Lífið

Borðaði eina máltíð á dag

Ástralski leikarinn Liam Hemsworth fer með hlutverk Gale Hawthorne í kvikmyndinni Hunger Games. Hann kveðst hafa borðað lítið sem ekkert á meðan hann bjó sig undir hlutverkið.

Lífið

Sundur og saman

Hönnuðurinn og leikkonan Ashley Olsen sást með söngvaranum Jared Leto síðasta sunnudag. Síðast var stúlkan orðuð við hinn gifta leikara Johnny Depp.

Lífið

Handagangur í Hörpu

Fjöldi manns vann baki brotnu baksviðs á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu um helgina þar sem mikill handagangur var í öskjunni. Fyrirsætur æfðu sig í að ganga á himinháum hælum milli atriða. Förðunar- og hárteymi stóðu í ströngu og göldruðu fram ævintýralegt útlit á færibandi.

Tíska og hönnun

Betrumbætt Hótel Borg

Glæsilegasta fólk landsins kom saman tilað fagna endurnýjun veitingastaðarins Lounge á Borginni síðustu helgi. Eins og sjá má var margt um manninn og gleðin við völd....

Lífið

Vice teygir anga sína til Íslands

"Ég skrifaði undir ráðningarsamning á servíettu í Stokkhólmi í febrúar,“ segir Daníel Ólafsson plötusnúður, viðskiptafræðinemi og nú tengiliður tímaritsins Vice á Íslandi.

Lífið

Gaman í Battleship

Rihanna hafði gaman af því að leika sterka kvenpersónu í hasarmyndinni Battleship. Þetta er fyrsta kvikmynd söngkonunnar og þar fer hún með hlutverk Coru Raikes. Liam Neeson leikur einnig í myndinni.

Lífið

Stebbi og Eyfi á túr

Meðfylgjandi myndir tók Óskar Pétur Friðriksson í Hallarlundi á laugardaginn þegar félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson héldu tónleika. Þeir munu halda tvenna tónleika á Hótel KEA Akureyri, á morgun, fimmtudag og á laugarda. Þar verður með þeim tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson. Félagarnir ætla að túra um Ísland eins og hér segir: 5. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30) 7. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30) 23. apríl: Hvammstangakirkja (kl. 20.30) 24. apríl: Eyvindarstofa, Blönduósi (kl. 20.30) 25. apríl: Sauðárkrókskirkja (kl. 20.30) 26. apríl: Hofsósskirkja (kl. 20.30) 27. apríl: Saltfisksetrið, Grindavík (kl. 21.30) 7. maí: Ólafsfjarðarkirkja (kl. 20.30) 8. maí: Menningarhúsið Berg, Dalvík (kl. 20.30) 9. maí: Kaffi Brekka, Hrísey (kl. 20.30) 10. maí: Kaffi Rauðka, Siglufirði (kl. 21.00) 11. maí: Veitingastaðurinn Salka, Húsavík (kl. 22.00)

Lífið

James Bond hefur leika

James Bond mun setja Ólympíuleikana sem fara fram í London í sumar. Það er leikarinn Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk Bonds í síðustu kvikmyndunum um njósnara hennar hátignar.

Lífið

Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga

"Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir.

Lífið

Hollywood sýnir Frost áhuga

Hollywood-fyrirtækið XYZ Films hefur sýnt áhuga á að endurgera íslenska spennutryllinn Frost fyrir bandarískan markað. Glæný þrjátíu sekúnda stiklu úr myndinni virðist hafa heillað fyrirtækið upp úr skónum.

Lífið

Gagnrýna Madonnu

Madonna segir börnin sín fjögur vera óvægin í gagnrýni sinni á tónlist hennar. Söngkonan segir gagnrýnina stundum særa hana að innstu hjartarótum.

Lífið

Laumuleg óhollusta

Ekki er allur "hollur“ matur jafn hollur og ætla mætti ef marka má nýja rannsókn á vegum U.S. Department of Agriculture's Economic Research Service. Þar kemur fram að mikið af matvælum sem fyrirtæki markaðsetja sem holl eru það alls ekki.

Lífið

Fær tískuráð frá tengdó

Katrín hertogaynja af Cambridge er mikil tískufyrirmynd og allt sem hún klæðist rýkur úr hillum búðanna. Tengdafaðir hennar Karl Bretaprins hefur tekið eftir þessari þróun og vill nú að hún klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed en merkið er í miklu uppáhaldi hjá prinsinum. Fyrirtækið þarf að bæta sölu á alþjóðlegum markaði og bíður nú í ofvæni eftir að hertogaynjan klæðist fatnaði frá þeim.

Tíska og hönnun

Leyndardómar kjólsins

Enn dúkka upp sögur um leynimakkið er umkringdi brúðarkjól Kate Middleton. Nýjasta sagan frá því hvernig Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen, fór að því að panta efnið í kjólinn án þess að upp um hana kæmist.

Lífið

Skilja sem vinir

Söngvarinn Adam Levine, sem syngur með hljómsveitinni Maroon 5, og kærasta hans til tveggja ára, Anna V, hafa bundið enda á samband sitt.

Lífið

Segir Leo vera feitan

Leikkonan Kate Winslet hefur verið dugleg að kynna Titanic 3D í fjölmiðlum og hefur látið ýmislegt misjafnt flakka í tilefni þess. Leikkonan hefur meðal annars kallað mótleikara sinn feitan.

Lífið

Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót

Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní.,,

Lífið

Vill leika Houston

Rihanna hefur lýst yfir áhuga á að leika söngkonuna Whitney Houston verði kvikmynd um ævi hennar einhvern tímann gerð.

Lífið

Fer í vont skap í svörtu

Þorsteinn Blær, stílisti, hefur vakið eftirtekt fyrir litríkan klæðaburð sinn og nú síðast fangaði hann athygli ljósmyndara vefsíðunnar Fashionista.com sem birti mynd og viðtal við stílistann á síðu sinni. Fashionista.com er ein af vinsælli tískuvefsíðum heims og því ætti litríkur klæðnaður Þorsteins að ná augum fjölda fólks.

Lífið

Anna Mjöll trúir ennþá á ástina

"Ég sakna orkunnar og minninganna á Íslandi. Annars gef ég mér nú ekki mikinn tíma til að sakna neins. Það breytir engu. Pabbi sagði við mig rétt áður en þetta skall á allt saman: "Maður heldur alltaf ...

Lífið

Valdamest í tískunni

Tímaritið Time birti lista yfir hundarð áhifamestu einstaklingana innan tískubransans frá árinu 1923, en það ár var Time fyrst gefið út. Listinn samanstendur meðal annars af fatahönnuðum, fyrirsætum, ljósmyndurum og ritstjórum.

Tíska og hönnun

Dagblöð ekki í fararbroddi

Robert Redford segir að heimildarmyndir hafi tekið við af dagblöðum sem helsta vígi rannsóknarblaðamennsku. Redford, sem lék blaðamanninn Bob Woodward í All the President"s Men, segir að blöðin séu á niðurleið hvað þetta varðar. „Þess vegna eru heimildarmyndir svona mikilvægar. Þær koma sannleikanum líklega betur á framfæri,“ sagði hann við BBC. Fjöldi heimildarmynda frá Sundance-hátíðinni sem Redford stjórnar verður sýndur á kvikmyndahátíðinni Sundance London í apríl.

Lífið

Transkona má vera með í Miss Universe

Transkonunni Jenna Talackova hefur verið heimilað að taka þátt í úrslitakeppni Miss Universe í Kanada. Aðstandendur keppninnar höfðu dregið Talackova úr keppni fyrir viku síðan eftir að upp komst að hún fæddist strákur. Í yfirlýsingu frá keppninni segir að Talackova fái að taka þátt, ef hún fylgir reglum keppninnar.

Lífið

Axl Rose hatar mig

Slash, fyrrum gítarleikari Guns N"Roses, telur að söngvarinn Axl Rose hati sig. Í viðtali við Rolling Stone sagðist Slash endilega vilja spila með Guns N"Roses þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í Ohio 14. apríl. Hann gerir sér samt grein fyrir því að það mun ekki verða af því enda talar hann aldrei við Rose. „Hann hatar mig. Það eru margar ástæður fyrir því og ég veit ekki hverjar þær allar eru,“ sagði Slash, sem gefur út sína aðra sólóplötu, Apocalyptic Love, 21. maí.

Lífið

Tekur lífernið í gegn

Söngkonan Adele og kærasti hennar, Simon Konecki, hafa tekið mataræði sitt í gegn og gerðust nýverið grænmetisætur.

Lífið

Madonna slær út Elvis

Madonna hefur slegið met Elvis Presley yfir þá sólólistamenn sem hafa átt flestar plötur í efsta sæti breska vinsældarlistans. Plata hennar, MDNA, fór beint á toppinn um helgina og varð þar með hennar tólfta til að ná efsta sætinu þar í landi. Á plötunni nýtur hin 53 ára Madonna aðstoðar upptökustjórans Williams Orbit og fleiri aðila.

Lífið