Lífið

Nýtt par?

Leikarinn Josh Hartnett sást um helgina á skemmtistað í New York ásamt leikkonunni Abbie Cornish, fyrrverandi kærustu hjartaknúsarans Ryans Phillippe.

Lífið

92 lög keppa í Þorskastríðinu

„Þetta er stórglæsilegt að fá svona mikinn fjölda,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Cod Music. Lokað var fyrir innsendingar á efni í lagakeppnina Þorskastríðið 2010 um síðustu helgi og tóku alls 92 flytjendur þátt.

Tónlist

Vel heppnað kokkteilboð Útón í LA

Um 170 manns mættu í kokkteilboð sem Útón hélt í Los Angeles til að kynna íslenska tónlist fyrir Bandaríkjamönnum. Emilíana Torrini söng þar fimm lög við góðar undirtektir.

Tónlist

Já, Dorrit

Ótrúlega góð hugmynd, en ekki eins gott leikrit, segir Elísabet Brekkan um verkið Nei, Dorrit!

Gagnrýni

Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni

„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð,“ segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times.

Lífið

Simon innbyrðir aðeins ávaxtadrykki

Simon Cowell er nú í strangri megrun fyrir væntanlegt brúðkaup sitt í sumar og fylgist unnusta hans, förðunarfræðingurinn Mezhgan Hussainy, vel með gangi mála. Samkvæmt heimildarmönnum er Cowell mjög upptekinn af holdafari sínu og innbyrðir aðeins ávaxtadrykki í öll mál. Nýlega sást til Cowells og unnustu hans þar sem þau deildu með sér litlum fiskiforrétti á veitingastað en slepptu aðalréttinum.

Lífið