Viðskipti innlent

Neðanjarðar-sport

Ein vinsælasta íþróttagreinin sem nýríkir íslenskir athafnamenn stunda af miklum krafti er vínsöfnun og heyrast sögur af því að vel efnaðir einstaklingar leggi mikið upp úr því að útbúa vínkjallara þegar verið er að hreinsa út úr einbýlishúsunum.

Viðskipti innlent

TM Software styrkir Ljósið

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Stuðningurinn felst í að veita Ljósinu afnot af sjúkraskrárkerfinu Sögu, sem Ljósið fær aðgang að í gegnum iCura-kerfisveitu.

Viðskipti innlent

Vodafone með stærstu búð hér

Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone-verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöruúrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone-verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

VÍS styrkir Einstök börn

Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörðun að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda.

Viðskipti innlent

Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum

Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár.

Viðskipti innlent

Promens lýkur kaupum á Polimoon

Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi.

Viðskipti innlent

Óbreytt verðbólga innan EES

Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent

Með skrifstofur í fimm löndum

Fjárfestingarbankinn Askar Capital hefur starfsemi um næstu áramót. Bankinn verður með höfuðstöðvar í Reykjavík, en skrifstofur í Lúxemborg, Lundúnum, Búkarest og Hong Kong að auki. Bankinn starfar á vettvangi fyrirtækja og stórviðskipta, en sinnir ekki einstaklingsviðskiptum, þ.e. svokallaðri heildsölubankastarfsemi.

Viðskipti innlent

FL Group með mikla fjárfestingagetu

FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar.

Viðskipti innlent

Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni

Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Viðskipti innlent

Straumur selur í Artumas

Straumur-Burðarás hefur selt allan sinn hlut í kanadíska orkufyrirtækinu Artumas Group sem er skráð í Kauphöllina í Ósló. Um sex prósenta hlut var að ræða sem hægt er að meta á rúmlega 600 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Líflegur upphafsdagur Icelandair

Áhersla verður lögð á frekari vöxt fyrirtækisins, segir stjórnarformaður Icelandair Group Holding. Forstjórinn tók sprettinn úr Kauphöllinni í beina útsendingu hjá Bloomberg-fréttaveitunni.

Viðskipti innlent

Dagsvelta yfir 12 hundruð milljónum

Lífleg viðskipti voru með Icelandair Group Holding á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni. Félagið hækkaði um 2,2 prósent frá útboðsgengi til fjárfesta og kostaði hluturinn 27,6 krónur í lok gærdags.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn

Framkvæmdastjóri House of Fraser, John King, fékk í gær afhentar tvær fjörutíu og fjögurra blaðsíðna skýrslur fullar af athugasemdum, aðra fyrir sig sjálfan og hina handa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Viðskipti innlent

Olíuverð hækkaði um rúman dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp í dag í kjölfar þess að aðildarríki OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu að minnka olíuframleiðslu ríkjanna um allt að hálfa milljón olíutunna á dag frá og með febrúar á næsta ári. Heildarsamdrátturinn á árinu nemur 1,7 milljónum tunna á dag.

Viðskipti innlent

FL Group fær allt að 37 milljarða

FL Group hefur skrifað undir þriggja ára samning við breska bankann Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun. Þetta jafngildir til tæplega 37 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. FL Group fengið aðgang að ríflega 1 milljarði evra eða um 92 milljörðum íslenskra króna það sem af er árs fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana.

Viðskipti innlent

Forstjóri Icelandair í viðtali á Bloomberg

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Holding, sagði í viðtali í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni í dag, skömmu eftir skráningu flugfélagsins í Kauphöll Íslands, að sveigjanleiki Icelandair skipti félagið miklu máli enda væri það mikilvægur lykill að velgengni flugfélaga.

Viðskipti innlent

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent

Icelandair Group á markað í dag

Icelandair Group Holding hf. verður skráð í Kauphöll Íslands í dag, fyrst íslenskra félaga eftir að hún varð hluti af OMX-kauphöllunum. Félagið, sem var í eigu FL Group hf., var selt nýjum kjölfestufjárfestum, starfsmönnum og almenningi og er því aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess, Flugleiðir hf.

Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða aukast

Eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.425 milljarða króna í lok október samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þetta var níu milljarða aukning milli mánaða eða 0,6 prósenta hækkun.

Viðskipti innlent

CCP verður útskrifað í janúar

CCP verður útskrifað úr samtökum sprotafyrirtækja (SSP) eftir að velta félagsins fór yfir einn milljarð króna á þessu ári. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að sprotafyrirtæki sé skilgreint sem fyrirtæki er hafi veltu undir einum milljarði króna og býst við útskriftarathöfn í janúar.

Viðskipti innlent