Viðskipti

Afkoma bankanna skiptir ríkið miklu

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja er í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins. Íslenska ríkið á hlutfallslega meira undir gengi bankaeigna sinna en Bretar og Hollendingar. Óvissuþættir lita umhverfi banka hér.

Viðskipti innlent

Færri keyptu eignir en í júlí

Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 14,8 prósent milli mánaða í ágúst og velta minnkaði um 24,3 prósent. Þinglýstir samningar voru samt fleiri en í ágúst í fyrra.

Viðskipti innlent

Maórar draga lærdóm af reynslu Íslendinga

Frumbyggjar á Nýja Sjálandi huga að endurskipulagningu fiskiðnaðar að íslenskri fyrirmynd. Umgjörð sjávarútvegs er þar svipuð og hér, en vinnslan líkari því sem hér var fyrir rúmum 20 árum. Sóttu Íslending til að flytja erindi á ráðstefnu í Waitangi.

Viðskipti innlent

Ein hópuppsögn í verslunarrekstri

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í ágústmánuði. Fram kemur á vef stofnunarinnar að 27 manns hafi verið sagt upp störfum í verslunarrekstri. Um var að ræða um helming starfsfólks Intersport.

Viðskipti innlent

Allir lýsa yfir sak­leysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.

Viðskipti innlent