Sjálftökumenn Íslands léku lausum hala utan laga og réttar 18. mars 2009 10:36 „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár." Þetta segir m.a. í leiðara blaðsins Tíund sem gefið er út af embætti Ríkisskattstjóra og kemur út í dag. Það eru þeir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri sem skrifa leiðarann. Þeir Skúli og Ingvar segja að um langt skeið hafa skattyfirvöld barist fyrir auknu gagnsæi í skattskilum. Þar er afhending bankaupplýsinga gríðarlega mikilvægur þáttur. Samanburður skattframkvæmdar hér við nágrannaríki hefur sýnt að skattyfirvöld hér hafa búið við mun lakari starfsskilyrði hvað varðar heimildir til að fá þessar upplýsingar afhentar undanbragðalaust. Fram kemur að í skjóli bankaleyndar hafi hér á síðustu árum bæst við leyndin um eignir skráðar í aflandsríkjum. „Virðast íslenskir bankar ekki hafa dregið af sér við þá iðju og sveipað félög íslendinga þar leynd um eignarhald. Þótt það fyrirbrigði sé vissulega ekki séríslensk uppgötvun er þó ljóst að ýmsir íslendingar hafa þar ekki verið aftarlega á merinni. Greining ríkisskattstjóra á eignarhaldi sýnir að leyndin um eignarhald og eigendur félaga skráðra í aflandsríkjum er vandamál sem brýnt er að taka á af festu," segir í leiðaranum. „Skattyfirvöld hafa um langt skeið varað við þessari þróun enda hefur við meðferð málefna félaga sem skráð eru í aflandsríkjum gengið erfiðlega að afla upplýsinga svo sem hvert sé raunverulegt eignarhald þeirra. Jafnan er því óðara borið við þegar eignarhald fer yfir landamæri að dótturfélögum hlutaðeigandi fjármálastofnunar sé óheimilt að gefa svör sakir löggjafar ytra... ...Það hefur fylgt mannkyninu frá upphafi að lundarfar sumra hefur fremur staðið til að hafa rangt við og pretta ýmist náungann eða samfélagið í heild. Almennt hefur þetta verið lágkúruleg sjálftaka og á stundum gengið svo langt að nánast hafi verið andstætt eðli viðkomandi að standa skil á réttu skattframlagi. Eins og þjóðin hefur verið að upplifa og sér reyndar ekki fyrir endann á, þá hafa menn gerst djarfir við að verða sér út um fjármuni með uppkaupum og endursölu sömu fyrirtækjanna. Froða sú sem blásin var upp hefur síðan iðulega verið nýtt til veðsetninga og þannig hafa einstakir menn komist yfir ótrúlega fjármuni, sem á stundum hafa verið fluttir úr landi fyrir milligöngu og í skjóli hinnar upphöfnu bankaleyndar. Svo virðist að sjaldnast hafi þessu fé verið ætlað að koma til skattlagningar enda munaði væntanlega um hvert skattprósentið, þegar fjárhæðir eru slíkar að þeim yrði ekki komið í lóg á heilli mannsævi. Skattyfirvöld hafa ítrekað bent á að skattalög verða að vera það virkt tæki að þau geti skilað sömu niðurstöðu gagnvart skattlagningu allra tekna..." Í lok leiðarans segir svo: „Við blasir að ef eigi endurheimtast faldar tekjur og eignir úr skattaskjólum og ef á skortir að eignir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröfum munu þeir sem enga ábyrgð báru á því hruni sem hér er orðið - almenningur allur og hefðbundinn atvinnurekstur landsmanna - þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirrar afdrifaríku meðferðar fjármuna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkrum tugum manna sem flestir höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár." Þetta segir m.a. í leiðara blaðsins Tíund sem gefið er út af embætti Ríkisskattstjóra og kemur út í dag. Það eru þeir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri sem skrifa leiðarann. Þeir Skúli og Ingvar segja að um langt skeið hafa skattyfirvöld barist fyrir auknu gagnsæi í skattskilum. Þar er afhending bankaupplýsinga gríðarlega mikilvægur þáttur. Samanburður skattframkvæmdar hér við nágrannaríki hefur sýnt að skattyfirvöld hér hafa búið við mun lakari starfsskilyrði hvað varðar heimildir til að fá þessar upplýsingar afhentar undanbragðalaust. Fram kemur að í skjóli bankaleyndar hafi hér á síðustu árum bæst við leyndin um eignir skráðar í aflandsríkjum. „Virðast íslenskir bankar ekki hafa dregið af sér við þá iðju og sveipað félög íslendinga þar leynd um eignarhald. Þótt það fyrirbrigði sé vissulega ekki séríslensk uppgötvun er þó ljóst að ýmsir íslendingar hafa þar ekki verið aftarlega á merinni. Greining ríkisskattstjóra á eignarhaldi sýnir að leyndin um eignarhald og eigendur félaga skráðra í aflandsríkjum er vandamál sem brýnt er að taka á af festu," segir í leiðaranum. „Skattyfirvöld hafa um langt skeið varað við þessari þróun enda hefur við meðferð málefna félaga sem skráð eru í aflandsríkjum gengið erfiðlega að afla upplýsinga svo sem hvert sé raunverulegt eignarhald þeirra. Jafnan er því óðara borið við þegar eignarhald fer yfir landamæri að dótturfélögum hlutaðeigandi fjármálastofnunar sé óheimilt að gefa svör sakir löggjafar ytra... ...Það hefur fylgt mannkyninu frá upphafi að lundarfar sumra hefur fremur staðið til að hafa rangt við og pretta ýmist náungann eða samfélagið í heild. Almennt hefur þetta verið lágkúruleg sjálftaka og á stundum gengið svo langt að nánast hafi verið andstætt eðli viðkomandi að standa skil á réttu skattframlagi. Eins og þjóðin hefur verið að upplifa og sér reyndar ekki fyrir endann á, þá hafa menn gerst djarfir við að verða sér út um fjármuni með uppkaupum og endursölu sömu fyrirtækjanna. Froða sú sem blásin var upp hefur síðan iðulega verið nýtt til veðsetninga og þannig hafa einstakir menn komist yfir ótrúlega fjármuni, sem á stundum hafa verið fluttir úr landi fyrir milligöngu og í skjóli hinnar upphöfnu bankaleyndar. Svo virðist að sjaldnast hafi þessu fé verið ætlað að koma til skattlagningar enda munaði væntanlega um hvert skattprósentið, þegar fjárhæðir eru slíkar að þeim yrði ekki komið í lóg á heilli mannsævi. Skattyfirvöld hafa ítrekað bent á að skattalög verða að vera það virkt tæki að þau geti skilað sömu niðurstöðu gagnvart skattlagningu allra tekna..." Í lok leiðarans segir svo: „Við blasir að ef eigi endurheimtast faldar tekjur og eignir úr skattaskjólum og ef á skortir að eignir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröfum munu þeir sem enga ábyrgð báru á því hruni sem hér er orðið - almenningur allur og hefðbundinn atvinnurekstur landsmanna - þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirrar afdrifaríku meðferðar fjármuna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkrum tugum manna sem flestir höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira