Lífið

Nate Dogg látinn

Bandaríski söngvarinn Nate Dogg lést að heimili sínu í Kaliforníu í gær, 41 árs að aldri. Frægðarsól Nate Dogg reis á níunda áratugnum þegar hann söng í nokkrum metsölulögum með röppurunum Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Warren G og Tupac.

Lífið

Justin Bieber er þetta eitthvað grín?

Söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, er langt frá því að vera líkur vaxmyndinni af sér, sem var afhjúpuð á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í London í gær. Vaxmyndina má skoða í meðfylgjandi myndasafni og þar má einnig sjá mömmu Justin stilla sér upp hjá syni sínum og vaxmyndinni.

Lífið

Næsta stjórstjarna tískuheimsins

Bandaríska fyrirsætan Chanel Iman er talin vera næsta ofurstjarna tískuheimsins. Hún er fædd árið 1990, ólst upp í Los Angeles og á móðir hennar ættir að rekja til Kóreu. Iman hóf fyrirsætuferil sinn aðeins þrettán ára gömul og var þá strax komin á skrá hjá Ford-skrifstofunni. Iman hefur viðurkennt að hana hafi ávallt langað til að starfa sem fyrirsæta, en þess má geta að Chanel Iman er hennar raunverulega nafn.

Tíska og hönnun

Carine Roitfeld í samkeppni við franska Vogue

Goðsögnin Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, sagðist ætla að sigla á ný mið eftir starf sitt hjá tímaritinu. Samkvæmt heimildum gæti þó vel verið að Roitfeld haldi sig við það sem hún gerir best og stofni franska Harper‘s Bazaar.

Lífið

Lífgið upp á útlitið með fallegum mynstrum

Lífgið upp á innihald fataskápsins fyrir vorið með skemmtilegum mynstruðum flíkum. Blómamynstur, rendur, ættbálkamynstur, doppur og óreglulegt mynstur, þitt er valið. D&G og Etro voru jafnframt óhrædd við að blanda saman ólíkum mynstrum frá toppi til táar og því ættu tískuunnendur að vera óhræddir við að gera slíkt hið sama.

Tíska og hönnun

Helga Lilja á tískuvikunni í New York

Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir tók þátt í sölusýningu í tengslum við tískuvikuna í New York sem fram fór í febrúarlok. Þar frumsýndi hún nýja haust- og vetrarlínu sína en Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter.

Lífið

Gríðarleg pressa að taka við Stundinni okkar

"Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar,“ segir leikkonan Margrét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stundinni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ástsælasta barnaþætti Íslandssögunnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum.

Lífið

Hart barist í Eurovision

Búið er að velja lögin 43 sem keppa í Eurovision í Düsseldorf í vor. Búast má við harðri keppni enda taka mörg frambærileg lög þátt í þetta sinn.

Lífið

Hermann seldur til Þýskalands

Þýska forlagið Litteraturverlag hefur tryggt sér útgáfuréttinn á skáldsögu Hermanns Stefánssonar, Algleymi, sem út kom hjá Bjarti haustið 2008.

Lífið

Íslenskt drama á Austurlandi

Kvikmyndin Glæpur og samviska verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum 25. mars. Myndin hefur verið í vinnslu í fjögur ár og var alfarið tekin upp á Austurlandi með áhugaleikurum.

Lífið

Indíánamynstur & litagleði

Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum.

Tíska og hönnun

Ensk útgáfa Eurovision-textans vekur lukku

Ensk útgáfa íslenska Eurovision-lagsins Aftur heim eftir Sigurjón Brink var frumflutt í kvöld. Enskur titill lagsins er Coming Home en það var ekkja Sigurjóns, Þórunn Clausen, sem samdi hann líkt og þann íslenska.

Lífið

Tvífari ungfrú Reykjavík

"Nei mér hefur aldrei verið líkt við Diane Kruger. Við erum svo sem ekkert svo ólíkar," segir Sigríður ungfrú Reykjavík á léttu nótunum þegar við spyrjum hana út í tvífarann hennar, Diönu Kruger, og hvort fólk hafi ekki nefnt það við hana. Ertu á fullu að undirbúa þig fyrir Ungfrú Ísland keppnina? "Ég er mikið að einbeita mér að náminu og er byrjuð að skoða kjóla fyrir keppnina og hlakka bara til að fara að æfa á Broadway með stelpunum," segir Sigríður.

Lífið

Viðkvæmir foreldrar

Leikarinn Ryan Phillippe var gestur Ellen DeGeneres og viðurkenndi þar að móðir hans taki það mjög nærri sér þegar slúðursíður fjalla um hann.

Lífið

Natalie og balletdansarinn ósammála um búsetu

Natalie Portman og unnusti hennar, balletdansarinn Benjamin Millepied, eru ekki sammála um hvar eigi að ala upp ófætt barn þeirra. Að sögn In Touch Weekly vill Portman ala barnið upp í París, heimaborg Millepied, en hann vill búa í New York.

Lífið

Kid Rock lætur Steven Tyler heyra það

Tónlistarmaðurinn Kid Rock hefur gagnrýnt Steven Tyler fyrir þátttöku hans í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Kid Rock telur að þetta hafi verið óviturleg ákvörðun hjá rokkgoðinu Tyler.

Lífið

Karlakvöld Players

Karlakvöld Players var haldið á föstudag. Fjölmargir herramenn mættu til leiks og stemningin var góð.

Lífið

Komin í sambandsráðgjöf

Samband Halle Berry og Olivier Martinez er í vanda ef marka má nýjar heimildir. Forræðisdeila Berry og barnsföður hennar, fyrirsætunnar Gabriel Aubry, hefur tekið sinn toll af sambandi hennar og Martinez og því hafa þau ákveðið að sækja sér aðstoð.

Lífið

Full á djamminu

Unglingastjarnan Miley Cyrus yfirgaf skemmtistaðinn Chateau Marmont í Hollywood haugadrukkin um helgina eins og myndirnar sýna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngkonan yfirgefur skemmtistað í þessu ástandi. Þá má einnig sjá Miley, væntanleg edrú, í sjónvarpsþættinum Late Night with Jimmy Fallon fyrr í mánuðinum.

Lífið

Baka brauð af mikilli ástríðu

Hjónin Guðrún Margrét Jóhannsdóttir og David Nelson reka saman þrjú lífræn bakarí í Barcelona undir nafninu BarcelonaReykjavík Bakery. Fyrsta bakaríið opnuðu þau árið 2006 og fyrstu þrjár vikurnar gáfu þau hvert einasta brauð sem þau bökuðu.

Lífið

Gunni vígði bifreiðaskoðun

Bifreiðaskoðunin Tékkland opnaði nýtt útibú í síðustu viku. Útibúið er staðsett í Borgartúni. Af þessu tilefni var hóað í fjölmiðlamanninn Dr. Gunna s

Lífið

Gjafmildur eiginmaður

Kelsey Grammer giftist nýverið unnustu sinni, hinni 25 ára gömlu Kayte Walsh, og að sögn vina á hann að hafa lagt eina milljón dollara inn á reikning hennar í tilefni dagsins. Grammer stórgræddi á leik sínum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Frasier og að sögn vina vildi hann gleðja hina ungu brúði sína með svolítilli peningagjöf. „Hann vildi gera eitthvað stórkostlegt fyrir Kayte. Hann er forríkur og þessi upphæð er aðeins sem dropi í hafið fyrir honum," var haft eftir vini parsins.

Lífið

Mikið rétt ljóskurnar voru í dúndur stuði

Meðfylgjandi myndir voru teknar í 90's partý á vegum Superman.is á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi um helgina. Ef myndirnar eru skoðaðar gaumgæfilega má sjá að ljóskurnar voru í þrusustuði þetta umrædda kvöld. Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is tók myndirnar.

Lífið

Fuglar trufla Tarantino

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Quentin Tarantino hefur kært nágranna sinn vegna óhljóða í fuglum. Tarantino segist upplifa hræðileg öskur í fuglunum sem trufla hann við vinnu heima hjá sér.

Lífið

Fjórða plata Arctic í júní

Fjórða plata bresku strákanna í Arctic Monkeys nefnist Suck It and See. Hún er væntanleg í byrjun júní í gegnum útgáfufyrirtækið Domino. Upptökustjóri var James Ford sem er hluti af upptökuteyminu Simian Mobile Disco. Á meðal laga á nýju plötunni verða Brick By Brick, Library Pictures og All My Own Stunts. Síðasta plata Arctic Monkeys hét Humbug þar sem upptökustjóri var Josh Homme úr rokksveitinni Queens of the Stone Age.

Lífið

Topp tíu fyrir vorið

Vorið er handan við hornið og vortískan er farin að læðast inn í verslanir. Sólin hækkar á lofti og vorlaukar hafa skotið upp kollinum víða. Föstudagur ákvað að fara á stúfana og finna út hvað væri nauðsynlegt að eignast fyrir vorkomuna.

Tíska og hönnun