Viðskipti innlent

Krónan veikist um 2,5 prósent

Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun.

Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka telur að niðurstaða peningastefnunefndar verði sú að lækka vexti um 0,5 prósentustig og vextir verði í kjölfarið 17,5%, en stýrivaxtaákvörðunardagur verður næsta fimmtudag. Þessa niðurstaða var birt í nýrri gengis- og stýrivaxtaspá frá 11. mars síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Cosser hefur enn áhuga á Íslandi

Steve Cosser fjárfestir, sem gerði tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins, er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Oddssyni lögmanni hans. Cosser var á meðal þriggja aðila sem gerðu tilboð í Árvakur, sem rekur Morgunblaðið og mbl.is. Tilboði var hins vegar tekið frá hóp sem Óskar Magnússon lögmaður fór fyrir.

Viðskipti innlent

Færeyjabanki einn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent.

Viðskipti innlent

Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007.

Viðskipti innlent

Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu.

Viðskipti innlent

Byr mun lifa af með hjálp ríkisins

„Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum.

Viðskipti innlent

Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna

Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent.

Viðskipti innlent

Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.

Viðskipti innlent

Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta

Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta

Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli.

Viðskipti innlent

Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní

Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku.

Viðskipti innlent

Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð

Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði.

Viðskipti innlent

Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er

Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%.

Viðskipti innlent