Viðskipti innlent

Stýrivaxtalækkun háð aðgerðum í ríkisfjármálum

Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku, er að finna setningu sem greining Kaupþings telur afgerandi við næstu stýrivaxtaákvörðun. Setningin hljóðar svo: „Lækkun stýrivaxta getur þó aðeins komið til hafi trúverðug áætlun um aðgerðir stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna litið dagsins ljós.“

Viðskipti innlent

Þrjátíu skattsvikamál til skattrannsóknarstjóra

Ríkisskattstjóri mun á næstu dögum senda um þrjátíu mál til skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum kreditkortum hér á landi. Grunur leikur á að um refsiverð brot sé að ræða en áberandi menn í viðskiptalífinu eru meðal þeirra sem notuðu kreditkortin.

Viðskipti innlent

Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar

Húsleit var gerð í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar í Miðhrauni á Snæfellsnesi í tengslum við rannsókn á kaupum Al Thani á hlut í Kaupþingi. Þá var einnig gerð húsleit á heimili Ólafs og tveimur fyrirtækjum í hans eigu.

Viðskipti innlent

Mikil leynd yfir rannsókninni á Al Thani kaupunum

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari um bankahrunið segir að rannsókn á kaupum sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi hafi ekki hafist með húsleitum á föstudaginn. Rannsóknin hafi staðið lengi yfir og slóð peninga sé ekki svo auðveldlega afmáð. Hann vill lítið gefa upp um næstu skref sem hann segir geta skaðað rannsóknina. Hann segir þó að á næstu dögum verði ákveðið hvort gögnum verði skilað aftur eða þau haldlögð í lengri tíma.

Viðskipti innlent

Segja rangfærslur í frétt Telegraph

Í breska blaðinu Telegraph í morgun er fullyrt að 10 eignarhaldsfélög standi á bak við 80% af lánasafni sjóðsins. Sannleikurinn er sá að 10 stærstu viðskiptavinir Byrs eru með um 10% af heildarútlánum sjóðsins skv. endurskoðuðu ársuppgjöri vegna ársins 2008.

Viðskipti innlent

Búist við að fleiri fái stöðu grunaðra

Úttekt á kaupum Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi er að finna í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers um starfsemi bankans. Fjármálaeftirlitið hafði málið á sínu borði í tæpt hálft ár. Búist er við að fleiri heldur en færri muni fá stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupunum.

Viðskipti innlent

Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans mun kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón. Glæfraleikur fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans mun því verða stærsti einstaki skellurinn sem lendir á íslenskum skattgreiðendum, líklega tvöfalt stærri en Icesave segir höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

Viðskipti innlent

Ekki búið að yfirheyra Ólaf Ólafsson

Húsleit fór fram á heimilum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og í bankanum á vegum sérstaks sakskóknara í tengslum við rannsókn á kaupum eignarhaldsfélags sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson, sem var um tíma annar stærsti eigandi Kaupþings og hafði milligöngu um viðskiptin, hefur ekki verið yfirheyrður.

Viðskipti innlent

Húsleit hjá Samskipum

Einn af þeim 12 stöðum sem Sérstakur saksóknari gerði húsleit á í dag og á þriðjudag er Samskip, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá greinir RÚV frá því að annað félagið sé Kjalar, en fréttastofa hefur ekki fengið það staðfest. Bæði félögin eru tengd Ólafi Ólafssyni fjárfesti.

Viðskipti innlent

Rannsóknin snýr að 25 milljarða kaupum Al-Thani

Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan.

Viðskipti innlent

Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Viðskipti innlent

Skipað að nýju í stjórnir Portusar og Situsar

Austurhöfn-TR, sem er félag í eigu ríkis og borgar um byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn, hefur í samráði við eigendur sína skipað nýjar stjórnir í eignarhaldsfélaginu Portusi og systurfélagi þess, Situsi, sem orðin eru dótturfélög Austurhafnar-TR eftir að félagið yfirtók verkefnið.

Viðskipti innlent

Munur á gengi krónunnar innan- og utanlands hefur minnkað

Munurinn á gengi íslensku krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði og aflandsmarkaði hefur minnkað aftur eftir að hafa aukist fyrstu mánuði ársins og voru viðskipti með krónuna á genginu 200-201 gagnvart evru á aflandsmarkaðinum, eða á u.þ.b. 23% lægra gengi en á innlendum gjaldeyrismarkaði.

Viðskipti innlent