Veður

Hita­tölur vestan­til gætu skriðið yfir fimm­tán stig

Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn.

Veður

Kær­komin hlý tunga í miðri viku

Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum.

Veður

Þurrt og bjart í dag en stöku skúrir

Í dag segir Veðurstofan von á vestan- og suðvestanátt með stöku skúrum. Þá á að vera þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi en rigning austanlands fram eftir degi. Hiti verði á bilinu sjö til fimmtán stig.

Veður

Sunnan kaldi og víða rigning

Skil mjakast nú austur yfir landið og má reikna með sunnan og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og víða rigningu eða súld. Það dregur þó úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum og er gert ráð fyrir dálitlum skúrum þar eftir hádegi.

Veður

Suð­læg átt og víða rigning

Hægfara lægð er nú stödd á Grænlandshafi og má reikna með suðlægri átt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og víða rigningu eða súld.

Veður

Skýjað og dá­lítil væta vestan­lands en bjart eystra

Hæðin suður af landinu sem er búin að valda vestlægri átt hér á landi, verður þar í nokkra daga í viðbót. Það bætir í úrkomu á vestanverðu landinu frá miðvikudagskvöldi fram að laugardeginum en á eftir kemur hæðin yfir landid og er útlit fyrir bjartviðri um mest allt land í nokkra daga.

Veður

Skýjað og súld en ágætis hiti

Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið.

Veður

Á­fram­haldandi vest­læg átt og dá­lítil væta

Hæð suður af landinu verður þar áfram næstu daga sem mun hafa í för með sér áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað verður að mestu vestantil með dálítilli vætu af og til en reikna má með smá sól í gegnum skýin öðru hverju.

Veður

Rigning og von á stormi í fyrra­málið

Lægð suðvestur í hafi nálgast nú landið og fylgir henni rigning í dag. Síðdegis má reikna með að verði úrkomulítið norðaustanlands. Veðurstofan spáir að í kvöld fari lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgi nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt.

Veður

„Kominn tími til að starta sumrinu“

Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls.

Veður

Dregur úr vindi í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt á landinu í dag, tíu til átján metrum á sekúndu en hægari um tíma á Norðurlandi. Víða verða skúrir eða slydduél en skýjað með köflum suðvestantil en birtir til þar er líður á daginn.

Veður

Glittir í sumarið um mánaða­mót

Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót.

Veður