Viðskipti innlent

Hagnaður Actavis lækkar

Actavis birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins. Hagnaður dróst saman um 15,3% í 27 milljónir evra, og undirliggjandi hagnaður (að frátöldu afskriftum á yfirverði vegna fyrirtækjakaupa) dróst saman um 7,8% og var 32,4 milljónir evra.Fjórðungurinn var sá tekjuhæsti í sögu félagins og jukust tekjur um 11,9% í 382,7 milljónir evra en árið áður var hagnaðurinn 341,9 milljónir evra.

Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn enn í góðum gír

Áfram er góður gangur á fasteignamarkaði miðað við nýbirtar tölur frá Fasteignamati ríkisins um veltu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings í dag. Í apríl voru þinglýstir 803 kaupsamningar sem er um 12% færri kaupsamningar en í mars. Það má rekja má til þess að viðskiptadagar í apríl voru færri vegna páskanna.

Viðskipti innlent

Hagnaður TM eykst

Tryggingamiðstöðin skilaði hagnaði upp á 886 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 626 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nam fimm milljónum króna sem er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar tapið nam 215 milljónum króna. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir tjónaþróun hér á landi áhyggjuefni.

Viðskipti innlent

Afkoma Marel yfir væntingum

Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu.

Viðskipti innlent

Teymi hagnast um 1,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Tæknifyrirtækið Teymi skilaði rúmlega 1,6 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þetta er annað tímabilið sem fyrirtækið birtir afkomu undir þessu nafni en það varð til í fyrrahaust eftir að Dagsbrún var skipt upp.

Viðskipti innlent

Skoða Írland

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Viðskipti innlent

Alcoa yfirtekur Alcan

Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.

Viðskipti innlent

Landsbankinn í kauphugleiðingum

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Viðskipti innlent

Baugur hyggst selja eignir í Bretlandi

Baugur íhugar að selja hluta af eignum sínum í Bretlandi til að losa um fé sem bundið er í fjárfestingum þeirra þar í landi. Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph í dag. Félagið hefur undanfarin fjögur ár verið stórtækt í innkaupum á breskum verslanakeðjum en hingað til ekki selt neina þeirra.

Viðskipti innlent

Baugur ætlar að gera 50 milljarða króna yfirtökutilboð í Mosaic

Newco, nýstofnað félag í eigu Baugs Group og fleiri fjárfesta, hefur átt í viðræðum við stjórn Mosaic Fashions um að leggja fram formlegt yfirtökutilboð til hluthafa á næstu vikum og taka félagið úr Kauphöll í kjölfarið, tveimur árum eftir að þetta móðurfélag tískuverslanakeðja á borð við Coast, Karen Millen og Oasis var skráð á markað með pomp og pragt. Tilboðsgengið er 17,5 sem þýðir að markaðsvirði Mosaic er um 51 milljarður króna.

Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstrinum

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins nemur 765 milljónum króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Breytingin frá sama tíma í fyrra er mikil, en þá nam tap 213 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Humarhótel opnað á Höfn

Starfsstöð Matís (Matvælarannsókna Íslands) og Humarhótel á Höfn í Hornafirði var opnuð með formlegum hætti í byrjun vikunnar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnaði, en við þetta tækifæri fengu hann og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu.

Viðskipti innlent

Rætt um yfirtöku á Mosaic Fashions

Baugur, stærsti hluthafinn í Mosaic Fashions, hefur staðfest að það eigi í viðræðum um yfirtöku á félaginu. Gangi yfirtakan eftir mun það stofna félagið Newco ásamt öðrum fjárfestum. Viðræður eru á byrjunarstigi en rætt er um tilboð upp á 17,5 krónur á hlut sem er um sjö prósentum yfir núverandi verði.

Viðskipti innlent

Exista hagnaðist um 57 milljarða

Fjármálafyrirtækið Exista hagnaðist um röska 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi en það er meiri hagnaður en samanlagður hagnaður allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss á sama tímabili, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Hagnaður bankanna, nema Kaupþings, var heldur minni í ár en í fyrra en bent er á að óvenju mikill gengishagnaður var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Viðskipti innlent

Nýr banki hefur störf

Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur í dag störf í kjölfar þess að bankinn fékk í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital lofar gott samstarf við Fjármálaeftirlitið og segir kraftaverki líkast hversu hratt hafi gengið að ganga frá leyfinu. Í dag eru sléttir sjö mánuðir frá tilkynningu um stofnun bankans og um fimm mánuðir frá því lögð var inn umsókn um fjárfestingarbankaleyfi.

Viðskipti innlent

Raunveruleg stórðiðja

Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006.

Viðskipti innlent

Innlánsvöxtur gjörbyltir fjármögnun

Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á ársgrundvelli.

Viðskipti innlent

Actavis kaupir ekki Merck

Actavis hefur dregið sig út úr slagnum um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck og verður því ekki í bráð þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja. „Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur,“ segir Róbert Wessman forstjóri Actavis.

Viðskipti innlent

Bakkavör kaupir franskan salatframleiðanda

Bakkavör Group hefur keypt franska salatframleiðandann 4G sem sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum, tilbúnum salötum fyrir franskan markað. Í fréttatilkynningu frá Bakkavör er haft eftir forstjóra félagsins, Ágústi Guðmundssyni, að félagið falli vel að fyrirtækjum sem fyrir eru í eigu samstæðunnar.

Viðskipti innlent

Högnuðust yfir 47 milljarða

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er nokkuð lægri heildartala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var hagnaður bankanna fjögurra alls um 60,5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi

Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun.

Viðskipti innlent

Actavis kaupir ekki samheitalyfjasvið Merck

Actavis er hætt við að reyna að kaupa samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Actavis hafi gert ítarlega áreiðanleikakönnun á Merck og skilgreint fjölmörg áhugaverð samlegðartækifæri með félögunum.

Viðskipti innlent

Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist.

Viðskipti innlent

Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára

Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar.

Viðskipti innlent

Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar

Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans.

Viðskipti innlent