Lífið

Rooney gaf kærustunni Range Rover í jólagjöf

Það eru ekki bara íslenskir viðskiptamenn, humarsúpusalar og Geir Ólafs sem keyra um á Range Rover. Coleen McLoughlin, kærasta Wayne Rooney renndi upp að hárgreiðslustofunni sinni á nýársdag í spánýnum silfurlitum Range Rover.

Lífið

Heroes stjarna elskar frænda út af lífinu

Heroes stjarnan Hayden Panettiere hefur krækt sér í meðleikara sinn, Milo Ventimiglia. Milo, sem er þrítugur, leikur frænda hinnar átján ára gömlu Hayden í þáttunum. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um samband þeirra skötuhjúa, en þau hafa ekki viljað staðfesta sambandið. Erfiðlega gekk þó að fela sambandið þegar Hayden bauð Milo að eyða jólunum með fjölskyldu sinni í New York. Haft er eftir vinum leikkonunnar að hún sér afar skotin í Milo.

Lífið

Reykjavík ein af tíu rómantískustu borgum heims

Ferðamönnum fækkar líklega ekki á landinu á þessu ári, ef þeir taka mark á ráðleggingum breskrar ferðasíðu að minnsta kosti. Vefsíðan Expedia kaus Reykjavík eina af tíu mest spennandi borgum Evrópu, og eina af tíu bestu stöðum heims til að fara í brúðkaupsferð til. Félagsskapurinn á listanum er ekkert slor, en meðal þeirra staða sem eru tilnefndir eru París, Bahamas, Barbados, Feneyjar og New York. Meðal þess sem þykir rómantískt við Reykjavík eru heitar laugar, spúandi hverir, svalir barir og ískalt vodka. Sem betur fer lætur síðan vera að minnast á að téð vodkaflaska kostar á við mánaðarlaun verkamanns í þriðja heiminum og að slagviðri er ekki rómantískasta veður sem hægt er að ímynda sér.

Lífið

Fengu styrk úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar

Eva Þyrí Hilmarsdóttir, sem nýverið lauk einleikaraprófi í Danmörku, og Hákon Bjarnason, sem lýkur einleikaraprófi frá Listaháskóla Íslands í vor, fengu úthlutað samtals 400 þúsund krónum úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar.

Lífið

Baltasar Kormákur dansaði uppi á borði á nýársfagnaði

Mikið var um dýrðir á stjörnuprýddu Galakvöldi á hótel Loftleiðum í gær. Tæplega þrjúhundruð gestir mættu á ballið og eftir fjöruga veislu tróðu Stebbi Hilmars, Helgi Björns, Magni og Einar Ágúst upp. Baltasar Kormákur leikstjóri kunni vel að meta tónlistina og dansaði uppi á borði þegar veislan stóð sem hæst.

Lífið

Sirrý skrifar bók um Örlagadaga, síðasti þátturinn á dagskrá í kvöld.

Sjónvarpskonan Sirrý sest í kvöld við skriftir, en hún ætlar að skrifa bók unna upp úr sjónvarpsþætti sínum Örlagadeginum. „Þetta eru tvær seríur, fjórtán og þrjátíu þættir, svo af nógu er að taka.“ segir Sirrý. Hún segist hafa fundið fyrir þrýstingi um að koma þessum oft á tíðum mögnuðu lífsreynslusögum til stærri hóps, fólks sem ekki hefur haft aðgang að Stöð 2, eða hefur misst úr þætti.

Lífið

Þjóðin fór ekki á annan endann yfir Remax auglýsingu

Það eru skiptar skoðanir um fyrstu auglýsinguna sem landsmönnum er boðið upp á í miðju áramótaskaupsins. Skaupið er líklega langvinsælasta sjónvarpsefni á landinu, og er vart mannsbarn sem ekki situr límt fyrir framan skjáinn þessar síðustu stundir ársins. Margir höfðu spáð því að það fyrirtæki sem auglýsti í þessu heilagasta sjónvarpsefni landsins myndi uppskera óvild þjóðarinnar.

Lífið

Habitat-parið gengur í hjónaband

„Það voru einhverjir guðir góðir við okkur,“ sagði Ingibjörg Þorvaldsdóttir, en hún og Jón Arnar Guðbrandsson giftu sig í Dómkirkjunni í miðju aftakaveðrinu sunnudaginn 30. desember síðastliðinn. „Athöfnin var klukkan hálfsex og við vorum svo heppin að það lægði akkúrat á meðan svo það komust allir inn í kirkjuna.“

Lífið

Lindsay nær í þrjá gæja á sólarhring

Lindsay Lohan er kannski hætt að drekka, en hún er alls ekkert hætt að skemmta sér. Leikkonan var viðstödd kvikmyndahátíð í Capri á Ítalíu á dögunum, þar sem hún náði að kela við þrjá ítalska karlmenn á einum sólarhring.

Lífið

Viktoría skrifar bók

Victoria Beckham, sem eitt sinn upplýsti að hún hefði aldrei lesið bók til enda ætlar sjálf að skrifa bók, að sögn breska blaðsins Daily Star.

Lífið

Rooney rokkar og kærastan rakar saman seðlunum

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney hjá Manchester United hefur fengið nýtt áhugamál. Breska dagblaðið The Sun segir frá því að nú standi yfir framkvæmdir heima hjá drengnum en hann er að láta innrétta tónlistarstúdíó sem kostar um hálfan milljarð íslenskra króna.

Lífið

Hlómsveitin Bermuda kaupir auglýsingu fyrir Skaupið

„Það var maður sem sá okkur spila á tónleikum og leyst svona vel á. Hann spurði síðan hvort hann gæti ekki aðstoðað okkur og við fengum hann til þess að kaupa sjónvarpsauglýsingu handa okkur,“ segir Gunnar Þortseinsson trommuleikari hljómsveitarinnar Bermuda.

Lífið

Kallinn fluttur til geðhjúkrunarfræðingsins

„Ég vil þakka fyrir titilinn símtal ársins á Bylgjunni,“ segir konan sem hringdi inn á Bylgjuna á dögunum og upplýsti hlustendur um bólfarir mannsins síns með geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum.

Lífið

Tarantino áramótateitið verður á Rex

Quentin Tarantino er búinn að tryggja sér skemmtistaðinn Rex í Austurstræti fyrir gamlárskvöld. Samkvæmt heimildum Vísis hefur hann fengið ungan mann að nafni Roman Olney, sem er klúbbeigandi í London, til þess að sjá um að skipuleggja veisluna.

Lífið

Mest pirrandi manneskja ársins

Lesendur Parade tímaritsins völdu Rosie O´Donnell mest pirrandi manneskju ársins 2007. Rosie hlaut atkvæði 44% þeirra sem kusu en á eftir henni kom Paris Hilton með 24% atkvæða. Frjálshyggjupostulinn Ann Coulter fékk svo 16% og Heather Mills 12%.

Lífið

Uppselt á tónleika til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Uppselt er á tónleika sem Popp-landslið Íslands stendur fyrir í Háskólabíó í dag. „Þetta er fyrir löngu orðin fastur viðburður í dagatalinu hjá okkur og ég er bæði hrærður og þakklátur yfir þessum frábæru viðtökum. Þetta er auðvitað fyrst og síðast þessum frábæru listamönnum að þakka.

Lífið

Lindsay Lohan verður verðlaunuð

Lindsay Lohan á von á verðlaunum. Það vekur sérstaka athygli að verðlaunin sem hún fær eru ekki veitt fyrir metfjölda áfengismeðferða. Nei, Lohan verður verðlaunuð á Capri kvikmyndahátíðinni næstkomandi föstudag. Hún er þegar mætt til Capri, þar sem hún spókar sig á götunum og ráfar um búðir.

Lífið

Nicole Kidman er ófrísk

Nicole Kidman og Keith Urban, eiginmaður hennar, eiga von á erfingja. Þau tilkynntu fjölskyldum sínum um þetta um jólin, samkvæmt Daily Mail. Þetta verður fyrsta barnið sem Kidman elur sjálf, en hún og Tom Cruise ættleiddu tvö börn saman. Þau eru nú 12 og 14 ára gömul.

Lífið

Flókið samband fólks í Texas

Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ.

Menning

Slegin í andlitið á tónleikum Idolstjörnu

Vísir sagði frá því í morgun að ráðist hefði verið á mann í Bankastræti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon. Var hann sleginn í andlitið og kinnbeins- og nefbrotinn auk þess sem nokkrar tennur brotnuðu.

Lífið