Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 17% milli ára í janúar

Í janúar nam fjöldi farþega Icelandair í millilandaflugi 109 þúsund og fjölgaði þeim um 17% miðað við janúar á síðasta ári.

Framboð í millilandafluginu var aukið um 23% og sætanýtingin var 69%. Fjöldi farþega í innanlands- og Grænlandsflugi var rúm 21 þúsund í janúar og fækkaði um 7%.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að dregið hafi úr eftirspurn í innanlandsflugi og hefur verið brugðist við því með minna framboði.

Fraktflutningar jukust hinsvegar um 10% á milli ára í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×