Lífið

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið

Sabine Weiss látin

Ljósmyndarinn Sabine Weiss lést nýverið á heimili sínu í París, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni.

Menning

Missti drauma­starfið en sneri vörn í sókn

Flugfreyjan fyrrverandi Líney Sif Sandholt sneri vörn í sókn þegar henni var sagt upp flugfreyjustarfinu hjá Icelandair og ákvað að stofna hreingerningarfyrirtæki sem framleiðir náttúrulegan hreinsivökva.

Lífið

Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist

Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði?

Gagnrýni

Pantaði jóla­tré en fékk nær­buxur í staðinn

Flestir hafa pantað vörur af netinu og einhverjir lent í því að önnur vara komi í staðinn. Þá er vandamálið yfirleitt smávægilegt; til dæmis peysa sem er númeri of lítil, eða græn berist í stað blárrar. Arnari nokkrum brá heldur betur í brún þegar pakki sem hann hafði pantað frá Kína kom loks til hingað til lands.

Lífið

Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi

Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla.

Lífið

Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna.

Menning

Tíu dýrustu borgir heims

Fasteignasalinn Páll Pálsson spáir mikið í fasteignaverði. Hann hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu borgirnar í heiminum í dag.

Lífið

18 klínískir dáleiðendur í Ármúlanum í Reykjavík

Af rúmlega þrjátíu dáleiðendum sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa átján stofur sínar og aðstöðu á þrem stöðum við Ármúla, hinum nýja miðbæ Reykjavíkur. Tveir til viðbótar eru í Skeifunni, fjórir á Akureyri, tveir á Egilstöðum og Reykjanesbæ og einn í Hveragerði og í Kópavogi.

Lífið samstarf