Viðskipti

Bankakerfið fimm sinnum minna

Ísland fór sérstaka leið við endurreisn bankakerfisins eftir hrunið. Forgangi kröfuhafa var breytt og þannig var hægt að setja innstæður og góðar eignir í "nýja“ banka en skilja annað eftir í "gömlum“. Með því að semja síðar við kröfuhafa komst landið upp með þetta.

Viðskipti innlent

Orri: Áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga

Þrátt fyrir hagvöxt þá er störfum ekki að fjölga, og Íslendingar hafa haldið áfram að leita að nýjum tækifærum á Norðurlöndunum. Það þarf að snúa þessari þróun við og það þarf að fylgjast náið með því hvaða þekking er að fara úr landi, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Viðskipti innlent

Breska lögreglan hættir rannsókn á starfsemi Kaupþings

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynnti í morgun að embættið væri hætt rannsókn á atburðarrásinni sem leiddi hrun Kaupþings. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stofnunin sendi fjölmiðlum í dag. Ástæðan er sögð vera sú að ekki eru talda nægar sannanir fyrir því að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Í tilkynningunni kemur fram að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar og sérstakur saksóknari muni áfram hafa með sér gott samstarf.

Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar niður í 1,9 prósent

Verðbólga í Kína mælist nú 1,9 prósent og lækkaði hún úr tveimur prósentum í september mánuði. Vonir standa til þess að þetta auðveldi yfirvöldum í Kína að ná hagvaxtarmarkmiðum sínum, en nokkuð hefur dregið úr umsvifum í kínverska hagkerfinu að undanförnu.

Viðskipti erlent

Ný og glæsileg aðstaða í Reykjavík Spa

Grand Hótel Reykjavík opnaði nýverið Reykjavík Spa sem er fullbúin snyrti-, nudd og spa-stofa. "Aðstaðan er öll ný og til fyrirmyndar . Hingað er gott að koma og njóta þess að láta dekra við sig í rólegu og endurnærandi umhverfi," segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir.

Kynningar

Mikil auking á útflutningi frá Kína

Útflutningur Kínverja jókst um 9,9% í september miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og munar yfir fjórum prósentustigum á spám þeirra og raunveruleikanum.

Viðskipti erlent

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt

Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna.

Viðskipti erlent

Segir verstu hliðar kreppunnar ekki komnar fram

Stjórnvöld ríkja í Evrópu og Bandaríkjunum verða að grípa til meira afgerandi aðgerða í baráttu sinni við skuldavandann, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir tímann ekki vinna með stjórnvöldum.

Viðskipti erlent

Fjögur ár frá hruni - Haftabúskapur eftir hrun

Stundum er rætt um hrun fjármálakerfisins, dagana 7. til 9. október 2008, og hrun krónunnar sem tvo aðskilda atburði. Það er umdeilanlegt að svo hafi verið, ekki síst í ljósi þess með hvaða augum alþjóðamarkaðir voru farnir að horfa til Íslands um ári áður en allt hrundi. "Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir því að landið var í reynd orðið að vogunarsjóði," segir í grein hins virta blaðamanns Michaels Lewis, með fyrirsögninni Wall Street on The Tundra (Wall Street í freðmýrinni), sem birtist í Vanity Fair og fjallaði um hrun íslenska fjármálakerfisins.

Viðskipti innlent

Eina vandamál Íslands er fámennið

Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni.

Viðskipti innlent

Nóg komið af innistæðulausu „hjali“ um hagstjórn

"Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.“

Viðskipti innlent

Kastanía fagnar hausti

Í KASTANÍU að Höfðatorgi fást fylgihlutir sem tekið er eftir. Þær Bryndís Björg Einarsdóttir og Ólína Jóhanna Gísladóttir velja þá inn af kostgæfni.

Kynningar

Helmingur svartsýnn á framtíðina

Um helmingur stjórnenda fyrirtækja eru svartsýnir á ástandið framundan. Hlutfall svartsýnna hefur þó minnkað verulega á undanförnum árum. Þetta sýnir Væntingarvísitala Gallup. Vísitalan er mæld á meðal stærstu 400 fyrirtækja landsins.

Viðskipti innlent

Nýr iPad í þessum mánuði

Tæknirisinn Apple mun opinbera minni og ódýrari útgáfu af nýjustu iPad-spjaldtölvunni 23. október næstkomandi. Það er tæknifréttamiðillinn AllThingsD sem greinir frá þessu.

Viðskipti erlent

Amazon græðir ekki á Kindle

Vefverslunarrisinn Amazon gerir ekki ráð fyrir að nýjasta vörulína sín muni skila hagnaði. Þetta sagði Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon, í gær. Hann sagði að Kindle-lesbrettin hefðu aldrei verið hugsuð sem möguleg tekjulind.

Viðskipti erlent