Lífið

„Er oft að vinna í kringum mjög erfið og viðkvæm mál“

Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir stofnaði skipulagsþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki en hún elskar að aðstoða fólk að fara í gegnum hluti og skipuleggja rýmin betur. Hún segir aðalvandamálið vegna óreiðu vera tímaleysi hjá fólki og það eigi allt of mikið af óþarfadóti sem enginn notar. Hún stofnaði Hver hlutur vorið 2021.

Lífið

Stað­festa að fram­leiðslu Ná­granna verður hætt í júní

Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni.

Lífið

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.

Lífið

Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína

Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli.

Tíska og hönnun

Laddi fór á kostum á trommunum

Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari.

Tónlist

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

Tónlist

Fullkomið fyrir stefnumótakvöld eða vinahópinn

„Ég hafði alltaf sett það fyrir mig að gera dömplings þar sem ég hélt að það væri svo mikið mál en svo er nú alls ekki. Þetta er fullkominn matur að elda á til dæmis stefnumótakvöldi eða í hópi vina. Hægt er að gera allskonar fyllingar en ég ætla að rækjufylla mína kodda í dag,“ segir Kristín Björk þáttastjórnandi Eldað af ást.

Matur

Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu

Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum.

Lífið samstarf

Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum

Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað.

Lífið

Loksins mátti kaupa bjór

Bjórdagurinn er í dag og Íslendingar fagna því að hafa getað keypt bjór síðustu þrjátíu og þrjú árin. Áður var það nefnilega bannað! Hér eru tíu staðreyndir um bjórsögu Íslendinga:

Lífið samstarf

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.

Tónlist

Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana

Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því.

Lífið

Átján mánaða vinna

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Heilsusamlegir smoothies fyrir okkur og jörðina

Heilsuvara vikunnar á Vísi er innocent Smoothies. innocent smoothies eru stútfullir af vítamínum og trefjum. Þá hefur innocent aldrei sett viðbættan sykur út í drykki og mun aldrei gera. Drykkirnir fást í átta mismunandi bragðtegundum og hægt er að velja sér sinn smoothie eftir því hvað hentar hverjum degi, til dæmis með góðgerlum, blátt spirulina eða engifer.

Lífið samstarf

Hvaða bolla er best?

Landsmenn gæddu sér á bollum vítt og breitt um landið í dag - af öllum stærðum og gerðum. Við fórum á stúfana og skoðuðum helstu nýjungar.

Lífið

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Tónlist