Viðskipti innlent

Vaxandi traust á Íslandi, skuldatryggingaálagið niður í 175 punkta

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands er nú komið niður í 175 punkta sem er það lægsta frá því á fyrrihluta ársins 2008.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Keldan.is sem fær sína upplýsingar frá Bloomberg og CMA gagnaveitunni. Álagið hefur stöðugt farið lækkandi frá því í sumar. Það fór hinsvegar hæst í ár í 312 punkta í júní s.l. og hefur því lækkað um rúma 137 punkta síðan þá.

Þessi lækkun á álaginu bendir til vaxandi trausts á íslensku efnahagslífi.

Skuldatryggingaálag upp á 175 punkta þýðir að það þarf að greiða rúm 1,75% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×