Viðskipti innlent

Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group

Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn.

Viðskipti innlent

Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða

Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár.

Viðskipti innlent

Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar

Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann.

Viðskipti innlent

Teymi fagnar málalyktum

Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Viðskipti innlent

Teymi sektað um 70 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali.

Viðskipti innlent

Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200%

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu.

Viðskipti innlent

Mest velta með bréf Marels

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti

„Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“

Viðskipti innlent

Stýrivextir hættir að stýra

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“

Viðskipti innlent

Eimskip fær heimild til nauðasamnings

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að veita Eimskip heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt frumvarpi félagsins. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009.

Viðskipti innlent