Viðskipti innlent

Reginn vill kaupa allt hlutafé í Eik fasteignafélagi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands eftir undirritun samnings um skráningu Regins í Kauphöll Íslands
Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands eftir undirritun samnings um skráningu Regins í Kauphöll Íslands Mynd/Valgarður Gíslason.
Fasteignafélagið Reginn hf. lagði í dag fram tilboð í 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi hf.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tilboðið nái til allra hluthafa en að þó þurfi að lágmarki samþykki 68% eigenda hlutafjár í félaginu. Kauptilboðið miðast við að greitt verði fyrir allt hlutafé í félaginu með nýju hlutafé í Reginn hf., að nafnverði 603 milljónir króna, ef hluthafafundur Regins samþykkir kaupin.

„Gangi viðskiptin eftir og allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. verði keypt mun það þýða að nýir eignarhlutir í Reginn hf. sem gefnir verða út vegna kaupanna munu nema u.þ.b. 32% af heildarhlutafé félagsins,“ segir í tilkynningu Regins hf.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×