Viðskipti innlent Sakaðir um að stinga undan 30 milljónum króna Tveir karlmenn á sjötugsaldri hafa verið ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framin voru í rekstri einkahlutafélagsins Slitur. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:39 Krónan veikist um 2,5 prósent Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:27 ÍLS leitar að viðskiptavaka í stað Straums Íbúðalánasjóður (ÍLS) leitar nú að viðskiptavaka í stað Straums sem gekk af skaftinu þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í síðustu viku. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:18 Deilt um verðbætur til verktaka hjá Faxaflóahöfnum Deilt var um greiðslu á verðbótum til verktaka í hafnarstjórn Faxaflóahafna á fundi stjórnarinnar fyrir helgina. Stjórnin samþykkti svo að fela hafnarstjóra að ganga til samninga um greiðslu skertra verðbóta vegna þriggja verkefna á vegum hafnarinnar. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:42 Gera ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka telur að niðurstaða peningastefnunefndar verði sú að lækka vexti um 0,5 prósentustig og vextir verði í kjölfarið 17,5%, en stýrivaxtaákvörðunardagur verður næsta fimmtudag. Þessa niðurstaða var birt í nýrri gengis- og stýrivaxtaspá frá 11. mars síðastliðnum. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:14 Straumur selur 50% hlut sinn í Wood & Company Straumur hefur selt 50% hlut sinn í fjárfestingarbankanum Wood & Company. Söluverðið er 10 milljónir evra eða um 1,4 milljarðar kr. Auk þess fær Straumur 30% af hagnaði Wood næstu tvö árin. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:04 Faxaflóahafnir skiluðu 230 milljónum í hagnað í fyrra Ársreikningur Faxaflóahafna sf. var lagður fyrir stjórn félagsins fyrir helgina og samþykktur. Helstu niðurstöðutölur eru að reksturinn eftir fjármagnsliði skilaði hagnaði sem nemur 230.8 milljónum kr. Viðskipti innlent 16.3.2009 11:29 Cosser hefur enn áhuga á Íslandi Steve Cosser fjárfestir, sem gerði tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins, er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Oddssyni lögmanni hans. Cosser var á meðal þriggja aðila sem gerðu tilboð í Árvakur, sem rekur Morgunblaðið og mbl.is. Tilboði var hins vegar tekið frá hóp sem Óskar Magnússon lögmaður fór fyrir. Viðskipti innlent 16.3.2009 10:47 Færeyjabanki einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent. Viðskipti innlent 16.3.2009 10:22 Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrisjóðnum Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:40 Reiknar með að stýrivextir lækki um 1-1,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:32 Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:20 Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Viðskipti innlent 15.3.2009 12:59 Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times. Viðskipti innlent 15.3.2009 10:54 Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu. Viðskipti innlent 14.3.2009 16:30 Byr mun lifa af með hjálp ríkisins „Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum. Viðskipti innlent 13.3.2009 20:17 Útrásarvíkingar þurfa að svara fyrir greiðslukortanotkun Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem fá sent bréf frá Ríkisskattstjóra í næstu viku þar sem þeir eru beðnir um að gera grein fyrir notkun á erlendum kreditkortum hér á landi. Viðskipti innlent 13.3.2009 18:40 Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.3.2009 17:00 Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:40 Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:34 HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:08 Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:45 Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:23 Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:18 Fallið frá ákæru á Baug vegna gjaldþrots Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur Baugi Group í ljósi þess að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 13.3.2009 13:28 Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku. Viðskipti innlent 13.3.2009 13:11 Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:58 Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:27 Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:21 Mikill munur á skráningu krónunnar erlendis og hérlendis Þróun gengis krónu gagnvart evru á erlendum mörkuðum hefur verið talsvert önnur en á innlendum markaði síðustu daga. . Viðskipti innlent 13.3.2009 12:14 « ‹ ›
Sakaðir um að stinga undan 30 milljónum króna Tveir karlmenn á sjötugsaldri hafa verið ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framin voru í rekstri einkahlutafélagsins Slitur. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:39
Krónan veikist um 2,5 prósent Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:27
ÍLS leitar að viðskiptavaka í stað Straums Íbúðalánasjóður (ÍLS) leitar nú að viðskiptavaka í stað Straums sem gekk af skaftinu þegar Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í síðustu viku. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:18
Deilt um verðbætur til verktaka hjá Faxaflóahöfnum Deilt var um greiðslu á verðbótum til verktaka í hafnarstjórn Faxaflóahafna á fundi stjórnarinnar fyrir helgina. Stjórnin samþykkti svo að fela hafnarstjóra að ganga til samninga um greiðslu skertra verðbóta vegna þriggja verkefna á vegum hafnarinnar. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:42
Gera ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka telur að niðurstaða peningastefnunefndar verði sú að lækka vexti um 0,5 prósentustig og vextir verði í kjölfarið 17,5%, en stýrivaxtaákvörðunardagur verður næsta fimmtudag. Þessa niðurstaða var birt í nýrri gengis- og stýrivaxtaspá frá 11. mars síðastliðnum. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:14
Straumur selur 50% hlut sinn í Wood & Company Straumur hefur selt 50% hlut sinn í fjárfestingarbankanum Wood & Company. Söluverðið er 10 milljónir evra eða um 1,4 milljarðar kr. Auk þess fær Straumur 30% af hagnaði Wood næstu tvö árin. Viðskipti innlent 16.3.2009 12:04
Faxaflóahafnir skiluðu 230 milljónum í hagnað í fyrra Ársreikningur Faxaflóahafna sf. var lagður fyrir stjórn félagsins fyrir helgina og samþykktur. Helstu niðurstöðutölur eru að reksturinn eftir fjármagnsliði skilaði hagnaði sem nemur 230.8 milljónum kr. Viðskipti innlent 16.3.2009 11:29
Cosser hefur enn áhuga á Íslandi Steve Cosser fjárfestir, sem gerði tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins, er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Oddssyni lögmanni hans. Cosser var á meðal þriggja aðila sem gerðu tilboð í Árvakur, sem rekur Morgunblaðið og mbl.is. Tilboði var hins vegar tekið frá hóp sem Óskar Magnússon lögmaður fór fyrir. Viðskipti innlent 16.3.2009 10:47
Færeyjabanki einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent. Viðskipti innlent 16.3.2009 10:22
Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrisjóðnum Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:40
Reiknar með að stýrivextir lækki um 1-1,5 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:32
Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. Viðskipti innlent 16.3.2009 09:20
Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Viðskipti innlent 15.3.2009 12:59
Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times. Viðskipti innlent 15.3.2009 10:54
Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu. Viðskipti innlent 14.3.2009 16:30
Byr mun lifa af með hjálp ríkisins „Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum. Viðskipti innlent 13.3.2009 20:17
Útrásarvíkingar þurfa að svara fyrir greiðslukortanotkun Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem fá sent bréf frá Ríkisskattstjóra í næstu viku þar sem þeir eru beðnir um að gera grein fyrir notkun á erlendum kreditkortum hér á landi. Viðskipti innlent 13.3.2009 18:40
Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.3.2009 17:00
Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:40
Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:34
HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr. Viðskipti innlent 13.3.2009 16:08
Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:45
Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:23
Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli. Viðskipti innlent 13.3.2009 14:18
Fallið frá ákæru á Baug vegna gjaldþrots Ákveðið var að falla frá ákærum á hendur Baugi Group í ljósi þess að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 13.3.2009 13:28
Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku. Viðskipti innlent 13.3.2009 13:11
Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:58
Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:27
Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir. Viðskipti innlent 13.3.2009 12:21
Mikill munur á skráningu krónunnar erlendis og hérlendis Þróun gengis krónu gagnvart evru á erlendum mörkuðum hefur verið talsvert önnur en á innlendum markaði síðustu daga. . Viðskipti innlent 13.3.2009 12:14