innlent 31.8.2007 16:30
Gengi Landsbankans í hæstu hæðum Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 31.8.2007 16:05
Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:40
Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:20
Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess. Viðskipti erlent 31.8.2007 14:56
Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Viðskipti innlent 31.8.2007 14:03
Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí. Viðskipti erlent 31.8.2007 13:15
Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:54
Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:26
Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir Viðskipti innlent 31.8.2007 10:55
Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 31.8.2007 10:14
Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:27
Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:11
Peningaskápurinn ... Breski tónlistarfrömuðurinn Peter Gabriel hefur með fleirum fjárfest fyrir sem svarar til 340 milljóna íslenskra króna í netfyrirtækinu The Filter. Fyrirtækið heldur úti leitarvél á netinu sem finnur tónlist auk þess að mæla með tónlist af svipuðum toga. Viðskipti erlent 31.8.2007 00:01
Guinness slær í gegn í Nígeríu Nígeríumenn drekka meira af írska miðinum Guinness en Írar sjálfir. Nígería er því orðinn næst stærsti markaðurinn fyrir þessar guðaveigar, en Englendingar eru allra þjóða duglegastir við að drekka Guinness. Viðskipti erlent 30.8.2007 22:25
N1 hagnast um 839 milljónir króna N1 hagnaðist um 839 milljónir króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. N1 varð til á árinu með sameiningu Olíufélagsins Esso og Bílanausts og tengdra félaga undir. Viðskipti innlent 30.8.2007 16:37
Nærri 13 milljarða króna viðsnúningur hjá Orkuveitunni Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 8,2 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta þýðir að um 13 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri félagsins sem tapaði 4,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 16:23
Vírusárásir á bloggsíður Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Viðskipti erlent 30.8.2007 14:45
Hræringar á Wall Street Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Viðskipti erlent 30.8.2007 14:38
Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 14:03
Hagvöxtur umfram væntingar í Bandaríkjunum Hagvöxtur jókst um fjögur prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann hefur ekki verið meiri í rúmt ár. Til samanburðar nam hann einungis 0,6 prósentum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 0,6 prósentum meira en viðskiptaráðuneytis hafði búist við. Viðskipti erlent 30.8.2007 12:40