Viðskipti innlent

Sigfríð Eik ráðin framlkvæmdastjóri Heilsu

Sigfríð Eik Arnardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Sigfríð er með B.S. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands og M.S. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Frá árinu 2007 hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Kreditkorti og þar áður við markaðs-og sölumál hjá Vífilfelli og Sjóvá.

Sigfríð tekur við af Þórarni Þórhallssyni viðskiptafræðingi sem hefur rekið Heilsu undanfarin 7 ár.

Heilsa hefur verið starfrækt í 40 ár og flytur inn, framleiðir og dreifir úrvali af lífrænt ræktuðum matvörum, vítamínum, hreinlætis- og snyrtivörum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×