Lífið

Mamma umbi

Leikkonan Katherine Heigl, 33 ára, dóttir hennar, Naleigh voru myndaðar á leið í flug á LAX flugvellinum í Los Angeles. Með þeim í för var móðir Katherine sem er einnig umboðsmaðurinn hennar.

Lífið

Flottir sokkar Bieber

Kanadíski söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, var klæddur í munstraða háa sokka í gær þegar hann gekk í gegnum LAX flugvöllinn. Justin reyndi að flýja nærstadda ljósmyndara og hylja andlit sitt eins og sjá má á myndunum...

Lífið

Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF

Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár.

Tíska og hönnun

Mikið rétt nördasamkomur eru málið

Nördarnir fögnuðu nýju nafni ásamt 1.200 gestum sem sóttu gleði þar sem formlega var tilkynnt að Advania væri nýja nafnið á Skýrr, HugAx og norrænum dótturfyrirtækjum...

Lífið

Ómáluð Longoria

Leikkonan Eva Longoria, 36 ára, og unnusti hennar Eduardo Cruz gengu hröðum skrefum á frumsýningu á dögunum...

Lífið

Lúxusvilla Mel B til sölu

Lúxusvilla söngkonunnar Mel B í Los Angeles er til sölu. Ásett verð er 3.45 milljónir Bandaríkjadala. Mel, sem keypti fasteignina árið 2009 á 3.2 milljónir, er ekkert slor eins og sjá má á myndunum. Í húsinu er meðal annars upptökuver, fimm svefnherbergi, átta baðherbergi, líkamsræktaraðstaða, stofa og borðstofa.

Lífið

Sumir voru í geðveikum sokkabuxum

Söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld sem söng lagið Stund með þér eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Þórunni Ernu Clausen í undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöld spjallar í meðfylgjandi myndskeiði um fatnaðinn sem hún klæddist þetta kvöld. Þá má einnig sjá annan stílistann hennar Rósu, Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur (Sissu) í myndskeiðinu.

Lífið

Eurovision armband með meiru

Meðfylgjandi myndskeið var tekið áður en úrslit voru kunngjörð í undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi þegar söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir sem söng lagið Minningar eftir Valgeir Skagfjörð sýndi okkur Eurovision-armband sem Þórunn Erna Clausen leikkona lánaði henni, kjólinn og hárgreiðsluna sem fór henni áberandi vel. Lagið Minningar komst ekki áfram í keppninni þrátt fyrir frábæra frammistöðu Guðrúnar.

Lífið

Heyrðu svo sungu allir Nínu (nema hvað)

Myndskeiðið sýnir hvað stemningin var frábær í græna herberginu í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Keppendur sungu saman sígilda Eurovisionlagið Nína eftir Eyjólf Kristjánsson á meðan þeir biðu eftir símakosningunni.

Lífið

Hrútspungar fagna baksviðs

Í meðfylgjandi myndskeiði fagna Simbi og Hrútspungarnir þegar þeir komust áfram í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi með lagið Hey eftir Magnús Hávarðarson...

Lífið

Mosfellingar kunna sko að skemmta sér

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegu þorrablóti Aftureldingar í íþróttahúsinu að Varmá í gærkvöldi þar sem Ingó og veðurguðirnir sáu til þess að enginn yfirgæfi dansgólfið eftir borðhaldið. Eins og sjá má á myndunum kunna Mosfellingar svo sannarlega að skemmta sér og öðrum.

Lífið

Baksviðs var mesta stuðið

Meðfylgjandi myndir voru teknar í græna herberginu í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi. Rífandi stemning var meðal keppenda eins og sjá má. Simbi og Hrútspungarnir og Regína Ósk tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með lögin Hjartað brennur og Hey.

Lífið

Fjandinn hirði paradís

Það er eitthvað ákaflega fallegt og einlægt við The Descendants. Gamla tuggan um að lífið sé hverfult á alltaf við, en Payne heldur því fram að aldrei sé neitt of seint. Hvort sem þú þarft að byrja að ala upp börnin þín, segja deyjandi ástvini eitthvað eða að læra að meta fegurð umfram fé.

Gagnrýni

Hundarnir skemma ástarsambandið

Leikkonan Blake Lively hefur átt í sambandi við kanadíska leikarann Ryan Reynolds undanfarna mánuði. The Enquirer heldur því fram að þótt parið sé yfir sig ástfangið séu þegar komnir brestir í sambandið og er það hundum þeirra að kenna.

Lífið

Clooney gerði mistök þegar enginn tók eftir því

George Clooney er ánægður með að hafa gert flest sín mistök þegar hann var yngri. „Ég hef gert nokkur mistök í gegnum tíðina og tekið heimskulegar ákvarðanir, flestar í byrjun ferilsins. Sem betur fer gat ég gert þessi mistök snemma á ferlinum þegar enginn tók eftir því,“ sagði leikarinn við The Daily Telegraph.

Lífið

Litadýrð og loðkragar fyrir herrana

Herratískan í Mílanó var sýnd í síðustu viku en þar kenndi ýmissa grasa í herratískunni fyrir komandi haust og vetur. Loðfóðraðir gallajakkar og úlpur voru áberandi, síðir ullarfrakkar með loðkraga og munstraðar prjónapeysur voru áberandi.

Tíska og hönnun

Sagði sögur af Hemma Hreiðars

„Við hittum hann og toguðum hann í létta myndatöku,“ segir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður Sjónvarpsins. Hann og kollegar hans, Einar Örn Jónsson og Henry Birgir Gunnarsson, hittu knattspyrnustjórann heimsþekkta, Avram Grant, í Serbíu þar sem þeir eru staddir vegna EM í handbolta.

Lífið

Gefur út nýtt lag með Sjonna

Þórunn Erna Clausen, ekkja tónlistarmannsins Sjonna Brink, ætlar að gefa út lag síðar á þessu ári sem Sjonni var að vinna að þegar hann lést fyrir ári, langt fyrir aldur fram.

Lífið

Heidi Klum og Seal skilin

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 38 ára, hefur sótt um skilnað við breska söngvarann Seal, 48 ára, eftir sex ára hjónaband...

Lífið

Einn sá allra sigursælasti

Knattspyrnumaðurinn Sigursteinn Gíslason lést í vikunni eftir harða baráttu við krabbamein. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR og er einn allra sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnusögu, en alls varð hann níu sinnum Íslandsmeistari og þrisvar.

Lífið

Bakar kökur og hjólar með þær til viðskiptavina sinna

„Þetta eru mjög amerískar uppskriftir. Ég held að þær henti íslenskum bragðlaukum vel,“ segir Bandaríkjamaðurinn Ben Chompers. Hann hefur stofnað bakaríið Hveiti og smjör sem sérhæfir sig í kökum og alls kyns eftirréttum. Hið óvenjulega er að Chompers sendist með vörurnar sjálfur um Reykjavík á sérhönnuðu reiðhjóli og bankar upp á bæði hjá fyrirtækjum og í heimahúsum.

Lífið

Til í hvað sem er með Baltasar

Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar.

Lífið