Viðskipti innlent

Mikil velta á fasteignamarkaðinum

Mikil velta er áfram á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni var 131 í síðustu viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að þetta sé 13 samningum meira en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði

Af þessum 131 samningi voru 108 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var tæplega 4,2 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Heildarveltan hefur verið 3,7 milljarðar króna að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði en meðalupphæð á samning er nær sú sama og meðaltalið á því tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×