Lífið

Vilja framhald

Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat.

Bíó og sjónvarp

Police snúa aftur

Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn.

Tónlist

Lýðræðið nema hvað?

ReykjavíkurAkademían, félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, gengst fyrir hádegisfundaröð um lýðræði og sam-félag nú í aðdraganda kosninganna. Yfirskrift fundanna er „Lýðræði hvað?“ og verður þar rætt á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál.

Lífið

Kjaftshögg fyrir þjóðina

Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni.

Menning

Grafík á Miðbakka

Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur.

Menning

Anna and the Moods - fjórar stjörnur

Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál.

Bíó og sjónvarp

Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla

Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi.

Lífið

Rasismi - Hvað ber að gera?

Í ljósi aukins fylgis frjálslynda flokksins veltir Haukur Már Helgason fyrir sér hvernig rasismi birtist á hliðarlínum orðræðunnar og hvað beri að gera.

Heilsuvísir

Þekkir þú myndefnið?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti upp á 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar og nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki.

Menning

Sjöttu sýningunni fagnað

Fossar, lækir og lænur, álar, vötn og aurar eru einkennandi fyrir sýninguna, sem nefnist Landbrot. Stendur hún yfir til fjórða mars.

Menning

Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns

„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti.

Tónlist

Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ

„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig,“ segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna.

Bíó og sjónvarp

Úr sveppunum í sollinn

„Ég ætla að gera sem allra minnst. Laga klósettaðstöðuna og gera barinn huggulegri. En ég ætla að reyna að halda sama andanum. Halda í gamla kúnna og fá helst aðra nýrri,“ segir Ragnar Kristinn Kristjánsson fyrrverandi Flúðasveppagreifi. Hann hefur nú keypt sér Næsta bar við Ingólfsstræti.

Lífið

Noel gagnrýnir U2

Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur.

Tónlist

Af skurðstofunni í Kauphöllina

Ingunn Wernersdóttir er fædd árið 1964, næstyngst fimm systkina og fékk smjörþefinn af viðskiptalífinu í heimreiðinni en faðir hennar er Werner Rasmusson, einn af mest áberandi karakterum atvinnulífsins hér á árum áður. Werner er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hann á árum áður í ýmsum apótekum auk Pharmaco og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í mörg ár og síðar stjórnarformaður.

Lífið

Skrautlegt líf Playboy-kanínu

Fyrrverandi Playboy-kanínan Anna Nicole Smith lést á fimmtudagskvöldið. Hún fannst látin á Seminole Hard Rock Casino sem staðsett er rétt fyrir utan Miami.

Lífið

Miðjarðarhafsför í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið æfir nú af fullum krafti leikritið Hálsfesti Helenu eftir margverðlaunaðan kanadískan höfund, Carole Fréchette. Verkið gerist á okkar tímum fyrir botni Miðjarðarhafs og er í stuttu máli stefnumót vestrænna viðhorfa við þau austrænu, séð með augum aðalpersónunnar Helenu sem kemur úr norðri.

Bíó og sjónvarp

Leyndardómar leynifélaganna

María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi.

Bíó og sjónvarp

Gæðastrætis minnst

Margir Íslendingar eiga góðar minningar um molana úr Gæðastræti en það skrjáfandi góðgæti kenna flestir við Mackintosh.

Menning

Fréttir af fólki

Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner eiga von á sínu fyrsta barni saman. Eru þau vitaskuld mjög spennt og geta varla beðið eftir frumburðinum. Costner kvæntist Christine í september árið 2004.

Lífið

Verk um vináttuna frumsýnt í Gerðubergi

Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu í Gerðubergi um helgina. Sýningin samanstendur af fjórum stuttum verkum um ýmsar hliðar vináttu. Það eru þau Helga Steffensen, Örn Árnason, Erna Guðmarsdóttir og Aldís Davíðsdóttir sem eiga veg og vanda af sýningunni, sem samanstendur af verkunum Vökudraumur, Regnbogafiskurinn, Risinn eigingjarni og Prinsessan og froskurinn.

Menning

Cosmosis - Cosmobile

Í dag verður Sjónlistaþing á Skólavörðustígnum þar sýna og skýra myndlistarmennirnir Bjarni H. Þórarinsson, Ómar Stefánsson og Guðmundur Oddur Magnússon samstarfsverkefnið Cosmosis - Cosmobile í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5.

Menning

Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs.

Leikjavísir