Skoðun

Guðspjölluð fjallkona

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Nokkuð hefur verið tekist á um trú og trúleysi á þessum vettvangi og víst væri það að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér í þá umræðu. Ég vil hins vegar nota tækifærið og lasta þann guð sem á fádæma átrúnaði að fagna um þessar mundir. Svo römm er trúarkennd sóknarbarnanna að bæði fegurð og gleði er fórnað á altari hans.

Bakþankar

Geðheilbrigði barna

Guðbjörg Björnsdóttir og Halldór S. Guðmundsson skrifar

Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir.

Skoðun

Þinghelgi, friðhelgi, mannhelgi

Vilborg Halldórsdóttir skrifar

Alveg er hann með eindæmum þessi söngur um heilagleika „þinghelgi“ á Þingvöllum, samkomustaðar þjóðarinnar í þúsund ár. Þar má ekki endurbyggja Hótel Valhöll á besta og ákjósanlegasta staðnum bæði landfræðilega og fagurfræðilega séð, undir hamraveggnum.

Skoðun

Lýðheilsa sumra, ekki allra

Guðmundur Edgarsson skrifar

Þjóðfélagsverkfræðingar af ýmsu tagi halda því fram að verði aðgengi að áfengi bætt með sölu þess í matvöruverslunum muni lýðheilsu þjóðarinnar hnigna. Lýðheilsufræðingar hafa nefnilega komist að því að sé áfengi eingöngu selt í sérstökum vínbúðum leiti fólk ógjarna þangað nema að undangenginni vel ígrundaðri ákvörðun. Verði vín hins vegar selt í matvöruverslunum stóraukist hætta á að fólk sem þykir sopinn góður laumi bjór eða vínflösku í matarkörfuna.

Skoðun

Andlegur hafragrautur og Isis

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í dag er dánardægur Cecil Rhodes. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þessi hálfgleymdi imperíalisti sem lést fyrir hundrað og sextán árum hefur verið að gera allt brjálað í Bretlandi síðustu vikur.

Fastir pennar

Hvar er Nonni?

Óttar Guðmundsson skrifar

Árið 1863 lagði Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp um stóran spítala sem þjóna skyldi öllu landinu. Málið velktist í kerfinu í nokkra áratugi. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en tæplega 70 árum síðar. Spítalaþörfinni var mætt með skammtímalausnum og bráðabirgðahúsnæði. St. Jósefssystur björguðu reyndar málum og byggðu Landakotsspítala rétt eftir aldamótin 1900 fyrir söfnunarfé frá Frakklandi. Rithöfundurinn og presturinn Jón Sveinsson (Nonni)átti frumkvæði að þeirri byggingu enda ofbauð honum úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda.

Bakþankar

Ekki bara peningar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Guðmundur Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir á Landspítalanum, sagði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins á dögunum að auknir fjármunir til Landspítalans mættu sín lítils nema Íslendingar tækju ábyrgð á eigin heilsu. Samkvæmt nýlegri könnun erum við feitasta þjóð í Evrópu.

Fastir pennar

Trúin fer til dyra

Ívar Halldórsson skrifar

Svo virðist sem háværustu trúleysingjarnir hugsi vart um annað en reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að Guð sé ekki til. Af hverju fer kristin trú svona í taugarnar á þeim?

Skoðun

Ráðgátan Ísland

Þorvaldur Gylfason skrifar

Alþýðuflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni var blásið til glæsilegs opins fundar í Iðnó í byrjun marz þar sem saga flokksins var reifuð og skýrð frá ýmsum hliðum með lúðraþyt og söng.

Fastir pennar

Þögnin langa

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það getur verið gott að þegja. Til dæmis þegar að þér er sótt úr fleiri en einni átt og þú hefur ekki svörin á reiðum höndum. Stundum er hins vegar betra að upplýsa um hluti fyrirfram og svara öllum spurningum.

Fastir pennar

Páskahald í Jerúsalem

Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar

Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljómað í þúsundir ára. Nafn okkar hátíðar er dregið af hinu hebresk-gyðinglega „pesakh“ og páskahátíð gyðinga er mun eldri en okkar.

Skoðun

Hraðleið í paradís

Frosti Logason skrifar

Ég á í reglulegum samskiptum við fólk sem kallast getur heittrúað. Fólk sem neitar að horfast í augu við augljósar staðreyndir eins og þróunarkenningu Darwins, vísindalegar rannsóknir mega fara fjandans til, eingöngu vegna þess að

Bakþankar

Engin ofbeit?

Ólafur Arnalds skrifar

Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum.

Skoðun

Lopapeysuviðskipti

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar

Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf.

Skoðun

10 ár sem breyttu Íslandi

Lars Christensen skrifar

Á mánudaginn voru tíu ár síðan skýrslan "Geyser crisis“ var gefin út. Eins og margir vita var ég meðhöfundur skýrslunnar sem hagfræðingur hjá Danske Bank.

Fastir pennar

Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag

Magnús Orri Schram skrifar

Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi.

Skoðun

Náttúruauðlindir í stjórnarskrá

Ragnar Aðalsteinsson skrifar

Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs eru markverðar nýjungar um náttúruauðlindir í þjóðareign. Spurt var um afstöðu kjósenda til frumvarpsins í þjóðar­atkvæðagreiðslu árið 2012. Tveir þriðju kjósenda sögðust vilja

Skoðun

Árás á okkur

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Árásin á Brussel í gær var ekki bara hefndaraðgerð vegna handtökunnar á Salah Abdeslam, höfuðpaursins í árásinni á París, eins og vísbendingar eru um, heldur enn ein árásin á Vesturlönd.

Fastir pennar

Auknar og breyttar kröfur á forseta

Össur Skarphéðinsson skrifar

Umræður um forsetakosningar hafa snúist um flest annað en þá verðleika sem breytt inntak forsetaembættisins í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar krefst af þeim sem sækjast eftir kjöri. Fæstir virðast líka átta sig á þeim breytingum sem geta orðið á hlutverki forseta verði ný stjórnarskrá samþykkt

Skoðun

Hin nýja stétt

Bolli Héðinsson skrifar

Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim

Skoðun

Líkaminn man

Bjarni Karlsson skrifar

Hefur þú tekið eftir því hvað það er misjafnt að taka í hönd á fólki? Stundum er það nærandi en stundum tærandi. Svona einföld athöfn eins og það að rétta fram hönd og taka í aðra getur verið hressandi og líka stressandi.

Bakþankar

Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa

Þorkell Helgason skrifar

Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda.

Skoðun

Tími Norðurlanda er runninn upp

Dagfinn Høybråten skrifar

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi. Evrópa glímir við erfiðleika og við vitum ekki hvernig fer að lokum. Því fer fjarri að Norðurlönd séu ósnert af þessum vandamálum.

Skoðun

Takk Kári og Sigmundur Davíð!

Þóra Andrésdóttir skrifar

Kári Stefánsson, takk fyrir skannann sem þú gafst þjóðinni. Auðvitað á Landspítalinn ekki að þurfa að treysta á svona gjafir. Ég skrifaði undir á endurreisn.is vegna þess að ég er sammála þér um að það ætti að verja meiru fé í

Skoðun

Vatn og vinna

Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna.

Skoðun