Viðskipti innlent

Sensa selt Símanum

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent

Actavis með á endasprettinum

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals berjist á endanum um kaup á samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes í gær sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Láta af samstarfinu

Tveir af stærstu sparisjóðum landsins, SPRON og BYR sparisjóður, hafa sagt skilið við hina sparisjóðina í sameiginlegum markaðsmálum undir heitinu „sparisjóðurinn“. Samanlagt eru sparisjóðirnir tveir með um sextíu prósent af umsvifum sparisjóðanna.

Viðskipti innlent

Afkoma AMR í takt við væntingar

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda.

Viðskipti innlent

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Viðskipti innlent

Hvernig virka stýrivextir?

Séu vextir Seðlabanka háir ýtir það undir háa vexti annars staðar. Það veldur því meðal annars að fyrirtæki og einstaklingar sjá sér síður hag í að taka lán til að standa undir fjárfestingum eða öðrum kaupum á vöru og þjónustu. Það dregur úr eftirspurn í þjóðfélaginu og hefur almennt áhrif í þá átt að hægja á hjólum efnahagslífsins.

Viðskipti innlent

Velta á markaði sambærileg við síðasta ár

Undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er árs er sambærileg og í fyrra. Veltan var lítið minni í janúar og mars en mun meiri í febrúar. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna fyrir aukningunni í febrúar tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um tæp 230 prósent á milli ára. Mestu munar um verðmæti loðnu. Mestu munar um að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti en fyrri ár.

Viðskipti innlent

Flestir eru ánægðir þótt víða bjáti á

Ný könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna leiðir í ljós að þótt víða hafi orðið framfarir í stjórnunarháttum stofnana bíða erfið úrlausnarefni. Megn óánægja er meðal heilbrigðisstarfsfólks og ákveðnar stéttir virðast plagaðar af einelti. Óli Kristján Ármannsson fer yfir könnunina og ræðir við Ómar H. Kristmundsson, dósent við Háskóla Íslands, sem umsjón hafði með henni.

Viðskipti innlent

Málþing um traust og trúverðugleika

Alþjóðleg könnun almannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og trúverðugleika verður kynnt í fyrsta skipti hér á landi á málþingi í Salnum í Kópavogi 3. maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, David Brain, mun kynna niðurstöður nýjustu könnunarinnar og þróun síðustu ára.

Viðskipti innlent

Vinnan er rétt að hefjast

Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Viðskipti innlent

Meira en croissant og ilmvötn

Er franski markaðurinn mettur og hnignandi? Eða er hann fullur nýrra tækifæra sem alþjóðlegir fjárfestar hafa ekki efni á að láta framhjá sér fara? Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sótti svörin á ráðstefnunni Franskt vor í viðskiptum á Íslandi.

Viðskipti innlent

RE/MAX og Vodafone semja

Fasteignasalan RE/MAX skrifaði nýlega undir samning við Vodafone á Íslandi um heildar­fjarskiptaþjónustu fyrirtækis­ins. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára og nær til hefðbundinnar símaþjónustu, farsíma- og gagnatenginga við allar fasteignasölur sem starfa undir merkjum RE/MAX hér á landi.

Viðskipti innlent

Dúfur úr hrafnseggjum

Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.

Viðskipti innlent

Milljarðar fyrir BTC

Söluferli á 65 prósenta hlut Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í búlgarska símafélaginu Bulgarian Telecommunication Company (BTC), lýkur í lok þessa mánaðar.

Viðskipti innlent

Leikur að læra... líka í MBA-námi

Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent

Glitnir býður upp á ný húsnæðislán á morgun

Glitnir ætlar frá og með morgundeginum að bjóða upp á nýja tegund húsnæðislána þar sem helmingur lánsins er verðtryggður í íslenskri mynt en hinn helmingurinn óverðtryggt lán í lágvaxtamyntunum jenum og svissneskum frönkum. Vextir eru 4,5 prósent miðað við hámarksveðsetningarhlutfallið 80 prósent, sem er sama hlutfall og á verðtryggðum lánum.

Viðskipti innlent

Norrænir markaðir í hæstu hæðum

Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið og nálgast nýjar hæðir, ekki síst sá norski sem er nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Sænska vísitalan sló met í gær auk þess sem Dow Jones Nordic 30 vísitalan fór í hæsta gildi frá upphafi. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis staðið í sögulegum hæðum í vikunni en lækkaði í dag.

Viðskipti innlent

Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Landsbankinn sagður bjóða í Bridgewell

Landsbankinn er sagður vera á meðal þeirra sem hafa lagt fram yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell Group. Á meðal annarra bjóðenda er hollenski fjárfestingabankinn Fortis, sem rekur starfsemi víða um Evrópu. Stjórnendur Bridgewell eru sagðir hafa komið hingað til lands í gær til fundar við Landsbankamenn.

Viðskipti innlent

Síminn kaupir Sensa

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf, sem er með sérfræðiþekkingu á sviði IP samskiptalausna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en kaupverð er trúnaðarmál.

Viðskipti innlent

Fyrsta varan frá DeCode væntanleg

DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað.

Viðskipti innlent

Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina

Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent

Verðbólga mælist 5,3 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent.

Viðskipti innlent

Fimmtungshækkun Úrvalsvísitölunnar

Ekki verður annað sagt en að hlutabréfamarkaðurinn hafi farið vel af stað eftir páskana, en Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,65 prósent í vikunni. Vísitalan hækkaði um 0,92 prósent í gær og stendur nú í nýjum methæðum í 7.739 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúman fimmtung en áramótagildi hennar var 6.410 stig.

Viðskipti innlent

Bankarnir á fleygiferð

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári.

Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan á ný í methæðum

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins.

Viðskipti innlent