Viðskipti innlent

Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Viðskipti innlent

SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd

Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun.

Viðskipti innlent

Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs

„Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs.

Viðskipti innlent

Nýr forstjóri hjá Straumi

Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans.

Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann

Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða.

Viðskipti innlent

Sjálftökumenn Íslands léku lausum hala utan laga og réttar

„Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár.“

Viðskipti innlent

Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta

Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn.

Viðskipti innlent

Róm fram yfir Reykjavík

„Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær.

Viðskipti innlent

Heiðar að mestu skilinn við Novator

Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið.

Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum

„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða.

Viðskipti innlent

Ekki veitir af hollráðum

Hjá Háskólaútgáfunni er komin út um margt merkileg bók. Sú heitir „Penny for your thoughts" og er eftir Tobias Nielsén, Dominic Power og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans.

Viðskipti innlent

Dýr leið valin við endurreisn bankanna

Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins.

Viðskipti innlent

Íslensk fyrirmynd

Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu.

Viðskipti innlent

Stuldur þegar eignir gömlu bankanna voru færðar yfir í þá nýju

Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka segir erfitt að selja eignir þar sem erlendir lánadrottnar telji að íslensk stjórnvöld hafi stolið eignum þegar þær voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þetta kom fram í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Agnar sagðist því miður ekki bjartsýnn á að samningar næðust við erlenda lánadrottna.

Viðskipti innlent