Lífið

Ólétt Fox?

Leikkonan Megan Fox giftist kærasta sínum, leikaranum Brian Austin Green, við látlausa athöfn á Hawaii fyrir stuttu. Nú vilja fjölmiðlar meina að parið hafi ákveðið að ganga í hið heilaga því Fox eigi von á sér.

Lífið

Konan hélt framhjá

Gamanleikarinn Kelsey Grammer stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína, Camille Grammer, en þau eiga þrettán ára samband að baki. Samkvæmt heimildum eiga hjónin að hafa rifist oft og gjarnan síðustu mánuði bæði vegna fjárhagsörðugleika og vegna meints framhjáhalds Camille.

Lífið

LungA haldin í tíunda skipti

Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti.

Lífið

Syngur um þrá og einlægni

Jónas Sigurðsson, fyrrverandi Sólstrandagæi, sendir frá sér sína aðra plötu í byrjun október og kemur hún út á vegum Cod Music.

Lífið

Holmes til Glee

Leikkonan Katie Holmes hefur nú staðfest að hún muni heiðra vinsælu þáttaröðina Glee með nærveru sinni í næstu seríu. Holmes, sem er hvað frægust fyrir að vera gift leikaranum Tom Cruise, mun leika gestahlutverk í fimm þáttum í þessaru sjónvarpsþáttaseríu sem sýndir eru á Stöð 2 hér á landi. Þættirnir eru með söngleikjasniði og mun leikkonan vera byrjuð að æfa sig af krafti til að geta látið ljós sitt skína í söng og dansi.

Lífið

Úr vöðvabúnti í kryppling

„Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þessa skiptingu,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann leikur krypplinginn Riff Raff í stað hins fullkomna karlmanns Rocky í söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar 10. september.

Lífið

Vill ekki kvænast

Leikarinn Eddie Cibrian, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum CSI Miami, vill ekki kvænast kærustu sinni, söngkonunni LeAnn Rimes, því hann óttast að það komi óorði á hann. „LeAnn hélt að Eddie mundi kvænast henni, en hann er ekki hrifinn af hugmyndinni. Mannorð hans hefur beðið hnekki eftir framhjáhaldið. Hann óttast að fólk dæmi hann ef hann kvænist LeAnn,“ var haft eftir vini.

Lífið

Gauragangur í miðbænum

Fjöldi manns var mættur við Fríkirkjuna í Reykjavík í gærmorgun til að leika statistahlutverk í kvikmyndinni Gauragangi. Gott veður og mikil stemning var á tökustað en um 400 manns mættu til að taka þátt í kvikmyndinni. Skátarnir stóðu vörð og íslenska fánanum var flaggað. Senan sem verið var að taka upp var upphafstriði myndarinnar og gerist í jarðarför.

Lífið

Ekki fleiri smáskífur

Tónlistarmaðurinn Elton John ætlar að hætta að senda frá sér smáskífur og gefa þess í stað út hefðbundnar plötur. „Á áttunda, níunda og tíunda áratugnum sögðu plötufyrirtækin mér að búa til smáskífur. Ég held að ég hafi uppfyllt þær óskir,“ sagði hinn 63 ára Elton.

Lífið

Andersen & Lauth í Top Model

„Þetta var í nýjasta þætti America‘s Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar,“ útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America‘s Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni.

Tíska og hönnun

Upprennandi leikarar - myndband

Í morgun hittum við hressa krakka í Borgarleikhúsinu til að fræðast um söng- og leiklistarnámskeiðin sem fram fara þar í sumar. „Þetta er sem sagt sumarnámskeið. Þetta er fjórða vikan okkar..." útskýrði Erla Ruth Harðardóttir leikkona og leiðbeinandi á sumarnámskeiði Sönglistar þegar við spurðum hana út í námskeiðin. *er að setja inn meira efni af krökkunum (dansa og syngja) á síðuna okkar á Facebook.

Lífið

Rikka og Logi elduðu dýrindis mat

„Það er mikil gleði og hamingja í lífi Loga Geirs og unnustu hans þessa dagana enda fæddist þeim yndislegur sonur fyrir stuttu auk þess sem þau eru nýflutt til Íslands og hafa nýlokið námi í einkaþjálfun," segir Rikka og heldur áfram: „Þegar mikið gengur á gefst ekki alltaf tími til að liggja yfir eldamennskunni. Logi sýndi það og sannaði að það þarf ekki að búa til allt frá grunni svo að útkoman verði hin glæsilegasta." Logi Geirsson var gestur Rikku í gær. Hér eru uppskriftir þáttarins.

Lífið

Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna - myndband

„Þetta er svona svolítið górillufæði..." sagði Unnur Guðrún Pálsdóttir sjúkraþjálfari, kölluð Lukka, þegar hún sýndi okkur veitingahúsið Happ sem hún og Þórdís Sigurðardóttir næringarráðgjafi eiga og reka. Skoðaðu hér út á hvað þessi heilsusamlega hugmynd gengur hjá Lukku og Þórdísi.

Lífið

Gæðablóð leitar að bestu nikkunni

Hljómsveitin Gæðablóð er nú að leita að harmonikkuleikara fyrir næstu skífu sína en þar eiga að vera tvö til þrjú lög með harmonikkutónum. Þeir sem áhuga hafa geta litið við á Bar-Gallerí 46 á Hverfisgötunni í kvöld þar sem hljómsveitin treður upp.

Lífið

Jenni flytur til Danmerkur

„Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police.

Lífið

Leikarabörn stíga fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu

Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika.

Lífið

Ekki hrifin af botoxi

Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikill aðdáandi botox-aðgerða. „Ég hef prófað botox en ég er samt hrædd við það. Ég hræðist lýtaaðgerðir en svo lengi sem þú notar þær ekki til að breyta andlitinu á þér finnst mér þær allt í lagi,“ sagði Crawford, sem er 44 ára. „Ég fer ekki fram á að líta út eins og ég gerði hér áður fyrr vegna þess að það yrði bara pirrandi. Ég stunda líkamsrækt svo mér líði vel og fái aukna orku.“

Lífið

SATC galsi eins og hann gerist bestur - myndir

Fjöldi vinkvenna lagði leið sína í gleraugnaverslunina Sjáðu á Laugavegi í gær. Um var að ræða SATC partý þar sem gleraugu úr kvikmyndinni Sex and the City ll voru formlega sýnd og mátuð á milli þess sem Cosmopolitan drykkurinn flæddu um verslunina. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal kvennanna og galsinn var allsráðandi þegar fjöldinn allur af SATC sólgleraugu voru mátuð. Við ætlum að spá fyrir lesendum Lífsins til klukkan 08:30. Vertu með...

Lífið

Lúxusendursýning á Avatar

Töluverðar líkur eru á að Sena endursýni ævintýramyndina Avatar í lok ágúst í þrívídd í lúxussalnum í Smárabíói. Ekki var hægt að sýna myndina í þrívídd í salnum á sínum tíma en núna er tæknin fyrir hendi.

Lífið

Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink.

Lífið

Tónleikaferð Idol-krakkanna stytt

Tónleikaferð krakkanna í American Idol-þáttunum hefur verið stytt um tvær vikur, aðeins einum degi eftir að hún hófst í Bandaríkjunum. Ástæðan er minni áhugi en búist var við. Hætt hefur verið við átta tónleika með sigurvegaranum Lee Dewyze og félögum og lýkur tónleikaferðinni 31. ágúst í stað 16. september.

Lífið

Tökur hefjast á Hæ Gosa á Akureyri

„Við erum komin hingað í norðlensku sæluna og tökur voru að hefjast. Má segja að allt sé á suðupunkti,“ segir Baldvin Z og bætir við að tökuliðið hafi fengið góðar móttökur hjá Akureyringum. Baldvin er einn af framleiðendum sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi sem verða sýndir næsta haust á Skjá einum. Tökur voru að hefjast í vikunni og þegar Fréttablaðið náði tali af Baldvini var góð stemming í herbúðum þáttanna.

Lífið

Sylvester Stalone 64 ára og í fínu formi

Leikarinn Sylvester Stallone segist vera í mjög góðu formi miðað við aldur og að honum líði ekki eins og hann sé orðinn gamall. Stallone er orðinn 64 ára og nýjasta mynd hans er hasarmyndin The Expendables. „Mér líður enn þá vel líkamlega og ég er í góðu formi. Um leið og ég get ekki gengið lengur mun ég hætta að leika í kvikmyndum. Bara þótt samfélagið segi að ég sé gamall þýðir það ekki að ég sé það,“ sagði Stallone.

Lífið

Javier syngur með Glee

Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem mun að öllum líkindum leika gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Glee, en þar mun hann leika rokkstjörnu sem vingast við persónu Kevins McHale.

Lífið

Æstir aðdáendur klæða sig úr - myndband

Við mæltum okkur mót við hljómsveitina Elektru í hádeginu og spáðum í spilin, fyndnar bransasögur og framtíðina. „Við erum að fara að spila á Mallorka á konuhátíð. Ég held að þetta sé lesbíuhátíð..." sögðu Nana Alfreds, Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir og Guðbjörg Linda Hartmansdóttir í hljómsveitinni Elektru. Smelltu á linkinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið.

Lífið

Hver sagði að kokkar væru hundfúlir? - myndband

„Númer eitt tvö og þrjú er það náttúrulega hráefnið og svo er það að gera það frá hjartanu," sögðu Eyþór Rúnarsson yfirkokkur á Nauthól Gunnar Karl Gíslason yfirkokkur og eigandi Dill restaurant meðal annars í morgun. Ef þú smellir á linkinn Horfa á myndskeið með frétt má sjá viðtalið við kokkana.

Lífið

Heilluð af Hefner

Fyrrum Playboykanínan Kendra Wilkinson hefur skrifað bók um æskuár sín og árin í Playboyhöllinni og hefur bókin hlotið titilinn Sliding Into Home. Þar segir Wilkinson meðal annars frá því þegar hún hitti Hugh Hefner í fyrsta sinn.

Lífið

Sumir fögnuðu með stæl - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var sannkölluð fjölskyldustemning í World Class í Laugum í gærkvöldi. Allan daginn var frítt í allar stöðvarnar og tilboð á líkamsræktarkortum. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en hljómsveitirnar Hjálmar og Jón Jónsson skemmtu gestum. Bjössi og Dísa voru hress eins og sjá má hér (óbirt efni).

Lífið