Lífið

Rikka selur fötin sín í Kolaportinu í dag

"Við munum selja föt, skó og alls kyns glingur sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina," stendur meðal annars í viðburðatilkynningu á Facebook sem þær Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona með meiru og vinkona hennar Svana Friðriksdóttir almannatengill standa fyrir. Vinkonurnar verða með sölubás fullan af spennandi fatnaði og fylgihlutum í Kolaportinu í dag í bás 2B. Sjá viðburðinn hér.

Lífið

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.

Bíó og sjónvarp

Fær ógeðfelldar hótanir á netinu

„Ég vona að þú skerir þig.." er á meðal skilaboðanna sem þrettán ára Rebecca Black söngkona frá Anaheim í Kaliforníu fær frá netnotendum. Eftir að Rebecca birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síðastliðinn hefur það verið skoðað yfir 16 milljón sinnum. Flestir halda því fram að lagið sé hræðilegt. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal sem var tekið við Rebeccu í sjónvarpsþættinum Good Morning America um þessa gríðarlegu athygli og umtal sem hún hefur hlotið undanfarið. Þá biður hún söngvarann Justin Bieber í lok viðtalsins að syngja með sér dúett.

Lífið

Sumir skemmtu sér betur en aðrir

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Enska barnum en þar fögnuðu menn og konur St. Patricksdeginum. Liðinu leiddist ekki að gleðjast á fimmtudegi eins og myndirnar sýna greinilega...

Lífið

Þessi kann að feika fullnægingu

"Ég hef alveg fengið það betra," sagði Jóel Sæmundsson einn af leikurum í sjónvarpsþáttum Tobbu Marínós, Makalaus, spurður hvernig honum fannst að kyssa aðalleikkonuna Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem fer með hlutverk Lilju aðalpersónu þáttanna.

Lífið

Kvensamur Cooper

Tímaritið Star heldur því fram að leikarinn Bradley Cooper hafi haldið framhjá kærustu sinni, leikkonunni Renée Zellweger með engri annarri en Jessicu Biel, fyrrum kærustu Justins Timberlake.

Lífið

Twilight stjarna á lausu

Söngvarinn Joe Jonas, 21 árs, og Twilight stjarnan, leikkonan Ashley Greene, 24 ára, eru hætt saman. Parið byrjaði að hittast í fyrra sumar en um var að ræða sameiginlega ákvörðun ef marka má yfirlýsinguna sem þau sendu frá sér. Söngvarinn, sem hefur átt í ástarsambandi við Taylor Swift, Camilla Belle, og Demi Lovato, lét hafaf eftir sér um Ashley: Ég verð að setja mínar eigin tilfinningar og langanir í fyrsta sætið og hún skilur að ég hef rosalega mikið að gera."

Lífið

Alltaf varkár í ástarmálum

Reese Witherspoon stígur varlega til jarðar þegar kemur að ástarsamböndum. Leikkonan er trúlofuð umboðsmanninum Jim Toth og undirbúningur fyrir brúðkaupið er í fullum gangi.

Lífið

Einleikurinn Afinn til útlanda

Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári.

Lífið

Alls ekki horfa ef þú gleymdir að fá þér morgunmat

Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst sendi frá sér myndband í dag við lagið Yeah, yeah, yeah, eftir hann sjálfan og frænda sinn, Barða Jóhannson úr Bang Gang. Við gerð myndbandsins bauð Daníel í kökuboð heim til sín nokkrum hressum konum sem dansa reglulega kántrídans hjá Danssmiðjunni ásamt því að fengnir voru þeir Jón Rósmann og sonur hans Blær til að leika hlutverk. Niðurstaðan er hið skemmtilegasta myndband um mann sem mætir í kökuboðið, spilar á orgel og allt fer í stuð eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Daníel klippti myndbandi saman sjálfur en um upptökur sá Bjarni Grímsson og leikstjóri var Valgeir Magnússon.

Lífið

Afmynduð eftir fótósjopp fyllerí

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má greinilega sjá að vinstri síðan á fyrirsætunni Candice Swanepoel er í ólagi því búið er að afmynda hana svo vægt sé til orða tekið með aðstoð tölvutækninnar. Um er að ræða Victoria´s Secret baðfatnað.

Lífið

Semur við One Little Indian

Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian.

Lífið

Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi

Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virðist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black.

Lífið

Cage og Perlman massa miðaldirnar

Ein þeirra mynda sem er frumsýnd um helgina er ævintýramyndin Season of the Witch með Nicholas Cage og Ron Perlman í aðalhlutverki. Þess ber að geta að Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir myndina.

Lífið

Rís upp með hjálp Viagra

Íslenskir kvikmyndahúsagestir geta valið mörgum nýjum myndum um helgina. Anne Hathaway og Jake Gyllenhaal leika í rómantísku gamanmyndinni Love and Other Drugs. Þar fer Gyllenhaal með hlutverk manns sem fær vinnu í lyfjafyrirtæki og fetar sig fljótt upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum á kvenfólk en einnig vegna nýs lyfs sem heitir Viagra.

Lífið

Florence flott á fremsta bekk

Breska söngkonan Florence Welch hefur stimplað sig inn sem ein helsta tískufyrirmyndin í dag á frekar stuttum tíma. Hún sást oft og títt verma fremsta bekk á sýningum helstu tískuhönnuða heims á nýyfirstöðnum tískuvikum. Fatasmekkur Welch þykir vera skemmtileg blanda af gamaldags rómantík og nýjustu tísku.

Lífið

Fimm vinklar The Strokes

Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar.

Lífið

Fyrst nýjar tennur og nú þetta?

Nýjar myndir af söngkonunni LeAnn Rimes hafa vakið athygli fyrir það hvað söngkonan hefur horast á örskömmum tíma. LeAnn póstaði á Twitter síðuna sína eftirfarandi fyrr í þessari viku: "Mér er sama um þessar asnalegu fréttir. Ég veit að ég er heilsuhraust. Kannski ættu þeir sem skrifa um mig að byrja á því að skoða sig að innan og utan." Þá skrifaði einhver á vegginn hennar að hún væri vannærð á að líta á myndunum en LeAnn svaraði: "Þetta er mynd.... sjáðu mig Í RAUNVERULEIKANUM." Þá má einnig sjá eldri myndir af söngkonunni fyrir og eftir nýja stellið og áður en hún léttist svona svakalega.

Lífið

Fyrsta sólóplata Begga Smára

Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995.

Lífið

Jóel og Skúli tilnefndir

Tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Skúli Sverrisson eru meðal þeirra tólf sem eru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2011. Tilkynnt verður um sigurvegarann 1. júní.

Lífið

Viljið þið gefa þessu módeli eitthvað að borða

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fyrirsætuna Yuliana Bondar sitja fyrir í myndatöku fyrir tískuþátt Victor Da Souza í ljósmyndarveri Seth Sabal í New York þar sem ofurfyrirsæturnar fyrir helstu tískutímaritin eru oftar en ekki myndaðar. Ef myndskeiðið er skoðaða lítur allt út fyrir að Yuliana mætti fá sér smá snarl.

Lífið

Villt kynlíf eftir skilnað innantóm tilfinning

Útvarpsmaðurinn Howard Stern prýðir forsíðu tímaritsins Rolling Stone en þar ræðir hann opinskátt um sína persónulegu kynlífsreynslu í kjölfar skilnaðar. Eftir að ég skildi áttaði ég mig allt í einu: Ó vá ég get farið og stundað kynlíf. Ég hljóp um og pikkaði upp konur en síðan fattaði ég að ég þurfti ekki svona mikið á kynlífi að halda eftir allt saman. Eina sem ég þráði var einhverja sem vildi vera hjá mér hverja einustu mínútu. Það var ekki eins spennandi að hafa samfarir á hverju kvöldi eins og ég hélt og þá við konur sem notuðu mig af því hver ég er og ég notaði þær út af fegurð þeirra. Allt þetta kynlífsdæmi var endanum innantóm tilfinning..." sagði Howard.

Lífið

Plata Árna nær öðru sæti breska breiðskífulistans

Fyrsta plata The Vaccines, What Did You Expect From The Vaccines?, kom út á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór platan vel af stað í Bretlandi og sat í öðru sæti breiðskífulistans í gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á mánudaginn í næstu viku, þegar listinn verður gefinn út, hvort hún haldi sætinu.

Lífið

Soderberg hættir að leikstýra

Það kom mörgum kvikmyndaáhugamönnum í opna skjöldu þegar leikstjórinn heimsfrægi Steven Soderbergh tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að hætta í bransanum.

Lífið

Þetta er þá ástæðan af hverju þú hættir með Hollywoodgellunni

Black Swan leikkonan Mila Kunis og söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake fara með aðalhlutverkin í rómantísku gamanmyndinni Friends With Benefits sem kemur út í sumar. Eins og allir vita nú þegar, er Justin nýhættur með leikkonunni Jessicu Biel. Nú velta slúðurmiðlar beggja vegna Atlantshafsins sér endalaust upp úr sambandi Milu og Justin og þeirri staðreynd að það var flugeldasýning þegar þau voru saman við tökur á fyrrnefndri bíómynd því þau náðu lygilega vel saman.

Lífið