Skoðun

EM sumargleði

Halldóra Matthíasdóttir skrifar

Gott gengi strákanna okkar á EM hafði mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þjóðarinnar og við gleðjumst enn fremur yfir góðu gengi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu.

Skoðun

Heilbrigðismál í forgang

Oddný Harðardóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Allt er mögulegt í hópíþróttum með góðri liðsheild, undirbúningi og skipulagi eins og nýleg dæmi sanna. Það á líka við í stjórnmálum.

Skoðun

Sjá markaðinn!

Ögmundur Jónasson skrifar

Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun

Íslensk rúlletta

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er eitthvað alveg sérstakt við íslenska viðskiptahætti. Kannski er það þetta eitthvað sem heimurinn átti enn óséð að mati Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma?

Fastir pennar

Kirkjugrið og lög Guðs og manna

Þórir Stephensen skrifar

Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin.

Skoðun

Öfugsnúin mjólkurhagfræði

Þórólfur Matthíasson skrifar

Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið.

Skoðun

Var amma glæpon?

Bjarni Karlsson skrifar

Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt.

Bakþankar

Er iðnmenntun lögvernduð ?

Svanbjörg Vilbergsdóttir skrifar

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir og upplýstir um hvaðan þeir kaupa sína þjónustu. Sé verktaki ófaglærður liggur ábyrgðin öll hjá verkkaupa. Þetta gera verkkaupar sér ekki grein fyrir.

Skoðun

Sektin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Það sem eðlilegast væri að gera er að sniðganga þá stjórnmálamenn sem bjóða okkur upp á kerfið sem gerir stjórnendum Mjólkursamsölunnar það kleift að starfa með þeim hætti sem þeir gera.

Fastir pennar

Rödd Norðurlanda þarf að heyrast

Gylfi Arnbjörnsson og Elín Björg Jónsdóttir og Magnus Gissler skrifa

Eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu síðustu ára hefur orðið æ flóknara að taka mikilvægar ákvarðanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og annarra alþjóðastofnana. Afleiðing þessa er að óformlegir fundir á milli leiðtoga G20 landanna öðlast sífellt meira vægi

Skoðun

Nautnastunur

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Það eru allir að njóta. Sumarsalat. Mmmm, ég ætla að njóta. Skrilljón kílómetrar að baki. Þrútin af áreynslu með ískaldan drykk í hendi. Nú verður sko notið. Í sumarbústað og mynd af börnum í heitum potti á samfélagsmiðlunum, í bakgrunni malar grillið.

Bakþankar

Skerðing lífeyris eins og eignaupptaka!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar.

Skoðun

Einn góðan veðurdag

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég heyrði á sunnudagsmorgni um daginn á Rás eitt Ríkisútvarpsins skemmtilegt samtal þeirra Jóns Ólafssonar og Ævars Kjartanssonar við Kristínu Jónsdóttur sagnfræðing sem kom mikið við sögu í Kvennaframboðinu og Kvennalistanum á sinni tíð og hefur skrifað um þessi framboð bókina „Hlustaðu á þína innri rödd“.

Skoðun

Stórglæpamaður handtekinn

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Fyrr í sumar var ungur stórglæpamaður staðinn að verki við iðju sína um miðja nótt í miðborg Reykjavíkur. Sem betur fer náði vökull öryggisvörður að átta sig á hvaða óafturkræfi glæpur var að fara að eiga sér stað þarna og hringdi í lögregluna sem brást hratt við.

Bakþankar

Þetta fólk

Magnús Guðmundsson skrifar

Það dylst engri heilvita manneskju hversu skelfilegar afleiðingar kynþáttahyggja hefur á daglegt líf fjölda fólks á hverjum degi.

Fastir pennar

Lærdómurinn af Chilcot

Stefán pálsson skrifar

Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot.

Skoðun

Þjóðfylkingin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur.

Bakþankar

Stoltið

Logi Bergmann skrifar

Þegar ég gekk út af Stade de France á sunnudagskvöldið vissi ég að það hafði eitthvað stórkostlegt gerst. Við höfðum tapað fyrir Frökkum og vorum úr leik. Draumur, sem hafði átt sér tæplega tveggja ára aðdraganda, var á enda. En það var ekki eins og það skipti í raun neinu máli.

Fastir pennar

Gallsúr mjólk

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Fastir pennar

Gerum betur

Hilmar Björnsson skrifar

Hrannar B. Arnarsson skrifaði grein í Fréttablaðið 6. júlí með yfirskriftinni "Af hverju alltaf bara strákar?“ og gagnrýnir RÚV og Stöð 2 fyrir að fjalla ekki jafnt um stráka- og stelpumót í fótbolta.

Skoðun

X María í Hæstarétt!

María Bjarnadóttir skrifar

Bandaríkjamenn byggja réttarkerfi á reglunni um réttarríkið eins og Íslendingar, en umgjörð kerfisins er í ýmsu önnur. Til dæmis hefur almenningur oft beina aðkomu að úrlausnum dómstóla á meðan íslenskir dómarar njóta fulltingis sérfræðinga.

Bakþankar

Látum vegakerfið ekki grotna niður

Helga Árnadóttir skrifar

Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna

Skoðun

Tröllin, trúin og tómleikinn

Bergur Ebbi skrifar

Fólk sem siglir undir fölsku flaggi á netinu og setur inn komment gagngert til að espa upp aðra er kallað tröll. Hugsunin að baki orðinu er væntanlega sú að rétt eins og tröllin í þjóðsögunum urðu að steini þegar sól skein á þau þá hverfa net-tröllin um leið og leyndar nýtur ekki við.

Fastir pennar

Jákvætt skref

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu á miðvikudag samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning.

Fastir pennar