Viðskipti innlent

Gengi AMR tók á rás vestanhafs

Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs.

Viðskipti innlent

Sviptingar á krónunni

Miklar sveiflur urðu á gengi krónunnar á síðasta ári. Krónan veiktist um átján prósent á árinu eftir styrkingu árið 2005. Lækkunarhrina hennar hófst seinni partinn í febrúar og var gengisvísitalan hæst um mitt ár.

Viðskipti innlent

Staðgreitt himnaskraut

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón.

Viðskipti innlent

Kaupþing má reka banka í Færeyjum

Kaupþing í Færeyjum sér fram á að tvöfalda hjá sér starfsmannafjölda með auknum umsvifum. Færeyska útvarpið greindi frá því að bankinn hafi fengið leyfi til að reka þar bankastarfsemi, en hingað til hefur Kaupþing rekið þar verðbréfamiðlun.

Viðskipti innlent

Skerpt á áherslum viðskiptasendinefnda

Útflutningsráð Íslands ætlar á nýju ári að leggja aukna áherslu á að auka gæði viðskiptafunda sem skipulagðir eru fyrir fyrirtæki. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundirnir verði færri, markvissari og betur undirbúnir. Jafnframt verði lögð áhersla á að koma á tengslum milli íslensku og erlendu fyrirtækjanna áður en farið er í ferðina sjálfa.

Viðskipti innlent

Lítill afli

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam 1,3 milljónum lesta á síðasta ári en hann hefur ekki verið minni síðan árið 1991 þegar hann var rétt rúm milljón lestir, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Viðskipti innlent

Breyttir tímar

Hlutabréfavelta á síðasta viðskiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlendum hlutabréfamarkaði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörðum króna sem mestmegnis var tilkomin vegna færslu á eignarhlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands.

Viðskipti innlent

ICEX-15 hækkaði um 15,8 prósent í fyrra

ICEX-15 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,8 prósent á síðasta ári. Til samanburðar nam árleg hækkun vísitölunnar 56-65 prósentum á árunum 2003-2005, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem spáði 15-25 prósenta hækkun á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Búa sig undir samkeppnina

Stóru símafyrirtækin skoða nú bæði skilmálana sem kveðið er á um í útboðslýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar á leyfum fyrir rekstur þriðju kynslóðar farsímanets, sem stundum nefnist 3G-kerfi. Að sama skapi fagnar Novator því að leyfin hafi verið auglýst og segir fulltrúi félagsins það enda hafa stefnt að því að koma 3G neti í rekstur.

Viðskipti innlent

Fá 5,7 milljarða króna í nýársgjöf

Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn hafa sameinast undir nafninu Stafir lífeyrissjóður. Við það aukast aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðsfélaga um 5,7 milljarða króna eða 16 til 20 prósent. Félagar eru yfir fimmtíu þúsund. „Við sameiningu sjóðanna var eignastaða jöfnuð, þannig að allar deildir voru á jafnri stöðu. Þá varð til umframeign í hinum og þessum deildum sem nam 5,7 milljörðum.

Viðskipti innlent

FL færir Glitnisbréf til Hollands Skattaumhverfi hagstætt í Hollandi

FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, hefur fært stærstan hluta af eign sinni í bankanum til tveggja dótturfélaga sem eru með heimilisfang í Hollandi. Af rúmlega þrjátíu prósenta hlut FL í Glitni tekur FL Group Holding Netherlands 12,48 prósent en 13,49 prósent færast til FL GLB Holding. Eftir tilfærsluna heldur móðurfélagið FL Group utan um 4,38 prósent í Glitni en hlutur samstæðunnar er eftir sem áður 30,36 prósent af hlutafé í bankanum.

Viðskipti innlent

Hjálmur kaupir Birtíng

Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfufélaginu Birtíngi. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður skrifað undir samning um söluna síðar í dag eða strax 2. janúar. Nokkur uppstokkun verður á útgáfustarfseminni við sameiningu fyrirtækjanna en til stendur að leggja niður tímaritin Mannlíf, Hér og nú og Veggfóður. Talsmaður Hjálms neitar hins vegar að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útgáfu Mannlífs.

Viðskipti innlent

Vöruskiptahallinn tæpir 123 milljarðar

Vöruskipti voru óhagstæð um 13,5 milljarða krónur í nóvember, sem er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins voru vörur fluttar inn fyrir 335,6 milljarða krónur en út fyrir 213 milljarða og nemur heildarviðskiptahalli ársins 122,6 milljörðum króna sem er 27,9 milljörðum meiri halli en í fyrra.

Viðskipti innlent

Sölumet féllu hjá Högum fyrir jólin

Mikil söluaukning var á matvörum og sérvörum í verslunum Haga, stærsta smásalans á íslenskum verslunarmarkaði, fyrir jólin. Metdagur var í Bónusverslunum á Þorláksmessu og eins var sölumet á einum degi slegið í hinni tíu þúsund fermetra verslun Hagkaupa í Smáralind.

Viðskipti innlent

Uppgjör Mosaic í jólalitunum

Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions skilaði um 1,4 milljóna punda tapi, eða 195 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi reikningsársins. Þessi niðurstaða er langt undir væntingum greiningardeilda bankanna sem reiknuðu með þó nokkrum hagnaði hjá félaginu. Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á rúmlega 7,8 milljóna punda hagnað, jafnvirði 1,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Danskir fjölmiðlar greindu margir hverjir frá því undir yfirskriftinni dagblaðastríðið (aviskrigen) að Nyhedsavisen hefði í „vopnabúri“ sínu á 406 milljónum danskra króna að byggja, eða sem nemur 5,1 milljarði íslenskra króna.

Viðskipti innlent