Viðskipti innlent Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn. Viðskipti innlent 3.7.2009 19:09 Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times. Viðskipti innlent 3.7.2009 17:34 Össur hækkaði um 1,3% í dag Össur hækkaði um 1,31% í Kauphöll Íslands í dag eftir lækkun í gær. Viðskipti innlent 3.7.2009 17:06 Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár. Viðskipti innlent 3.7.2009 15:00 Mun færri farþegar um Keflavíkurflugvöll Samtals komu 310 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júní 2009 borið saman við 427 þúsund farþega í janúar-júní 2008. Viðskipti innlent 3.7.2009 14:57 Landsframleiðslan dróst saman um 3,6% Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%. Viðskipti innlent 3.7.2009 13:50 Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann. Viðskipti innlent 3.7.2009 13:37 Teymi fagnar málalyktum Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Viðskipti innlent 3.7.2009 12:42 Teymi sektað um 70 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. Viðskipti innlent 3.7.2009 11:51 Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200% Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 3.7.2009 11:03 Norræn ofurtölvusetur á Íslandi til skoðunar Þrjár norrænar stofnanir íhuga nú að koma á fót samnorrænum ofurtölvusetrum á Íslandi. Það er einkum hagstætt raforkuverð sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir setrið að því er segir í grein um málið í Teknisk Ukeblad í Noregi. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:47 AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:36 Fjöldi gistinótta á hótelum í maí svipaður og í fyrra Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 117.000 en voru 117.900 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á Norðurlandi, en í öðrum landshlutum fækkaði þeim milli ára. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:10 Ísland í fimmta efsta sæti yfir þjóðir taldar í gjaldþrotshættu Ísland er í fimmta efsta sæti af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hætti á að lenda í gjaldþroti. Þetta kemur fram í nýbirtum lista CMA, markaðsfyrirtækis í London sem heldur utan um skuldatryggingaviðskipti heimsins. Viðskipti innlent 3.7.2009 08:55 Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil. Viðskipti innlent 3.7.2009 08:34 Mest velta með bréf Marels Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%. Viðskipti innlent 2.7.2009 16:43 Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. Viðskipti innlent 2.7.2009 16:04 Viðsnúningur ríkissjóðs orðinn 72 milljarðar til hins verra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 2.7.2009 14:27 Hlutabréf Eimskips tekin úr viðskiptum í dag Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Eimskips (HFEIM) um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:59 Telur Peningastefnunefnd oftúlka verðbólguálag „Seðlabankamenn virðast horfa nokkuð í hækkandi verðbólguálag á markaði og hafa af því áhyggjur að væntingar markaðarins standi nú til meiri verðbólgu til meðallangs tíma en áður. Við teljum þetta oftúlkun.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 12:41 Samkeppniseftirlitið bannar tilboð Símans Samkeppniseftirlitið hefur í dag lagt bann til bráðabirgða við tilboði Símans sem kallast „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“ á meðan rannsókn eftirlitsins á kæru Nova vegna tilboðsins stendur yfir. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:27 Fitch lýkur brátt endurskoðun á lánshæfi ríkissjóðs Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mun ljúka endurskoðun sinni á lánshæfi ríkisjóðs um miðjan þennan mánuð, segir Paul Rawkins sérfræðingur hjá Fitch í viðtali við Reuters fréttastofuna. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:10 Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti „Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 11:15 SA telur hugmyndir um kolefnisskatt vanhugsaðar Samtök atvinnulífsins (SA) segja að hugmyndir fjármálaráðuneytisins um að leggja á sérstakan kolefnisskatt séu vanhugsaðar og munu hafa lítil sem engin áhrif á útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 2.7.2009 10:53 Stýrivextir hættir að stýra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 10:37 Eimskip fær heimild til nauðasamnings Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að veita Eimskip heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt frumvarpi félagsins. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:49 Höfnun Icesave setur AGS samkomulagið í uppnám Ekki er hægt að skilja orð Franek Rozwadowski fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samtali við Bloomberg öðruvísi en svo að ef alþingi hafnar Icesave-samningnum sé samkomulag Íslands við AGS þar með komið í uppnám. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:39 Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:07 Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:01 Úrvalsvísitalan hækkar milli fjórðunga í fyrsta sinn síðan 2007 Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 21,3% á öðrum ársfjórðungi en líta þarf til baka til 2. ársfjórðungs 2007 til að sjá síðast hækkun milli ársfjórðunga. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úrvalsvísitalan um nærri 40% þannig að á fyrri árshelmingi lækkaði hún um fjórðung. Viðskipti innlent 2.7.2009 08:53 « ‹ ›
Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn. Viðskipti innlent 3.7.2009 19:09
Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times. Viðskipti innlent 3.7.2009 17:34
Össur hækkaði um 1,3% í dag Össur hækkaði um 1,31% í Kauphöll Íslands í dag eftir lækkun í gær. Viðskipti innlent 3.7.2009 17:06
Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár. Viðskipti innlent 3.7.2009 15:00
Mun færri farþegar um Keflavíkurflugvöll Samtals komu 310 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júní 2009 borið saman við 427 þúsund farþega í janúar-júní 2008. Viðskipti innlent 3.7.2009 14:57
Landsframleiðslan dróst saman um 3,6% Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%. Viðskipti innlent 3.7.2009 13:50
Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann. Viðskipti innlent 3.7.2009 13:37
Teymi fagnar málalyktum Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Viðskipti innlent 3.7.2009 12:42
Teymi sektað um 70 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. Viðskipti innlent 3.7.2009 11:51
Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200% Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 3.7.2009 11:03
Norræn ofurtölvusetur á Íslandi til skoðunar Þrjár norrænar stofnanir íhuga nú að koma á fót samnorrænum ofurtölvusetrum á Íslandi. Það er einkum hagstætt raforkuverð sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir setrið að því er segir í grein um málið í Teknisk Ukeblad í Noregi. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:47
AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:36
Fjöldi gistinótta á hótelum í maí svipaður og í fyrra Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 117.000 en voru 117.900 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á Norðurlandi, en í öðrum landshlutum fækkaði þeim milli ára. Viðskipti innlent 3.7.2009 09:10
Ísland í fimmta efsta sæti yfir þjóðir taldar í gjaldþrotshættu Ísland er í fimmta efsta sæti af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hætti á að lenda í gjaldþroti. Þetta kemur fram í nýbirtum lista CMA, markaðsfyrirtækis í London sem heldur utan um skuldatryggingaviðskipti heimsins. Viðskipti innlent 3.7.2009 08:55
Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil. Viðskipti innlent 3.7.2009 08:34
Mest velta með bréf Marels Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%. Viðskipti innlent 2.7.2009 16:43
Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. Viðskipti innlent 2.7.2009 16:04
Viðsnúningur ríkissjóðs orðinn 72 milljarðar til hins verra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 2.7.2009 14:27
Hlutabréf Eimskips tekin úr viðskiptum í dag Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Eimskips (HFEIM) um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:59
Telur Peningastefnunefnd oftúlka verðbólguálag „Seðlabankamenn virðast horfa nokkuð í hækkandi verðbólguálag á markaði og hafa af því áhyggjur að væntingar markaðarins standi nú til meiri verðbólgu til meðallangs tíma en áður. Við teljum þetta oftúlkun.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 12:41
Samkeppniseftirlitið bannar tilboð Símans Samkeppniseftirlitið hefur í dag lagt bann til bráðabirgða við tilboði Símans sem kallast „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“ á meðan rannsókn eftirlitsins á kæru Nova vegna tilboðsins stendur yfir. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:27
Fitch lýkur brátt endurskoðun á lánshæfi ríkissjóðs Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mun ljúka endurskoðun sinni á lánshæfi ríkisjóðs um miðjan þennan mánuð, segir Paul Rawkins sérfræðingur hjá Fitch í viðtali við Reuters fréttastofuna. Viðskipti innlent 2.7.2009 12:10
Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti „Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 11:15
SA telur hugmyndir um kolefnisskatt vanhugsaðar Samtök atvinnulífsins (SA) segja að hugmyndir fjármálaráðuneytisins um að leggja á sérstakan kolefnisskatt séu vanhugsaðar og munu hafa lítil sem engin áhrif á útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 2.7.2009 10:53
Stýrivextir hættir að stýra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“ Viðskipti innlent 2.7.2009 10:37
Eimskip fær heimild til nauðasamnings Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að veita Eimskip heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt frumvarpi félagsins. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:49
Höfnun Icesave setur AGS samkomulagið í uppnám Ekki er hægt að skilja orð Franek Rozwadowski fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samtali við Bloomberg öðruvísi en svo að ef alþingi hafnar Icesave-samningnum sé samkomulag Íslands við AGS þar með komið í uppnám. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:39
Vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða í júní Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2009 nam útflutningur tæpum 40,8 milljörðum króna og innflutningur 32,0 milljörðum króna. Vöruskiptin í júní, voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá segir að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní 2009 miðað við maí 2009. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:07
Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. Viðskipti innlent 2.7.2009 09:01
Úrvalsvísitalan hækkar milli fjórðunga í fyrsta sinn síðan 2007 Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 21,3% á öðrum ársfjórðungi en líta þarf til baka til 2. ársfjórðungs 2007 til að sjá síðast hækkun milli ársfjórðunga. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úrvalsvísitalan um nærri 40% þannig að á fyrri árshelmingi lækkaði hún um fjórðung. Viðskipti innlent 2.7.2009 08:53
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent