Viðskipti innlent

Sérfræðiaðstoð AGS hefur komið að góðu gagni

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið með íslenskum stjórnvöldum að fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Sendinefndin, undir stjórn Mark Flanagans, hefur einnig átt fundi með fjölda hagsmunaðila til þess að kynna sér þróun íslensks efnahagslífs og áhrif efnahagshrunsins og hélt nefndin blaðamannafund í Seðlabankanum í dag.

Viðskipti innlent

Ætla að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum

Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt.

Viðskipti innlent

Heildarlaunakostnaður eykst

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 8,1prósent frá fyrri ársfjórðungi í samgöngum og flutningum, 6,1prósent í iðnaði, 5,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 5,3 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að þessi aukning sé tilkomin meðal annars vegna óreglulegra greiðslna sem féllu til á tímabilinu og vegna breytinga á samsetningu vinnuafls þar sem starfsfólki í neðri þrepum launastigans hefur fækkað hlutfallslega meira en öðrum.

Viðskipti innlent

Nova kærir Tal

Farsímafyrirtæið Nova hefur ákveðið að kæra samkeppnisaðila sinn Tal fyrir meiðandi ummæli. Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, staðhæfði í grein í Morgunblaðinu í dag að sá sem hringir í Nova símanúmer þurfi að greiða fyrir símtalið þó ekki sé svarað í símann.

Viðskipti innlent

Alfesca lækkaði mest

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,76%. Alfesca lækkaði um 12,5%, Bakkavör Group lækkaði um 9,38%, Marel lækkaði um 4,48 og Össur lækkaði um 3,19. Century Aluminum Company hækkaði um 3,20

Viðskipti innlent

Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl

Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%.

Viðskipti innlent

Vilhjálmur tapaði í héraðsdómi

Vilhjálmur Bjarnason lektor tapaði í dag dómsmáli sem hann og dætur hans höfðuðu á hendur stjórnarmönnum í Straumi fjárfestingabanka. Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi.

Viðskipti innlent

Gjaldþrotabeiðni Baugs frestast

Til stóð að taka gjalþrotabeiðni á hendur Baugi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf í dag. Málinu var hins vegar frestað þar til síðar í dag. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum málinu var frestað og tímasetning á málinu hefur ekki verið ákveðin. Þegar gjalþrotabeiðni verður tekin fyrir verður skiptastjóri skipaður.

Viðskipti innlent

Rektor HÍ flutti erindi í Harvard háskólanum

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands heimsótti í vikunni Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristínu var boðið að flytja erindi í Menntavísindaskóla Harvard (Harvard Graduate School of Education) þar sem hún ræddi um hlutverk og ábyrgð háskóla á tímum endurreisnar efnahagslífs.

Viðskipti innlent

Atlantsolía lækkar olíuna enn

Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu i morgun um tvær krónur á lítrann og hefur þá lækkað olíuna um 12 krónur frá áramótum. Að sögn félagsins hefur styrking krónunnar skapað svigrúm til lækkunar. Ekki hafa borist fregnir af lækkun frá öðrum olíufélögum í morgun.

Viðskipti innlent

Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala.

Viðskipti innlent

Jón Ásgeir: Hefðum betur haldið okkur bara í smásölunni

„Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé.

Viðskipti innlent

Actavis komið á Írlandsmarkað

Actavis hóf starfsemi á Írlandi í vikunni og er gert fyrir að markaðssetja meira en 120 lyf þar í landi á næstu fimm árum. Starfsmenn Actavis á Írlandi verða um 25, auk þeirra 11 sem þar eru fyrir á vegum móðurfélagsins, Actavis Group.

Viðskipti innlent