Viðskipti Lars Christensen spáir 2,2% til 2,9% hagvexti Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði á bilinu 2,2% til 2,9% á næstu þremur árum. Hann segir einnig að verðbólga fari minnkandi þótt hún verði áfram yfir viðmiðum Seðlabankans. Viðskipti innlent 5.12.2012 08:59 Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:59 Kröftug hækkun íbúðaverðs næstu ár Útlit er fyrir að fasteignaverð hér á landi hækki um 8 til 9% á næstu tveimur árum eða sem nemur 4 til 5% raunverðshækkun. Þetta er niðurstaða greiningardeildar Arion banka sem gaf í gær út skýrslu sem nefnist Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur til 2014. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00 Eigendur hagnast á tapi Klakka Klakki hefur tapað 23,3 milljörðum á tveimur árum. Féð rennur til kröfuhafa og eigenda. Eignir rýrnuðu um 33 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00 Latibær tapaði 326 milljónum í fyrra Latibær ehf. tapaði 2,6 milljónum dala á árinu 2011, eða 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Félagið hafði skilað 767 þúsund dala, 96 milljóna króna, hagnaði árið áður. Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System keypti allt hlutafé í Latabæ í september í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Latabæjar sem nýverið var skilað inn til fyrirtækjaskráar. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00 Samráð engu skilað Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00 Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Meint markaðsmisnotkun VBS með bréf í FL Group er til rannsóknar hjá FME. VBS tapaði 2,2 milljörðum á fléttunni og höfðaði einkamál til að sækja féð. Samið var um lyktir þess í lok nóvember. VBS fær greitt í samræmi við nauðasamning. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00 Gallery á Hótel Holt tilnefnt til norrænna verðlauna Gallery Restaurant á Hótel Holti er tilnefnt til að keppa að The Nordic Prize verðlaununum, sem veitt eru árlega á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:48 Gjaldeyrisveltan á millibankamarkaðinum yfir 15 milljarðar Heildarveltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri nam tæpum 15,4 milljörðum kr í nóvember s.l. sem er 2,4% minni velta en í fyrri mánuði. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:23 Norðmenn og Þjóðverjar semja um nýjan sæstreng Norðmenn og Þjóðverjar hafa komist að samkomulagi um lagningu nýs sæstrengs milli landanna. Talið er að lagning strengsins muni kosta allt að rúmlega 320 milljarða króna. Viðskipti erlent 5.12.2012 06:20 Ætlaðar endurheimtir margfaldast Ætlaðar endurheimtir kröfuhafa Glitnis hafa nífaldast frá því í nóvember 2008. Hjá Landsbankanum hafa þær fimmfaldast og hjá Kaupþingi hafa þær tæplega fjórfaldast. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við ýmsum spurningum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um stöðu útgreiðslna til kröfuhafa fallinna banka og Viðskipti innlent 5.12.2012 06:00 Sóknarfæri í hugbúnaðarklasanum Mikil tækifæri felast í auknu samstarfi meðal íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu þar sem íslenski hugbúnaðargeirinn og möguleikar hans eru kortlagðir. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:00 Ný viðbót við EVE Online frumsýnd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf í dag út nýja viðbót við fjölspilunarleikinn EVE Online. Uppfærslan ber heitið Retribution og er hún átjánda viðbótin sem fyrirtækið gefur út fyrir leikinn. Viðskipti innlent 4.12.2012 15:32 Hið opinbera verður að draga úr samkeppnishömlum Samkeppniseftirlitið hefur sent öllum sveitarfélögum á Íslandi bréf, þar sem minnt er á hversu brýnt það er að þau kappkosti að draga úr opinberum samkeppnishömlum og hvetji fremur til samkeppni. Með því sé unnt að bæta hag fyrirtækja og íbúa og um leið skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Almennt sé viðurkennt að í eflingu samkeppni felist rétt viðbrögð við efnahagskreppu. Í bréfinu er minnt á nokkur álit sem beint hefur verið til sveitarfélaga á síðustu árum þar sem fjallað er um álitaefni þessu tengd. Viðskipti innlent 4.12.2012 11:43 Steingrímur bendir á Karl bróður sinn "Mér var haldið utan við allt, og ekki upplýstur um margt hjá Milestone,“ sagði Steingrímur Wernersson, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, Annar dagur réttarhaldanna í Vafningsmálinu fer fram í dómnum í dag. Viðskipti innlent 4.12.2012 11:02 Lars með nýja greiningu á íslensku efnahagslífi Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn. Viðskipti innlent 4.12.2012 10:25 Þurfum minnst 1400 nýjar íbúðir á ári Greiningardeild Arion banka spáir verðhækkun á næstu árum. Helstu ástæðurnar eru aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti. Þá eru vaxtakjör hagstæð um þessar mundir sem eru ein afleiðing haftaumhverfis. Byggingarkostnaður er hár sem dregur úr hvata til nýbygginga. Ef verð hækkar ekki umfram byggingarkostnað er útlit fyrir að skortur verði á nýjum eignum. Viðskipti innlent 4.12.2012 09:29 Spá óbreyttum stýrivöxtum í desember Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þann 12. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 4.12.2012 09:18 Jean-Claude Juncker hættir sem formaður Evruhópsins Jean-Claude Juncker hefur ákveðið að hætta sem formaður Evruhópsins svokallaða en hann er myndaður af fjármálaráðherrum allra landanna á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 4.12.2012 08:55 Troðfullt á fundi Arion banka um fasteignamarkaðinn Troðfullt er í húsnæði Arion banka í Borgartúni þar sem árleg skýrsla greiningadeildar bankans um fasteignamarkaðinn framundan er kynnt. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, ávarpaði fundinn við upphaf hans. Hann sagði að íbúðarhúsnæði væri í flestum tilfellum mesta fjárfestinginn sem menn gerðu. Höskuldur fór líka yfir þróun markaðarins að undanförnu. "Mér skilst ssem betur fer að leysingar séu á markaði eftir fimmbulkulda síðustu ára,“ sagði Höskuldur. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningadeildarinnar og Hafsteinn Gunnar Hauksson munu líka flytja erindi og gera grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar. Viðskipti innlent 4.12.2012 08:43 Yfir 100 jarðir að hluta eða alfarið í eigu erlendra einstaklinga Erlendir einstaklingar eru meðal eigenda að rúmlega 100 jörðum á Íslandi eða 1,33% af öllum jörðum á Íslandi. Þar af eru 28 jarðir alfarið í eigu erlendra einstaklinga. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:40 Slitastjórnir tóku 307 milljarða út úr Seðlabankanum Innlánsstofnanir í slitameðferð, það er þrotabú stóru bankanna, tóku um 307 milljarða kr. út af reikningum sínum í Seðlabankanum og fluttu á erlenda bankareikninga á þriðja ársfjórðungi ársins. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:25 Um 80 milljarða viðsnúningur á þróun viðskiptajöfnuðar Verulegur viðsnúningur hefur orðið á þróun viðskiptajafnaðar landsins til hins betra. Jöfnuðurinn mældist hagstæður um 29.4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburður var jöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 53 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:22 Tilboð fyrir tæpa 10 milljarða bárust í Vodafone Tilboð bárust í Vodafone fyrir 9,7 milljarða króna, en lokaða hluta útboðsins lauk klukkan fjögur í dag. Umframeftirspurn var 2,4 föld segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Útboð til almennings hefst á morgun. Viðskipti innlent 3.12.2012 22:37 Vill að Íbúðalánasjóður bjóði ekki óverðtryggð lán: Hugi frekar að félagslegu hlutverki sínu Það gengur ekki að ríkið ætli með Íbúðalánasjóð í aukna samkeppni við viðskiptabankana um Íbúðalán, segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fullltrúi í velferðarnefnd. Nefndin fundaði í morgun um stöðu sjóðsins, sem er slæm. Í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að veita þrettán milljarða króna innspýtingu inn í sjóðinn af fjárlögum. Árið 2010 voru veittir 33 milljarðar til að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé í samræmi við lög og reglur. Viðskipti innlent 3.12.2012 15:44 Slitastjórnin að klára söluna á Aurum Slitastjórn gamla Landsbankans er við það að ljúka við sölu á Aurum Holding. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður um söluna staðið yfir um skeið að undanförnu og tímaspursmál hvenær málin verði kláruð endanlega. Fyrirtækið sem slitastjórnin á í viðræðum við heitir Apollo og er eignarhaldsfélag sem á meðal annars nokkrar skartgripakeðjur. Viðskipti innlent 3.12.2012 12:57 Mikil velta á fasteignamarkaðinum Mikil velta er áfram á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni var 131 í síðustu viku. Viðskipti innlent 3.12.2012 11:03 Heimsmarkaðsverð á áli hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er komið í 2.080 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Viðskipti erlent 3.12.2012 10:33 Vaxandi traust á Íslandi, skuldatryggingaálagið niður í 175 punkta Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands er nú komið niður í 175 punkta sem er það lægsta frá því á fyrrihluta ársins 2008. Viðskipti innlent 3.12.2012 10:15 Magnús ráðinn forstjóri Icelandic Group Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.12.2012 10:10 « ‹ ›
Lars Christensen spáir 2,2% til 2,9% hagvexti Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði á bilinu 2,2% til 2,9% á næstu þremur árum. Hann segir einnig að verðbólga fari minnkandi þótt hún verði áfram yfir viðmiðum Seðlabankans. Viðskipti innlent 5.12.2012 08:59
Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:59
Kröftug hækkun íbúðaverðs næstu ár Útlit er fyrir að fasteignaverð hér á landi hækki um 8 til 9% á næstu tveimur árum eða sem nemur 4 til 5% raunverðshækkun. Þetta er niðurstaða greiningardeildar Arion banka sem gaf í gær út skýrslu sem nefnist Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur til 2014. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00
Eigendur hagnast á tapi Klakka Klakki hefur tapað 23,3 milljörðum á tveimur árum. Féð rennur til kröfuhafa og eigenda. Eignir rýrnuðu um 33 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00
Latibær tapaði 326 milljónum í fyrra Latibær ehf. tapaði 2,6 milljónum dala á árinu 2011, eða 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Félagið hafði skilað 767 þúsund dala, 96 milljóna króna, hagnaði árið áður. Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System keypti allt hlutafé í Latabæ í september í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Latabæjar sem nýverið var skilað inn til fyrirtækjaskráar. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00
Samráð engu skilað Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00
Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Meint markaðsmisnotkun VBS með bréf í FL Group er til rannsóknar hjá FME. VBS tapaði 2,2 milljörðum á fléttunni og höfðaði einkamál til að sækja féð. Samið var um lyktir þess í lok nóvember. VBS fær greitt í samræmi við nauðasamning. Viðskipti innlent 5.12.2012 07:00
Gallery á Hótel Holt tilnefnt til norrænna verðlauna Gallery Restaurant á Hótel Holti er tilnefnt til að keppa að The Nordic Prize verðlaununum, sem veitt eru árlega á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:48
Gjaldeyrisveltan á millibankamarkaðinum yfir 15 milljarðar Heildarveltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri nam tæpum 15,4 milljörðum kr í nóvember s.l. sem er 2,4% minni velta en í fyrri mánuði. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:23
Norðmenn og Þjóðverjar semja um nýjan sæstreng Norðmenn og Þjóðverjar hafa komist að samkomulagi um lagningu nýs sæstrengs milli landanna. Talið er að lagning strengsins muni kosta allt að rúmlega 320 milljarða króna. Viðskipti erlent 5.12.2012 06:20
Ætlaðar endurheimtir margfaldast Ætlaðar endurheimtir kröfuhafa Glitnis hafa nífaldast frá því í nóvember 2008. Hjá Landsbankanum hafa þær fimmfaldast og hjá Kaupþingi hafa þær tæplega fjórfaldast. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við ýmsum spurningum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um stöðu útgreiðslna til kröfuhafa fallinna banka og Viðskipti innlent 5.12.2012 06:00
Sóknarfæri í hugbúnaðarklasanum Mikil tækifæri felast í auknu samstarfi meðal íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu þar sem íslenski hugbúnaðargeirinn og möguleikar hans eru kortlagðir. Viðskipti innlent 5.12.2012 06:00
Ný viðbót við EVE Online frumsýnd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf í dag út nýja viðbót við fjölspilunarleikinn EVE Online. Uppfærslan ber heitið Retribution og er hún átjánda viðbótin sem fyrirtækið gefur út fyrir leikinn. Viðskipti innlent 4.12.2012 15:32
Hið opinbera verður að draga úr samkeppnishömlum Samkeppniseftirlitið hefur sent öllum sveitarfélögum á Íslandi bréf, þar sem minnt er á hversu brýnt það er að þau kappkosti að draga úr opinberum samkeppnishömlum og hvetji fremur til samkeppni. Með því sé unnt að bæta hag fyrirtækja og íbúa og um leið skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Almennt sé viðurkennt að í eflingu samkeppni felist rétt viðbrögð við efnahagskreppu. Í bréfinu er minnt á nokkur álit sem beint hefur verið til sveitarfélaga á síðustu árum þar sem fjallað er um álitaefni þessu tengd. Viðskipti innlent 4.12.2012 11:43
Steingrímur bendir á Karl bróður sinn "Mér var haldið utan við allt, og ekki upplýstur um margt hjá Milestone,“ sagði Steingrímur Wernersson, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, Annar dagur réttarhaldanna í Vafningsmálinu fer fram í dómnum í dag. Viðskipti innlent 4.12.2012 11:02
Lars með nýja greiningu á íslensku efnahagslífi Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn. Viðskipti innlent 4.12.2012 10:25
Þurfum minnst 1400 nýjar íbúðir á ári Greiningardeild Arion banka spáir verðhækkun á næstu árum. Helstu ástæðurnar eru aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti. Þá eru vaxtakjör hagstæð um þessar mundir sem eru ein afleiðing haftaumhverfis. Byggingarkostnaður er hár sem dregur úr hvata til nýbygginga. Ef verð hækkar ekki umfram byggingarkostnað er útlit fyrir að skortur verði á nýjum eignum. Viðskipti innlent 4.12.2012 09:29
Spá óbreyttum stýrivöxtum í desember Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þann 12. desember næstkomandi. Viðskipti innlent 4.12.2012 09:18
Jean-Claude Juncker hættir sem formaður Evruhópsins Jean-Claude Juncker hefur ákveðið að hætta sem formaður Evruhópsins svokallaða en hann er myndaður af fjármálaráðherrum allra landanna á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 4.12.2012 08:55
Troðfullt á fundi Arion banka um fasteignamarkaðinn Troðfullt er í húsnæði Arion banka í Borgartúni þar sem árleg skýrsla greiningadeildar bankans um fasteignamarkaðinn framundan er kynnt. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, ávarpaði fundinn við upphaf hans. Hann sagði að íbúðarhúsnæði væri í flestum tilfellum mesta fjárfestinginn sem menn gerðu. Höskuldur fór líka yfir þróun markaðarins að undanförnu. "Mér skilst ssem betur fer að leysingar séu á markaði eftir fimmbulkulda síðustu ára,“ sagði Höskuldur. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningadeildarinnar og Hafsteinn Gunnar Hauksson munu líka flytja erindi og gera grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar. Viðskipti innlent 4.12.2012 08:43
Yfir 100 jarðir að hluta eða alfarið í eigu erlendra einstaklinga Erlendir einstaklingar eru meðal eigenda að rúmlega 100 jörðum á Íslandi eða 1,33% af öllum jörðum á Íslandi. Þar af eru 28 jarðir alfarið í eigu erlendra einstaklinga. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:40
Slitastjórnir tóku 307 milljarða út úr Seðlabankanum Innlánsstofnanir í slitameðferð, það er þrotabú stóru bankanna, tóku um 307 milljarða kr. út af reikningum sínum í Seðlabankanum og fluttu á erlenda bankareikninga á þriðja ársfjórðungi ársins. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:25
Um 80 milljarða viðsnúningur á þróun viðskiptajöfnuðar Verulegur viðsnúningur hefur orðið á þróun viðskiptajafnaðar landsins til hins betra. Jöfnuðurinn mældist hagstæður um 29.4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburður var jöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 53 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 4.12.2012 06:22
Tilboð fyrir tæpa 10 milljarða bárust í Vodafone Tilboð bárust í Vodafone fyrir 9,7 milljarða króna, en lokaða hluta útboðsins lauk klukkan fjögur í dag. Umframeftirspurn var 2,4 föld segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Útboð til almennings hefst á morgun. Viðskipti innlent 3.12.2012 22:37
Vill að Íbúðalánasjóður bjóði ekki óverðtryggð lán: Hugi frekar að félagslegu hlutverki sínu Það gengur ekki að ríkið ætli með Íbúðalánasjóð í aukna samkeppni við viðskiptabankana um Íbúðalán, segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fullltrúi í velferðarnefnd. Nefndin fundaði í morgun um stöðu sjóðsins, sem er slæm. Í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að veita þrettán milljarða króna innspýtingu inn í sjóðinn af fjárlögum. Árið 2010 voru veittir 33 milljarðar til að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé í samræmi við lög og reglur. Viðskipti innlent 3.12.2012 15:44
Slitastjórnin að klára söluna á Aurum Slitastjórn gamla Landsbankans er við það að ljúka við sölu á Aurum Holding. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður um söluna staðið yfir um skeið að undanförnu og tímaspursmál hvenær málin verði kláruð endanlega. Fyrirtækið sem slitastjórnin á í viðræðum við heitir Apollo og er eignarhaldsfélag sem á meðal annars nokkrar skartgripakeðjur. Viðskipti innlent 3.12.2012 12:57
Mikil velta á fasteignamarkaðinum Mikil velta er áfram á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni var 131 í síðustu viku. Viðskipti innlent 3.12.2012 11:03
Heimsmarkaðsverð á áli hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er komið í 2.080 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Viðskipti erlent 3.12.2012 10:33
Vaxandi traust á Íslandi, skuldatryggingaálagið niður í 175 punkta Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands er nú komið niður í 175 punkta sem er það lægsta frá því á fyrrihluta ársins 2008. Viðskipti innlent 3.12.2012 10:15
Magnús ráðinn forstjóri Icelandic Group Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.12.2012 10:10