Viðskipti innlent Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 19.3.2009 09:06 Stýrivaxtalækkun nokkuð í takt við spár Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila en þó komst hagfræðideild Landsbankans einna næst því að spá fyrir um hækkunina. Viðskipti innlent 19.3.2009 09:04 Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig niður í 17% Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,0 prósentu í 17,0%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. Viðskipti innlent 19.3.2009 08:59 Heildarvaxtagreiðslur ríkissins tæpir 90 milljarðar Vextir af láni Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru aðeins brot af heildarvaxtargreiðslum ríkissjóðs þetta árið. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið skuldar og þarf að greiða í vexti. Viðskipti innlent 18.3.2009 19:00 Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs. Viðskipti innlent 18.3.2009 18:31 SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun. Viðskipti innlent 18.3.2009 17:40 Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra). Viðskipti innlent 18.3.2009 17:34 Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs „Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs. Viðskipti innlent 18.3.2009 16:01 Nýr forstjóri hjá Straumi Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans. Viðskipti innlent 18.3.2009 15:42 Utanríkisráðherra segir nei við fyrirspurn um Icelandic Glacial Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um lánveitingar til Icelandic Glacial með einföldu neii. Viðskipti innlent 18.3.2009 14:00 Mannleg mistök orsök rannsóknar á Íslenska lífeyrissjóðnum Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af frétt þess efnis að Fjármálaráðuneytið hafi skipað umsjónaraðila yfir stjórn sjóðsins. Þar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða að sjóðurinn hafi verið fyrir utan fjárfestingarheimildir sínar. Viðskipti innlent 18.3.2009 13:35 Frjálslyndir vilja 8% lækkun á stýrivöxtum Frjálslyndi flokkurinn vill að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist. Viðskipti innlent 18.3.2009 13:18 Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða. Viðskipti innlent 18.3.2009 12:07 Fundu ekkert athugavert hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun á Frjálsa lífeyrissjóðnum fyrir árið 2008. Skoðunin leiddi ekkert aðfinnsluvert í ljós í fjárfestingum sjóðsins. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:26 Yfirtökuskyldan lækkuð úr 40% og niður í 33% Alþingi hefur samþykkt lög um verðbréfaviðskipti. Ein stærsta breytingin sem gerð er á fyrri löggjöf er að yfirtökuskylda í hlutafélögum er lækkuð úr 40% og niður í 33%. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:09 Skuldir íslenska ríkisins eftir bankahrunið eru viðráðanlegar Skuldir íslenska ríkisins munu aukast mikið nú í bankakreppunni. Reikna má með því að heildarskuldir munu aukast um 420 milljarða kr. í ár af þessum sökum og verða 1.083 milljarða kr. í lok árs. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:01 Sjálftökumenn Íslands léku lausum hala utan laga og réttar „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár.“ Viðskipti innlent 18.3.2009 10:36 Einu viðskiptin með Marel Food Systems í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Fimm viðskipti upp á 23,5 milljónir króna standa á bak við gengislækkunina. Þetta er jafnframt eina hreyfinging á markaðnum í dag. Viðskipti innlent 18.3.2009 10:22 Ekkert óeðlilegt hjá Almenna lífeyrissjóðnum Vegna frétta um rannsóknir á fjárfestingum lífeyrissjóða vill Almenni lífeyrissjóðurinn koma á eftirfarandi framfæri. Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir eignir og fjárfestingar sjóðsins á árinu 2008. Viðskipti innlent 18.3.2009 10:11 Kaupþing lætur Roskildebank líta út eins og fyrirmyndarbanka Danskir fjölmiðlar fjalla töluvert um Evu Joly í dag og hlutverk hennar við að veiða fjármálaskúrka fyrir íslensk stjórnvöld. Af nógu sé að taka því eins og Berlingske Tidende orðar það lætur Kaupþing, eitt og sér, hinn gjaldþrota Roskildebanka líta út eins og íhaldssaman fyrirmyndarbanka. Viðskipti innlent 18.3.2009 09:33 Að meðaltali 8% launahækkun í fyrra Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 8,0% að meðaltali á milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt vísitölu launa, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnnar. Viðskipti innlent 18.3.2009 09:08 Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn. Viðskipti innlent 18.3.2009 08:00 Róm fram yfir Reykjavík „Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Heiðar að mestu skilinn við Novator Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Ekki veitir af hollráðum Hjá Háskólaútgáfunni er komin út um margt merkileg bók. Sú heitir „Penny for your thoughts" og er eftir Tobias Nielsén, Dominic Power og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Dýr leið valin við endurreisn bankanna Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Íslensk fyrirmynd Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01 Stuldur þegar eignir gömlu bankanna voru færðar yfir í þá nýju Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka segir erfitt að selja eignir þar sem erlendir lánadrottnar telji að íslensk stjórnvöld hafi stolið eignum þegar þær voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þetta kom fram í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Agnar sagðist því miður ekki bjartsýnn á að samningar næðust við erlenda lánadrottna. Viðskipti innlent 17.3.2009 22:07 Fyrrum Kaupþingsmaður stofnar ráðgjafafyrirtæki Bjarki H. Diego fyrrum yfirmaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi hefur stofnað félagið Licito ehf. sem er ætlað að veita ráðgjöf og upplýsingagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bjarka var sagt upp störfum hjá Kaupþingi rétt fyrir áramót. Viðskipti innlent 17.3.2009 21:32 « ‹ ›
Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 19.3.2009 09:06
Stýrivaxtalækkun nokkuð í takt við spár Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila en þó komst hagfræðideild Landsbankans einna næst því að spá fyrir um hækkunina. Viðskipti innlent 19.3.2009 09:04
Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig niður í 17% Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,0 prósentu í 17,0%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. Viðskipti innlent 19.3.2009 08:59
Heildarvaxtagreiðslur ríkissins tæpir 90 milljarðar Vextir af láni Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru aðeins brot af heildarvaxtargreiðslum ríkissjóðs þetta árið. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið skuldar og þarf að greiða í vexti. Viðskipti innlent 18.3.2009 19:00
Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs. Viðskipti innlent 18.3.2009 18:31
SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun. Viðskipti innlent 18.3.2009 17:40
Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra). Viðskipti innlent 18.3.2009 17:34
Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs „Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs. Viðskipti innlent 18.3.2009 16:01
Nýr forstjóri hjá Straumi Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans. Viðskipti innlent 18.3.2009 15:42
Utanríkisráðherra segir nei við fyrirspurn um Icelandic Glacial Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um lánveitingar til Icelandic Glacial með einföldu neii. Viðskipti innlent 18.3.2009 14:00
Mannleg mistök orsök rannsóknar á Íslenska lífeyrissjóðnum Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af frétt þess efnis að Fjármálaráðuneytið hafi skipað umsjónaraðila yfir stjórn sjóðsins. Þar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða að sjóðurinn hafi verið fyrir utan fjárfestingarheimildir sínar. Viðskipti innlent 18.3.2009 13:35
Frjálslyndir vilja 8% lækkun á stýrivöxtum Frjálslyndi flokkurinn vill að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist. Viðskipti innlent 18.3.2009 13:18
Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða. Viðskipti innlent 18.3.2009 12:07
Fundu ekkert athugavert hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun á Frjálsa lífeyrissjóðnum fyrir árið 2008. Skoðunin leiddi ekkert aðfinnsluvert í ljós í fjárfestingum sjóðsins. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:26
Yfirtökuskyldan lækkuð úr 40% og niður í 33% Alþingi hefur samþykkt lög um verðbréfaviðskipti. Ein stærsta breytingin sem gerð er á fyrri löggjöf er að yfirtökuskylda í hlutafélögum er lækkuð úr 40% og niður í 33%. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:09
Skuldir íslenska ríkisins eftir bankahrunið eru viðráðanlegar Skuldir íslenska ríkisins munu aukast mikið nú í bankakreppunni. Reikna má með því að heildarskuldir munu aukast um 420 milljarða kr. í ár af þessum sökum og verða 1.083 milljarða kr. í lok árs. Viðskipti innlent 18.3.2009 11:01
Sjálftökumenn Íslands léku lausum hala utan laga og réttar „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár.“ Viðskipti innlent 18.3.2009 10:36
Einu viðskiptin með Marel Food Systems í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Fimm viðskipti upp á 23,5 milljónir króna standa á bak við gengislækkunina. Þetta er jafnframt eina hreyfinging á markaðnum í dag. Viðskipti innlent 18.3.2009 10:22
Ekkert óeðlilegt hjá Almenna lífeyrissjóðnum Vegna frétta um rannsóknir á fjárfestingum lífeyrissjóða vill Almenni lífeyrissjóðurinn koma á eftirfarandi framfæri. Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir eignir og fjárfestingar sjóðsins á árinu 2008. Viðskipti innlent 18.3.2009 10:11
Kaupþing lætur Roskildebank líta út eins og fyrirmyndarbanka Danskir fjölmiðlar fjalla töluvert um Evu Joly í dag og hlutverk hennar við að veiða fjármálaskúrka fyrir íslensk stjórnvöld. Af nógu sé að taka því eins og Berlingske Tidende orðar það lætur Kaupþing, eitt og sér, hinn gjaldþrota Roskildebanka líta út eins og íhaldssaman fyrirmyndarbanka. Viðskipti innlent 18.3.2009 09:33
Að meðaltali 8% launahækkun í fyrra Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 8,0% að meðaltali á milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt vísitölu launa, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnnar. Viðskipti innlent 18.3.2009 09:08
Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn. Viðskipti innlent 18.3.2009 08:00
Róm fram yfir Reykjavík „Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Heiðar að mestu skilinn við Novator Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Ekki veitir af hollráðum Hjá Háskólaútgáfunni er komin út um margt merkileg bók. Sú heitir „Penny for your thoughts" og er eftir Tobias Nielsén, Dominic Power og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Dýr leið valin við endurreisn bankanna Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Íslensk fyrirmynd Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu. Viðskipti innlent 18.3.2009 00:01
Stuldur þegar eignir gömlu bankanna voru færðar yfir í þá nýju Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka segir erfitt að selja eignir þar sem erlendir lánadrottnar telji að íslensk stjórnvöld hafi stolið eignum þegar þær voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þetta kom fram í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Agnar sagðist því miður ekki bjartsýnn á að samningar næðust við erlenda lánadrottna. Viðskipti innlent 17.3.2009 22:07
Fyrrum Kaupþingsmaður stofnar ráðgjafafyrirtæki Bjarki H. Diego fyrrum yfirmaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi hefur stofnað félagið Licito ehf. sem er ætlað að veita ráðgjöf og upplýsingagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bjarka var sagt upp störfum hjá Kaupþingi rétt fyrir áramót. Viðskipti innlent 17.3.2009 21:32