Viðskipti innlent Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. Viðskipti innlent 7.2.2013 07:59 Farþegum Icelandair fjölgaði um 17% milli ára í janúar Í janúar nam fjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi 109 þúsund og fjölgaði þeim um 17% miðað við janúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.2.2013 06:22 Fjárfestingarleið Seðlabankans aðeins fyrir ríka fólkið Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Viðskipti innlent 6.2.2013 18:30 Hagnaður Össurar nam tæpum 5 milljörðum Hagnaður Össurar á nýliðnu ári nam 38 milljónum bandaríkjadala, eða um 4,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Til samanburðar nam hagnaðurinn 35 milljónum bandaríkjadala í fyrra. Viðskipti innlent 6.2.2013 15:19 Hægari hagvöxtur en áður var talið Nýjustu hagvísar benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur minni en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í peningamálum Seðlabankans sem kom út í dag. Viðskipti innlent 6.2.2013 11:23 Seðlabankinn dregur verulega úr væntingum um hagvöxt Endurskoðuð spá í Peningamálum Seðlabankans sem birt var í dag gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið 2,2% í stað 2,5% í nóvemberspá bankans. Horfur fyrir þetta ár hafa að sama skapi versnað og er nú spáð 2,1% hagvexti í ár í stað tæplega 3% í nóvember. Skýrast lakari horfur í ár einkum af hægari vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði en einnig vegur hægari vöxtur einkaneyslu nokkuð þungt. Viðskipti innlent 6.2.2013 10:51 Sigfríð Eik ráðin framlkvæmdastjóri Heilsu Sigfríð Eik Arnardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Sigfríð er með B.S. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands og M.S. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Viðskipti innlent 6.2.2013 09:20 Vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða í janúar Vöruskiptin í janúar voru hagstæð um 11,6 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta er nokkuð betri árangur en í janúar í fyrra þegar vöruskiptin voru hagstæð um 10,1 milljarða króna. Viðskipti innlent 6.2.2013 09:03 Stýrivextir verða óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í takt við spár sérfræðinga. Viðskipti innlent 6.2.2013 08:59 Íslensk minkaskinn seld fyrir hátt í 400 milljónir í Kaupmannahöfn Íslenskir minkabændur munu selja minkaskinn fyrir hátt í 400 milljónir króna á uppboði sem nú stendur yfir hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 6.2.2013 07:51 Eignir lífeyrissjóðanna nema 2.390 milljörðum Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.390 milljörðum kr. í lok desember s.l. og hafði þar með hækkað um 53 milljarða kr. frá nóvember eða 2,3%. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:22 FME samþykkir yfirfærslu frá Auði Capital til Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital til Íslandsbanka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital, eða Framtíðarauði, að því er segir á vefsíðu eftirlitsins. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:21 Hagnaður Marel rúmlega sex milljarðar í fyrra Hagnaður Marel á síðasta ári nam 35,6 milljónum evra eða rúmlega sex milljörðum króna. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 34,5 milljónum evra. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:19 FME vísaði 11 málum til sérstaks árið 2012 Fjármálaeftirlitið hefur vísað tæplega 100 málum til embættis sérstaks saksóknara frá hruni. Af því 21 máli sem eftirlitinu barst frá Kauphöllinni í fyrra hafa fjögur mál verið tekin til rannsóknar. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00 Tafir orðið á tillögum um afnám stimpilgjalda Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00 Lífeyrissjóðir bara á eftir slitastjórn Glitnis Lífeyrissjóðir í hópi kröfuhafa gömlu bankanna hafa ekki gert athugasemdir við launakostnað hjá slitastjórnum Kaupþings og LBI. Fimm sjóðir telja að laun hafi verið ofgreidd hjá slitastjórn Glitnis. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00 Fjárfestingarleiðin ekki skilað tilætluðum árangri Stór hluti þeirra fjármuna sem farið hafa í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans hefði líklega komið til Íslands án leiðarinnar. Þetta er mat greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00 Alþjóðleg fyrirtæki í gjaldeyrishöftum Íslenska hagkerfið var lokað innan gjaldeyrishafta á haustmánuðum 2008. Höftin veittu viðkvæmu hagkerfi skjól til skamms tíma en óumdeilt er að til lengri tíma valda þau hagkerfinu skaða. Stjórnvöld stefna að því að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst og með sem minnstum tilkostnaði. Það ætlar þó að reynast erfiðari raun en flestir gerðu ráð fyrir þegar höftin voru sett á. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00 Fitch: Skuldir Íslands 70 prósent af landsframleiðslu árið 2020 Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch telur að opinberar skuldir á Íslandi verði komnar niður í 70 prósent af landsframleiðslu árið 2020, en þær eru nú ríflega 90 prósent af árlegri landsframleiðslu, eða sem nemur ríflega 1.500 milljörðum króna. Viðskipti innlent 5.2.2013 22:15 Why Iceland? kemur út í Japan Bókin Why Iceland? eftir Dr. Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa GAMMA, var gefin út í Japan nú í Desember hjá forlaginu Shinsensha co.. Titillinn á japönsku er アイスランドからの警鐘―国家破綻の現実 [単行本] sem útleggst svo á ensku sem The alarm bell from Iceland; the actuality of downfall. Viðskipti innlent 5.2.2013 19:01 VR ætlar að uppræta launamun kynjanna VR hefur þróað nýtt vopn til að uppræta launamun kynjanna og til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Með Jafnlaunavottun VR, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, gefst launagreiðendum nú tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki köflum og konum. Jafnlaunavottunin var kynnt á fundi með blaða- og fréttamönnum í dag og á næstunni mun VR birta auglýsingar í fjölmiðlum um þetta nýja vopn í jafnréttisbaráttunni. Unnið hefur verið að þróun Jafnlaunavottunarinnar í tæp tvö ár. Viðskipti innlent 5.2.2013 14:16 Gistinóttum fjölgaði um 28% í desember Gistinætur á hótelum í desember s.l. voru 88.700 samanborið við 69.300 í desember 2011. Þetta er 28% aukning milli ára. Viðskipti innlent 5.2.2013 09:06 Þórlindur: Einfaldlega ekki boðlegt að vera með krónu í höftum "Fólk finnur fyrir ókostum krónunnar á eigin skinni. Það er ekki kostur í mínum huga að vera með krónu í höftum, það einfaldlega gengur ekki upp,“ segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórlindur er gestur nýjasta þáttar Klinksins og ræðir þar meðal annars um tillögur nefndarinnar sem hann stýrir, og hefur lagt fram fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 24. febrúar nk. Viðskipti innlent 5.2.2013 09:01 Tvær hópuppsagnir í janúar Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í janúar síðastliðnum, þar sem 33 manns var sagt upp störfum. Um er að ræða tilkynningar um hópuppsagnir í byggingarstarfsemi. Uppsagnirnar taka gildi í mars og maí næstkomandi að því er segir á vefsíðu stofnunarinnar. Viðskipti innlent 5.2.2013 08:24 Fasteignamarkaðurinn í borginni að braggast Fasteignamarkaðurinn í borginni er aftur að braggast eftir að hafa verið á rólegum nótum eftir áramótin. Viðskipti innlent 5.2.2013 07:43 Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun. Viðskipti innlent 5.2.2013 06:03 Veltan á gjaldeyrismarkaði minnkaði um 38% milli mánaða Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 12.5 milljörðum kr í janúar s.l. sem er 38% minni velta en í fyrri mánuði. Gjaldeyriskaup Seðlabankans námu 2 milljörðum kr eða 16,6% af heildarveltu mánaðarins. Viðskipti innlent 5.2.2013 06:01 Seldu tólf milljónir evra Seðlabankinn seldi tæpar tólf milljónir evra í inngripi á gjaldeyrismarkaðinn á fimmtudaginn. Viðskiptin nema um tveimur milljörðum íslenskra króna. Þetta upplýsti bankinn í dag, en bankinn upplýsir ekki um gjaldeyriskaup fyrr en að tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptin fara fram. Vísir hafði greint frá því, í hádeginu á fimmtudag, að viðskiptin hefðu numið um níu milljónum evra en þau jukust þegar leið á daginn. Viðskipti innlent 4.2.2013 17:22 Sérstakur saksóknari ákærir Bjarna Ármannsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki talið fram um 200 milljóna króna söluhagnað vegna sölu á hlutabréfum í eignarhaldsfélaginu Sjávarsýn í framtali fyrir árið 2006. Í ákæru kemur fram að alls séu vantaldar fjármagnstekjur tæpar 205 milljónir króna og vangreiddur fjármagnstekjuskattur rúmar 20 milljónir króna. Viðskipti innlent 4.2.2013 16:40 Appið Alfreð auðveldar fólki atvinnuleitina „Þetta er öðruvísi nálgun, meira persónuleg. Við erum að nýta tækni símtækja,“ segir Helgi Pjetur Jóhannsson hjá Stokki Software. Viðskipti innlent 4.2.2013 16:30 « ‹ ›
Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. Viðskipti innlent 7.2.2013 07:59
Farþegum Icelandair fjölgaði um 17% milli ára í janúar Í janúar nam fjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi 109 þúsund og fjölgaði þeim um 17% miðað við janúar á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.2.2013 06:22
Fjárfestingarleið Seðlabankans aðeins fyrir ríka fólkið Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þótt lágmarksfjárhæð í svokallaðri fjárfestingarleið bankans gagnist aðeins ríku fólki hafi verið nauðsynlegt að hafa kröfur um lágmarksfjárhæð vegna þess að markmiðið hafi verið að laða háar fjárhæðir til landsins í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarleiðin er einn liður í áætlun bankans um afnám hafta. Viðskipti innlent 6.2.2013 18:30
Hagnaður Össurar nam tæpum 5 milljörðum Hagnaður Össurar á nýliðnu ári nam 38 milljónum bandaríkjadala, eða um 4,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Til samanburðar nam hagnaðurinn 35 milljónum bandaríkjadala í fyrra. Viðskipti innlent 6.2.2013 15:19
Hægari hagvöxtur en áður var talið Nýjustu hagvísar benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur minni en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í peningamálum Seðlabankans sem kom út í dag. Viðskipti innlent 6.2.2013 11:23
Seðlabankinn dregur verulega úr væntingum um hagvöxt Endurskoðuð spá í Peningamálum Seðlabankans sem birt var í dag gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið 2,2% í stað 2,5% í nóvemberspá bankans. Horfur fyrir þetta ár hafa að sama skapi versnað og er nú spáð 2,1% hagvexti í ár í stað tæplega 3% í nóvember. Skýrast lakari horfur í ár einkum af hægari vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði en einnig vegur hægari vöxtur einkaneyslu nokkuð þungt. Viðskipti innlent 6.2.2013 10:51
Sigfríð Eik ráðin framlkvæmdastjóri Heilsu Sigfríð Eik Arnardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Sigfríð er með B.S. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands og M.S. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Viðskipti innlent 6.2.2013 09:20
Vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða í janúar Vöruskiptin í janúar voru hagstæð um 11,6 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta er nokkuð betri árangur en í janúar í fyrra þegar vöruskiptin voru hagstæð um 10,1 milljarða króna. Viðskipti innlent 6.2.2013 09:03
Stýrivextir verða óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í takt við spár sérfræðinga. Viðskipti innlent 6.2.2013 08:59
Íslensk minkaskinn seld fyrir hátt í 400 milljónir í Kaupmannahöfn Íslenskir minkabændur munu selja minkaskinn fyrir hátt í 400 milljónir króna á uppboði sem nú stendur yfir hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 6.2.2013 07:51
Eignir lífeyrissjóðanna nema 2.390 milljörðum Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.390 milljörðum kr. í lok desember s.l. og hafði þar með hækkað um 53 milljarða kr. frá nóvember eða 2,3%. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:22
FME samþykkir yfirfærslu frá Auði Capital til Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital til Íslandsbanka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital, eða Framtíðarauði, að því er segir á vefsíðu eftirlitsins. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:21
Hagnaður Marel rúmlega sex milljarðar í fyrra Hagnaður Marel á síðasta ári nam 35,6 milljónum evra eða rúmlega sex milljörðum króna. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 34,5 milljónum evra. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:19
FME vísaði 11 málum til sérstaks árið 2012 Fjármálaeftirlitið hefur vísað tæplega 100 málum til embættis sérstaks saksóknara frá hruni. Af því 21 máli sem eftirlitinu barst frá Kauphöllinni í fyrra hafa fjögur mál verið tekin til rannsóknar. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00
Tafir orðið á tillögum um afnám stimpilgjalda Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00
Lífeyrissjóðir bara á eftir slitastjórn Glitnis Lífeyrissjóðir í hópi kröfuhafa gömlu bankanna hafa ekki gert athugasemdir við launakostnað hjá slitastjórnum Kaupþings og LBI. Fimm sjóðir telja að laun hafi verið ofgreidd hjá slitastjórn Glitnis. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00
Fjárfestingarleiðin ekki skilað tilætluðum árangri Stór hluti þeirra fjármuna sem farið hafa í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans hefði líklega komið til Íslands án leiðarinnar. Þetta er mat greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00
Alþjóðleg fyrirtæki í gjaldeyrishöftum Íslenska hagkerfið var lokað innan gjaldeyrishafta á haustmánuðum 2008. Höftin veittu viðkvæmu hagkerfi skjól til skamms tíma en óumdeilt er að til lengri tíma valda þau hagkerfinu skaða. Stjórnvöld stefna að því að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst og með sem minnstum tilkostnaði. Það ætlar þó að reynast erfiðari raun en flestir gerðu ráð fyrir þegar höftin voru sett á. Viðskipti innlent 6.2.2013 06:00
Fitch: Skuldir Íslands 70 prósent af landsframleiðslu árið 2020 Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch telur að opinberar skuldir á Íslandi verði komnar niður í 70 prósent af landsframleiðslu árið 2020, en þær eru nú ríflega 90 prósent af árlegri landsframleiðslu, eða sem nemur ríflega 1.500 milljörðum króna. Viðskipti innlent 5.2.2013 22:15
Why Iceland? kemur út í Japan Bókin Why Iceland? eftir Dr. Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa GAMMA, var gefin út í Japan nú í Desember hjá forlaginu Shinsensha co.. Titillinn á japönsku er アイスランドからの警鐘―国家破綻の現実 [単行本] sem útleggst svo á ensku sem The alarm bell from Iceland; the actuality of downfall. Viðskipti innlent 5.2.2013 19:01
VR ætlar að uppræta launamun kynjanna VR hefur þróað nýtt vopn til að uppræta launamun kynjanna og til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Með Jafnlaunavottun VR, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, gefst launagreiðendum nú tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki köflum og konum. Jafnlaunavottunin var kynnt á fundi með blaða- og fréttamönnum í dag og á næstunni mun VR birta auglýsingar í fjölmiðlum um þetta nýja vopn í jafnréttisbaráttunni. Unnið hefur verið að þróun Jafnlaunavottunarinnar í tæp tvö ár. Viðskipti innlent 5.2.2013 14:16
Gistinóttum fjölgaði um 28% í desember Gistinætur á hótelum í desember s.l. voru 88.700 samanborið við 69.300 í desember 2011. Þetta er 28% aukning milli ára. Viðskipti innlent 5.2.2013 09:06
Þórlindur: Einfaldlega ekki boðlegt að vera með krónu í höftum "Fólk finnur fyrir ókostum krónunnar á eigin skinni. Það er ekki kostur í mínum huga að vera með krónu í höftum, það einfaldlega gengur ekki upp,“ segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórlindur er gestur nýjasta þáttar Klinksins og ræðir þar meðal annars um tillögur nefndarinnar sem hann stýrir, og hefur lagt fram fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 24. febrúar nk. Viðskipti innlent 5.2.2013 09:01
Tvær hópuppsagnir í janúar Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í janúar síðastliðnum, þar sem 33 manns var sagt upp störfum. Um er að ræða tilkynningar um hópuppsagnir í byggingarstarfsemi. Uppsagnirnar taka gildi í mars og maí næstkomandi að því er segir á vefsíðu stofnunarinnar. Viðskipti innlent 5.2.2013 08:24
Fasteignamarkaðurinn í borginni að braggast Fasteignamarkaðurinn í borginni er aftur að braggast eftir að hafa verið á rólegum nótum eftir áramótin. Viðskipti innlent 5.2.2013 07:43
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun. Viðskipti innlent 5.2.2013 06:03
Veltan á gjaldeyrismarkaði minnkaði um 38% milli mánaða Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 12.5 milljörðum kr í janúar s.l. sem er 38% minni velta en í fyrri mánuði. Gjaldeyriskaup Seðlabankans námu 2 milljörðum kr eða 16,6% af heildarveltu mánaðarins. Viðskipti innlent 5.2.2013 06:01
Seldu tólf milljónir evra Seðlabankinn seldi tæpar tólf milljónir evra í inngripi á gjaldeyrismarkaðinn á fimmtudaginn. Viðskiptin nema um tveimur milljörðum íslenskra króna. Þetta upplýsti bankinn í dag, en bankinn upplýsir ekki um gjaldeyriskaup fyrr en að tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptin fara fram. Vísir hafði greint frá því, í hádeginu á fimmtudag, að viðskiptin hefðu numið um níu milljónum evra en þau jukust þegar leið á daginn. Viðskipti innlent 4.2.2013 17:22
Sérstakur saksóknari ákærir Bjarna Ármannsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki talið fram um 200 milljóna króna söluhagnað vegna sölu á hlutabréfum í eignarhaldsfélaginu Sjávarsýn í framtali fyrir árið 2006. Í ákæru kemur fram að alls séu vantaldar fjármagnstekjur tæpar 205 milljónir króna og vangreiddur fjármagnstekjuskattur rúmar 20 milljónir króna. Viðskipti innlent 4.2.2013 16:40
Appið Alfreð auðveldar fólki atvinnuleitina „Þetta er öðruvísi nálgun, meira persónuleg. Við erum að nýta tækni símtækja,“ segir Helgi Pjetur Jóhannsson hjá Stokki Software. Viðskipti innlent 4.2.2013 16:30