Viðskipti innlent

Pylsuvagninn á Selfossi skilaði sex milljóna hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi skilaði sex milljóna króna hagnaði árið 2012.
Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi skilaði sex milljóna króna hagnaði árið 2012.
Pylsuvagninn á Selfossi var rekinn með sex milljóna króna hagnaði á árinu 2012, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Reksturinn skilaði einnig hagnaði árið 2011, upp á 8,2 milljónir króna.

Í ársreikningi Pylsuvagnins fyrir árið 2012 kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða 5,5 milljónir út í arð vegna rekstar ársins 2011. Þar segir einnig að eignir félagsins nemi 35 milljónum króna, þar af eru bankainnistæður um sautján milljónir.

Pylsuvagninn sjálfur er metinn á um þrettán milljónir króna.

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×