Seðlabankinn dregur verulega úr væntingum um hagvöxt 6. febrúar 2013 10:51 Endurskoðuð spá í Peningamálum Seðlabankans sem birt var í dag gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið 2,2% í stað 2,5% í nóvemberspá bankans. Horfur fyrir þetta ár hafa að sama skapi versnað og er nú spáð 2,1% hagvexti í ár í stað tæplega 3% í nóvember. Skýrast lakari horfur í ár einkum af hægari vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði en einnig vegur hægari vöxtur einkaneyslu nokkuð þungt. Í Peningamálum segir að nokkuð dró úr alþjóðlegum efnahagsumsvifum í lok síðasta árs, sérstaklega í ríkjum sem reiða sig á útflutning til evrusvæðisins, þar sem útflutningur dróst saman og viðhorfsvísitölur lækkuðu. Svipuð þróun varð hér á landi og benda nýjustu hagvísar til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur minni en áður hafði verið talið. Í spánni núna er gert ráð fyrir að nokkur hluti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði færist frá þessu ári yfir á árin 2014-15 og því hafa hagvaxtarhorfur glæðst lítillega á seinni hluta spátímans. Nú er gert ráð fyrir u.þ.b. 3¾% hagvexti að meðaltali þessi tvö ár í stað 3½% í nóvember. Eftir sem áður er landsframleiðslan á öllum spátímanum minni en í nóvemberspánni. „Þótt hjöðnun atvinnuleysis hafi í meginatriðum verið í takt við fyrri spá Seðlabankans, hefur fjölgun heildarvinnustunda verið nokkru hægari en gert hafði verið ráð fyrir. Hægari efnahagsumsvif leiða til þess að heildarvinnustundum fjölgar minna og atvinnuleysi hjaðnar hægar en spáð var í nóvember. Verðbólguhorfur hafa hins vegar lítið breyst og er áfram gert ráð fyrir tiltölulega hægri hjöðnun verðbólgu, þar sem í meginatriðum vegast á áhrif töluvert lægra gengis krónunnar og meiri slaki í þjóðarbúinu en gert var ráð fyrir í nóvember," segir í Peningamálum. „Þótt líkur á stórfelldum áföllum eins og upplausn evrusvæðisins eða snarpri aukningu aðhalds í ríkisfjármálum í Bandaríkjunum hafi minnkað töluvert, ríkir enn mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Ástand á helstu útflutningsmörkuðum Íslendinga hefur versnað, einkum í Evrópu, og viðskiptakjör eru lakari en áður var reiknað með. Útflutningstekjur hafa því verið minni sem á þátt í veikara gengi krónunnar að undanförnu." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Endurskoðuð spá í Peningamálum Seðlabankans sem birt var í dag gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið 2,2% í stað 2,5% í nóvemberspá bankans. Horfur fyrir þetta ár hafa að sama skapi versnað og er nú spáð 2,1% hagvexti í ár í stað tæplega 3% í nóvember. Skýrast lakari horfur í ár einkum af hægari vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði en einnig vegur hægari vöxtur einkaneyslu nokkuð þungt. Í Peningamálum segir að nokkuð dró úr alþjóðlegum efnahagsumsvifum í lok síðasta árs, sérstaklega í ríkjum sem reiða sig á útflutning til evrusvæðisins, þar sem útflutningur dróst saman og viðhorfsvísitölur lækkuðu. Svipuð þróun varð hér á landi og benda nýjustu hagvísar til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur minni en áður hafði verið talið. Í spánni núna er gert ráð fyrir að nokkur hluti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði færist frá þessu ári yfir á árin 2014-15 og því hafa hagvaxtarhorfur glæðst lítillega á seinni hluta spátímans. Nú er gert ráð fyrir u.þ.b. 3¾% hagvexti að meðaltali þessi tvö ár í stað 3½% í nóvember. Eftir sem áður er landsframleiðslan á öllum spátímanum minni en í nóvemberspánni. „Þótt hjöðnun atvinnuleysis hafi í meginatriðum verið í takt við fyrri spá Seðlabankans, hefur fjölgun heildarvinnustunda verið nokkru hægari en gert hafði verið ráð fyrir. Hægari efnahagsumsvif leiða til þess að heildarvinnustundum fjölgar minna og atvinnuleysi hjaðnar hægar en spáð var í nóvember. Verðbólguhorfur hafa hins vegar lítið breyst og er áfram gert ráð fyrir tiltölulega hægri hjöðnun verðbólgu, þar sem í meginatriðum vegast á áhrif töluvert lægra gengis krónunnar og meiri slaki í þjóðarbúinu en gert var ráð fyrir í nóvember," segir í Peningamálum. „Þótt líkur á stórfelldum áföllum eins og upplausn evrusvæðisins eða snarpri aukningu aðhalds í ríkisfjármálum í Bandaríkjunum hafi minnkað töluvert, ríkir enn mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Ástand á helstu útflutningsmörkuðum Íslendinga hefur versnað, einkum í Evrópu, og viðskiptakjör eru lakari en áður var reiknað með. Útflutningstekjur hafa því verið minni sem á þátt í veikara gengi krónunnar að undanförnu."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira