Viðskipti innlent Helmingur stærstu fyrirtækja landsins ráða í ný störf Rúmlega helmingur stærstu fyrirtækja landsins ætlar að ráða í ný störf á þessu ári. Þetta kemur fram í könnun Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að nokkur hreyfing sé vinnumarkaði um þessar mundir og um 400 störf í boði. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:24 Gylfi lokar NASDAQ markaðnum Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, munu loka NASDAQ markaðnum við hátíðlega athöfn í dag að NASDAQ MarketSite sem er á Times Square í hjarta í New York. Athöfnin hefst klukkan 15:45 að bandarískum tíma eða klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Viðskipti innlent 7.4.2009 09:35 Yfirtökutilboð Ágúst og Lýðs lækkað Fjármálaeftirlitið hefur lækkað lágmarksverð í yfirtökutilboði félagsins BBR ehf, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, í Exista. Félagið var skylt til þess að taka yfir Exista ehf en þá var verðið 4,62 á hlut. Nú er það 0,02 á hlut. Viðskipti innlent 6.4.2009 17:40 Rólegt í Kauphöllinni Lítið var um viðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Einungis voru gerð viðskipti með fimm af þeim sautján félögum sem eftir eru í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 6.4.2009 16:29 Hudson í HR og á fundi Framsóknar Michael Hudson, rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskólann í Missouri, heldur fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík í hádeginu á morgun. Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að í fyrirlestrinum lýsi dr. Hudson í stuttu máli skoðun sinni á erlendri skuldastöðu Íslands, aðdraganda og valkostum við úrlausn hennar, þ.m.t. aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu. Viðskipti innlent 6.4.2009 16:10 Engir fjármunir færðir frá Spron yfir í Nýja Kaupþing Í ljósi umræðu í fjölmiðlum í dag vill Nýja Kaupþing árétta að í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur SPRON fóru stjórnvöld þess á leit við Nýja Kaupþing að allar innstæður fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is færðust yfir til bankans. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþing segir að meginmarkmið stjórnvalda með þessu hafi verið að tryggja aðgengi fyrrum viðskiptavina SPRON að innstæðum sínum enda eru allar innstæður tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkistjórnarinnar. Viðskipti innlent 6.4.2009 15:49 Landsbankinn boðar til blaðamannafundar Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálffimm dag í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. Á fundinum verður Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, með stutta kynningu. Í tilkynningu frá bankanum kemur ekki fram hvert tilefni fundarsins er. Viðskipti innlent 6.4.2009 15:01 Síðasti áfanginn í greiðslustöðvun Stoða - heimilað að leita samninga Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í dag Stoðum heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að um sé að ræða seinasta áfangann í greiðslustöðvunarferli Stoða. Viðskipti innlent 6.4.2009 14:49 Reynt að leysa jöklabréfavandann Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig leysa eigi jöklabréfavandann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sig upp á móti þeim hugmyndum. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:47 Kaupin á Spron í uppnámi vegna Nýja Kaupþings Samkomulagið um kaup MP banka á útibúaneti Spron fyrir 800 milljónir króna er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:34 Greining Íslandsbanka spáir vaxtalækkun upp á 1 prósentustig Greining Íslandsbanka spáir því í morgunkorni sínu að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að lækka stýrivexti á miðvikudag um eitt prósentustig. Um er að ræða aukavaxtaákvörðunardag en vegna óvissu um horfur í hagkerfinu og samspil vaxta og gengis taldi nefndin á síðasta fundi sínum rétt að fjölga vaxtaákvörðunarfundum sínum. „Verður vaxtaákvörðun því í fyrstu viku hvers mánaðar frá apríl til júlí og í annarri viku ágústmánaðar," segir í morgunkorninu. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:00 Engar viðræður við AGS um upptöku evru Stjórnvöld hafa ekki átt í viðræðum við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um einhliða upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag þegar að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í trúnaðarskýrslu sem breska dagblaðið Financial Times komst yfir. Viðskipti innlent 6.4.2009 10:59 Gengi Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur í 41,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í aprílok 2004. Viðskipti innlent 6.4.2009 10:19 Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í bili og hafa fjárfestingasjóðir í Evrópu beint sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Romaine, ristjóri breska tímaritsins Unquote. Viðskipti innlent 4.4.2009 08:30 Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í gær. Þetta er í samræmi við spár. Viðskipti innlent 4.4.2009 06:30 Jákvæð vöruskipti Vöruskipti voru jákvæð um 8,3 milljarða króna í mars, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings nam 34,9 milljörðum króna á óbreyttu gengi í mánuðinum en verðmæti innflutnings 26,6 milljörðum króna á sama tíma. Viðskipti innlent 4.4.2009 04:30 Eik tapaði 31,6 milljónum Eik fasteignafélag tapaði 31,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,7 milljarða króna hagnað í hittiðfyrra. Í uppgjöri félagsins kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Viðskipti innlent 4.4.2009 04:00 Opnun útibúa SPRON frestast MP Banki mun ekki geta opnað á ný þrjú útibú SPRON á mánudag eftir helgi eins og stefnt var að þegar gengið var frá samkomulagi við skilanefnd SPRON um kaup MP Banka á Netbankanum og útibúaneti SPRON. Ekki er hægt að tilgreina nýja opnunar dagsetningu á þessari stundu. Viðskipti innlent 3.4.2009 21:01 Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum króna fyrir skatta í fyrra. Afkoma sjóðsins var neikvæð um 17.042 milljónir króna að teknu tilliti til tekjuskatts. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins er 7,06%. Afkoma Sparisjóðsins fyrir skatta var neikvæð um 19.064 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu á vef Kauphallarinnar að tap Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins og varúðarniðurfærslu á útistandandi kröfum. Viðskipti innlent 3.4.2009 20:05 Úrræðum beitt gegn fyrirtækjum sem skila ekki ársreikningum Ársreikningaskrá undirbýr kæru til skattrannsóknarstjóra vegna málefna BM Vallár og annarra félaga sem ekki hafa skilað ársreikningum til opinberrar birtingar svo árum skipti. Á sama tíma er BM Vallá að hefja mál gegn ársreikningaskrá. Viðskipti innlent 3.4.2009 18:54 Nýi Kaupþingsbankinn sakaður um sóðaleg vinnubrögð Mikil óánægja er meðal kröfuhafa Pennans eftir að fyrirtækið var sett í gjaldþrotameðferð í gær að kröfu Nýja Kaupþings. Bankinn keypti rekstur fyrirtækisins og stofnaði í kringum hann nýja kennitölu. Kröfuhafar saka bankann um kennitöluflakk og sóðaleg vinnubrögð. Viðskipti innlent 3.4.2009 18:42 Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sjálfstæðan rekstur Almenni lífeyrissjóðurinn mun hefja sjálfstæðan rekstur þann 1. maí 2009 en sjóðurinn var áður með rekstrarsamning við Íslandsbanka hf. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins, að fram kemur í tilkynningu. Viðskipti innlent 3.4.2009 17:36 Kaupþing yfirtekur Sparisjóð Mýrasýslu Sparisjóður Mýrasýslu hefur samið við stærstu lánadrottna sína og gert samning við Nýja Kaupþing um að bankinn kaupi allar eignir sparisjóðsins. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið gert til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini sjóðsins og með hagsmuni samfélagsins í huga. Viðskipti innlent 3.4.2009 17:15 Innlán Straums færð til Íslandsbanka Íslandsbanki hf. hefur yfirtekið skuldbindingar Straums vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á Íslandi. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:47 Rannsóknarnefndin: 100 stærstu viðskiptavinir með helming lánanna Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:42 Century Aluminium upp um 41% í dag Century Aluminium tók mikið stökk í kauphöllinni í dag og hækkaði um 41%. Annars var markaðurinn á neikvæðu nótunum, úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og stendur í 215 stigum. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:37 Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sjálfstæðan rekstur Almenni lífeyrissjóðurinn mun hefja sjálfstæðan rekstur þann 1. maí 2009 en sjóðurinn var áður með rekstrarsamning við Íslandsbanka hf. Viðskipti innlent 3.4.2009 15:38 Rekstur Eik gekk vel í fyrra þrátt fyrir erfið skilyrði Rekstur Eik fasteignafélags gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir mjög erfið skilyrði og mikil umbrot í íslensku fjármálaumhverfi. Tap af rekstrinum nam rúmlega 36 milljónum kr. Viðskipti innlent 3.4.2009 15:05 Stoðir óska eftir heimild til nauðasamninga Stoðir hafa óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Viðskipti innlent 3.4.2009 13:58 Sjö tilkynningar um hópuppsagnir bárust í mars Í mars bárust Vinnumálastofnun 7 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 357 einstaklingum. Viðskipti innlent 3.4.2009 13:25 « ‹ ›
Helmingur stærstu fyrirtækja landsins ráða í ný störf Rúmlega helmingur stærstu fyrirtækja landsins ætlar að ráða í ný störf á þessu ári. Þetta kemur fram í könnun Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að nokkur hreyfing sé vinnumarkaði um þessar mundir og um 400 störf í boði. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:24
Gylfi lokar NASDAQ markaðnum Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, munu loka NASDAQ markaðnum við hátíðlega athöfn í dag að NASDAQ MarketSite sem er á Times Square í hjarta í New York. Athöfnin hefst klukkan 15:45 að bandarískum tíma eða klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Viðskipti innlent 7.4.2009 09:35
Yfirtökutilboð Ágúst og Lýðs lækkað Fjármálaeftirlitið hefur lækkað lágmarksverð í yfirtökutilboði félagsins BBR ehf, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, í Exista. Félagið var skylt til þess að taka yfir Exista ehf en þá var verðið 4,62 á hlut. Nú er það 0,02 á hlut. Viðskipti innlent 6.4.2009 17:40
Rólegt í Kauphöllinni Lítið var um viðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Einungis voru gerð viðskipti með fimm af þeim sautján félögum sem eftir eru í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 6.4.2009 16:29
Hudson í HR og á fundi Framsóknar Michael Hudson, rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskólann í Missouri, heldur fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík í hádeginu á morgun. Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að í fyrirlestrinum lýsi dr. Hudson í stuttu máli skoðun sinni á erlendri skuldastöðu Íslands, aðdraganda og valkostum við úrlausn hennar, þ.m.t. aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu. Viðskipti innlent 6.4.2009 16:10
Engir fjármunir færðir frá Spron yfir í Nýja Kaupþing Í ljósi umræðu í fjölmiðlum í dag vill Nýja Kaupþing árétta að í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur SPRON fóru stjórnvöld þess á leit við Nýja Kaupþing að allar innstæður fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is færðust yfir til bankans. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþing segir að meginmarkmið stjórnvalda með þessu hafi verið að tryggja aðgengi fyrrum viðskiptavina SPRON að innstæðum sínum enda eru allar innstæður tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkistjórnarinnar. Viðskipti innlent 6.4.2009 15:49
Landsbankinn boðar til blaðamannafundar Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálffimm dag í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. Á fundinum verður Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, með stutta kynningu. Í tilkynningu frá bankanum kemur ekki fram hvert tilefni fundarsins er. Viðskipti innlent 6.4.2009 15:01
Síðasti áfanginn í greiðslustöðvun Stoða - heimilað að leita samninga Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í dag Stoðum heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að um sé að ræða seinasta áfangann í greiðslustöðvunarferli Stoða. Viðskipti innlent 6.4.2009 14:49
Reynt að leysa jöklabréfavandann Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig leysa eigi jöklabréfavandann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sig upp á móti þeim hugmyndum. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:47
Kaupin á Spron í uppnámi vegna Nýja Kaupþings Samkomulagið um kaup MP banka á útibúaneti Spron fyrir 800 milljónir króna er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:34
Greining Íslandsbanka spáir vaxtalækkun upp á 1 prósentustig Greining Íslandsbanka spáir því í morgunkorni sínu að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að lækka stýrivexti á miðvikudag um eitt prósentustig. Um er að ræða aukavaxtaákvörðunardag en vegna óvissu um horfur í hagkerfinu og samspil vaxta og gengis taldi nefndin á síðasta fundi sínum rétt að fjölga vaxtaákvörðunarfundum sínum. „Verður vaxtaákvörðun því í fyrstu viku hvers mánaðar frá apríl til júlí og í annarri viku ágústmánaðar," segir í morgunkorninu. Viðskipti innlent 6.4.2009 12:00
Engar viðræður við AGS um upptöku evru Stjórnvöld hafa ekki átt í viðræðum við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um einhliða upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag þegar að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í trúnaðarskýrslu sem breska dagblaðið Financial Times komst yfir. Viðskipti innlent 6.4.2009 10:59
Gengi Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur í 41,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í aprílok 2004. Viðskipti innlent 6.4.2009 10:19
Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í bili og hafa fjárfestingasjóðir í Evrópu beint sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Romaine, ristjóri breska tímaritsins Unquote. Viðskipti innlent 4.4.2009 08:30
Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í gær. Þetta er í samræmi við spár. Viðskipti innlent 4.4.2009 06:30
Jákvæð vöruskipti Vöruskipti voru jákvæð um 8,3 milljarða króna í mars, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings nam 34,9 milljörðum króna á óbreyttu gengi í mánuðinum en verðmæti innflutnings 26,6 milljörðum króna á sama tíma. Viðskipti innlent 4.4.2009 04:30
Eik tapaði 31,6 milljónum Eik fasteignafélag tapaði 31,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,7 milljarða króna hagnað í hittiðfyrra. Í uppgjöri félagsins kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Viðskipti innlent 4.4.2009 04:00
Opnun útibúa SPRON frestast MP Banki mun ekki geta opnað á ný þrjú útibú SPRON á mánudag eftir helgi eins og stefnt var að þegar gengið var frá samkomulagi við skilanefnd SPRON um kaup MP Banka á Netbankanum og útibúaneti SPRON. Ekki er hægt að tilgreina nýja opnunar dagsetningu á þessari stundu. Viðskipti innlent 3.4.2009 21:01
Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum króna fyrir skatta í fyrra. Afkoma sjóðsins var neikvæð um 17.042 milljónir króna að teknu tilliti til tekjuskatts. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins er 7,06%. Afkoma Sparisjóðsins fyrir skatta var neikvæð um 19.064 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu á vef Kauphallarinnar að tap Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins og varúðarniðurfærslu á útistandandi kröfum. Viðskipti innlent 3.4.2009 20:05
Úrræðum beitt gegn fyrirtækjum sem skila ekki ársreikningum Ársreikningaskrá undirbýr kæru til skattrannsóknarstjóra vegna málefna BM Vallár og annarra félaga sem ekki hafa skilað ársreikningum til opinberrar birtingar svo árum skipti. Á sama tíma er BM Vallá að hefja mál gegn ársreikningaskrá. Viðskipti innlent 3.4.2009 18:54
Nýi Kaupþingsbankinn sakaður um sóðaleg vinnubrögð Mikil óánægja er meðal kröfuhafa Pennans eftir að fyrirtækið var sett í gjaldþrotameðferð í gær að kröfu Nýja Kaupþings. Bankinn keypti rekstur fyrirtækisins og stofnaði í kringum hann nýja kennitölu. Kröfuhafar saka bankann um kennitöluflakk og sóðaleg vinnubrögð. Viðskipti innlent 3.4.2009 18:42
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sjálfstæðan rekstur Almenni lífeyrissjóðurinn mun hefja sjálfstæðan rekstur þann 1. maí 2009 en sjóðurinn var áður með rekstrarsamning við Íslandsbanka hf. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins, að fram kemur í tilkynningu. Viðskipti innlent 3.4.2009 17:36
Kaupþing yfirtekur Sparisjóð Mýrasýslu Sparisjóður Mýrasýslu hefur samið við stærstu lánadrottna sína og gert samning við Nýja Kaupþing um að bankinn kaupi allar eignir sparisjóðsins. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið gert til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini sjóðsins og með hagsmuni samfélagsins í huga. Viðskipti innlent 3.4.2009 17:15
Innlán Straums færð til Íslandsbanka Íslandsbanki hf. hefur yfirtekið skuldbindingar Straums vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á Íslandi. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:47
Rannsóknarnefndin: 100 stærstu viðskiptavinir með helming lánanna Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:42
Century Aluminium upp um 41% í dag Century Aluminium tók mikið stökk í kauphöllinni í dag og hækkaði um 41%. Annars var markaðurinn á neikvæðu nótunum, úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og stendur í 215 stigum. Viðskipti innlent 3.4.2009 16:37
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sjálfstæðan rekstur Almenni lífeyrissjóðurinn mun hefja sjálfstæðan rekstur þann 1. maí 2009 en sjóðurinn var áður með rekstrarsamning við Íslandsbanka hf. Viðskipti innlent 3.4.2009 15:38
Rekstur Eik gekk vel í fyrra þrátt fyrir erfið skilyrði Rekstur Eik fasteignafélags gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir mjög erfið skilyrði og mikil umbrot í íslensku fjármálaumhverfi. Tap af rekstrinum nam rúmlega 36 milljónum kr. Viðskipti innlent 3.4.2009 15:05
Stoðir óska eftir heimild til nauðasamninga Stoðir hafa óskað eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Viðskipti innlent 3.4.2009 13:58
Sjö tilkynningar um hópuppsagnir bárust í mars Í mars bárust Vinnumálastofnun 7 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 357 einstaklingum. Viðskipti innlent 3.4.2009 13:25