Viðskipti innlent

Guðmundur Arnar til Wow

Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Wow air. Meginverkefni hans hjá Wow verður að byggja upp markaðsstarf félagsins bæði heima og erlendis en Wow hefur, sem kunnugt er, flug frá Íslandi til 12 áfangastaða í Evrópu þann 1. júní næstkomandi. Guðmundur hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2006. Hann er menntaður hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent

Vodafone segir upp 28 manns

Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Vodafone sögðu í dag upp 28 manns. Ástæðan er sögð vera hagræðing í rekstri. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir miklar kostnaðarhækkanir hafa dunið á fyrirtækinu á undanförnum misserum. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hafi verið gripið til hafi ekki dugað og því hafi þurft að grípa til þessara aðgerða.

Viðskipti innlent

Verslunarmenn og iðnaðarmenn vilja að samningarnir haldi

Bæði Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samiðn vilja að kjarasamningar sem ASÍ gerði í maí í síðastliðnum mánuði haldi, en tekin verður ákvörðun um það á morgun hvort samningunum verður sagt upp eða ekki. ASÍ mun halda formannafund i dag þar sem sjónarmiðum Samiðnar verður komið á framfærum. Miðstjórn Samiðnar skorar hins vegar á ríkisstjórnina að breyta orðum í athafnir og standa við gefin fyrirheit um eflingu atvinnulífs og jöfnun lífeyrisréttinda.

Viðskipti innlent

Byggingavísitalan lækkaði

Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði og er nú 111,2 stig, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verð á innfluttu efni lækkaði um 4,2% en verð á innlendu efni hækkaði um 0,6%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar aftur á móti hækkað um 9,6%.

Viðskipti innlent

Tveir nýir starfsmenn hjá Straumi

Straumur fjárfestingabanki hefur ráðið tvo nýja starfsmenn. Halla Sigrún Hjartardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka hf. Halla starfaði áður hjá Íslandsbanka á árunum 2002-2011 síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. Halla er með BS.c. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfamiðlun.

Viðskipti innlent

Brynjar Níels: Óheppilegt að ráðherra tjái sig um dómsmál

Ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um Landsdómsmálið eru umdeild en að mati sumra fela þau í sér afskipti af störfum dómstóla. Flokksbróðir Ögmundar hefur krafist þess að hann segi af sér embætti. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óheppilegt yfirleitt að ráðherra dómsmála tjái sig um mál sem séu rekin fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent

Múrbúðin kærir Byko

Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, hefur kært Byko til Neytendastofu vegna auglýsinga- og kynningarherferðar sem Byko hóf eftir áramótin. Baldur segir að herferðin feli í sér rangar og villandi upplýsingar og vill að Neytendastofa rannsaki málið og grípi til viðeigandi aðgerða.

Viðskipti innlent

Vilja fá 34 milljarða

Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt fyrrverandi bankaráði Landsbanka Íslands og fyrrverandi bankastjórum og krafið þá um samtals þrjátíu og fjóra milljarða króna vegna gífurlegs útflæðis fjármagns úr bankanum daginn áður en hann féll. Björgólfi Guðmundssyni er ekki stefnt þar sem hann hefur verið úrskurðaður gjaldþrota

Viðskipti innlent

Segir málshöfðun ekki standast skoðun

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að hann og lögmenn sínir telji að málshöfðun slitastjórnar Landsbankans gegn sér standist ekki skoðun. Málshöfðunin byggi á því að sér hafi, sem bankaráðsmanni Landsbanka Íslands, verið ljóst eða mátt vera ljóst að bankinn væri ógjaldfær í upphafi dagsins 6. október 2008 og honum hafi borið að gera ráðstafanir til að tryggja að ekki færu greiðslur út úr bankanum þennan dag.

Viðskipti innlent

Reginn semur við Nýherja

Reginn fasteignafélag, hefur valið Nýherja til að annast rekstur á upplýsingakerfum þess og mun Nýherji halda utan um rekstur á tölvu- og netkerfum Regins. Í tilkynningu frá Nýherja segir að Reginn hafi valið rekstrar- og hýsingarþjónustu Nýherja í kjölfar verðkönnunar sem var haldin á vegum þess seint á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Segja landsframleiðslu 100 milljörðum minni en spáð var

Hagvöxtur verður miklu minni á næsta ári en spáð var, segir í bréfi sem Samtök atvinnulífsins sendu alþingismönnum í dag. Í bréfinu er fjallað um framgang mála í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga 5. maí 2011. Í bréfinu segir að mikið beri í milli á mati SA og ríkisstjórnarinnar á því hvernig tekist hafi til en veigamest af öllu sé að uppgangur í atvinnulífinu hafi ekki orðið eins og stefnt hafi verið að. Fjárfestingar í atvinnulífinu aukist ekki eins og þurfi til þess að störfum fjölgi og atvinnuleysi minnki umtalsvert.

Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lækkar útlánsvexti sína

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,20% og 4,70% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 17. janúar 2012.

Viðskipti innlent

Finnbogi hætti í kjölfar óánægju

Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hætti störfum hjá sjóðnum í byrjun janúar í kjölfar töluverðrar óánægju meðal eigenda sjóðsins með störf hans. Krafa var um að Finnboga yrði sagt upp störfum og í kjölfarið ákvað hann sjálfur að segja starfi sínu lausu. Á meðal þeirra mála sem ollu óánægju í eigendahópnum voru höfnun á tilboði fjárfestingafélagsins Tríton í Icelandic, ráðning Lárusar Ásgeirssonar sem forstjóra Icelandic, kaup sjóðsins í N1 og það sem margir í eigendahópi FSÍ vildu meina að væri eðlisbreyting á hlutverki sjóðsins. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum víðs vegar úr eigendahópi FSÍ.

Viðskipti innlent