Lífið

Kattamyndirnar seldust fljótt upp

„Þau eru svo til öll farin, bæði gefin og seld,“ segir rithöfundurinn og nú myndlistarkonan Vigdís Grímsdóttir. Málverk hennar af rauðum köttum sem voru til sýnis í Kaffihúsi Gerðubergs eru uppseld. Og eftirspurn eftir fleiri verkum Vigdísar er svo sannarlega til staðar. Rithöfundurinn lumar á nokkrum á heimili sínu í Úthlíð en er efins um að láta þau af hendi. „Ekki öll, mér þykir nú vænt um verkin,“ segir Vigdís, sem sagðist vera að passa þegar Fréttablaðið náði tali af henni.

Lífið

Beckham með barnið

Victoria Beckham, 37 ára, hélt þéttingsfast á stelpunni sinni, Harper, á leið þeirra á Nobu veitingahúsið í New York í gær. Fyrr sama dag fóru mæðgurnar í verslunarleiðangur...

Lífið

Harpa of dýr fyrir Morfís

„Við reyndum að komast þarna inn en það var bara of dýrt fyrir okkur. Við reyndum við Eldborgarsalinn enda var það eini salurinn sem gæti hýst keppnina. En við verðum þá bara áfram í Háskólabíói,“ segir Geir Finnsson, formaður stjórnar Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna.

Lífið

Ragga Magg stofnar grínhóp í LA

„Þetta er verulega skemmtilegt og ég fæ góða útrás við þetta,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, mastersnemi í New York Film Academy í Los Angeles og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni.

Lífið

Gamla góða Grafík lifnar við

Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar.

Tónlist

Hættir að leika fyrir fimmtugt

Brad Pitt segist vera tilbúinn til að leika í kvikmyndum í þrjú ár í viðbót en láta svo gott heita þegar hann verður fimmtugur. Barnafjöldinn sem leikarinn á með Angelinu Jolie gæti haft eitthvað að gera með ákvörðunina, en Pitt segist verða reiður þegar hann hugsar um að börnin hans þekki ekki annan veruleika en að þurfa að búa bak við læst hlið til þess að vera laus við ágang ljósmyndara. Hann viðurkennir að hann taki ákvarðanir á annan hátt eftir að hann eignaðist börn.

Lífið

Bók Tryggva Þórs fagnað

Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson sendi á dögunum frá sér bókina Stjórnmál og hagfræði. Útgáfu bókarinnar var fagnað í Eymundsson á Skólavörðustíg á dögunum.

Lífið

Tilbúinn að kveðja

Hugh Laurie, sem leikur vandræðagemlinginn og lækninn House í samnefndum þáttum, telur að nú styttist í annan endann á framleiðslu þáttanna. Áttunda sería þáttanna er nú í sýningu og segir Laurie þann tíma liðinn að aðstandendur House þurfi að sanna sig fyrir gagnrýnendum eða framleiðendum.

Lífið

Glænýtt leikfang Lopez

Nýfráskilin Jennifer Lopez, 42 ára, virðist taka Madonnu sér til fyrirmyndar þegar kemur að elskhugum sem gætu verið synir þeirra, en sagan segir að Jennifer sé byrjuð með dansaranum Casper Smart, 24 ára, sem skoða má í myndasafni...

Lífið

Paris sendir sms

Paris Hilton, 30 ára, sletti ærlega úr klaufunum á veitingahúsi í Los Angeles ásamt vinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum...

Lífið

Perry þakkar fyrir sig

Söngkonan Katy Perry hyggst þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn með því að bjóða þeim á tónleika í Los Angeles.

Lífið

Louis Vuitton pantar íslenskan kór

„Þetta er feykilega spennandi,“ segir Hörður Áskelsson, stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum. Í lok mánaðar heldur átta manna hópur úr kórnum til Osaka í Japan þar sem hann mun syngja í tengslum við opnun tískuverslana Louis Vuitton. Schola cantorum er einn þekktasti kammerkór landsins og hefur komið víða við og hlotið fjölda viðurkenninga síðan hann var stofnaður árið 1996.

Lífið

Hó hó hó rokkuð Beckham

Victoria Beckham, 37 ára, stillti sér upp fyrir nærstadda ljósmyndara á kvennaráðstefnu á Plaza hótelinu í New York í gær...

Lífið

Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator

Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“

Leikjavísir

Jólahárgreiðslan á 3 mínútum

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Margrét Dóra Árnadóttir hársnyrtimeistari einfalda jólahárgreiðslu á mettíma þar sem hún notar hárlakk, spennur og vöfflujárn...

Lífið

Justin í góðum gír

Justin Timberlake skemmti sér konunglega á árlegum dansleik hermanna í Bandaríkjunum. Honum var boðið þangað af Kelsey De Santis, en hún bjó til myndband á Youtube þar sem hún óskaði formlega eftir því að Timberlake yrði fylgdarsveinn sinn þetta kvöld. Fjölmiðlar þar vestra eru flestir mjög meðvitaðir um að Timberlake hafi notið góðs af þessu fjölmiðlatrixi sínu, en söngvarinn og leikarinn skrifar á vefsíðu sinni að hann hafi átt yndislegar stundir með De Santis. „Og ég hef aldrei upplifað það áður að konunni á stefnumótinu sé umhugað um að mér líði vel og að ég hafi allt sem ég þurfi,“ skrifar Timberlake, en leikkonan Mila Kunis þekktist svipað boð.

Lífið

Hönnun Lindu eftirsótt

Scintilla hönnun Lindu Bjargar Árnadóttur fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ, hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi heldur einnig úti í hinum stóra heimi...

Tíska og hönnun

Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn

"Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki.

Lífið

Hætti við veisluhöld

Pippa Middleton er í það mikilli ástarsorg að hún hætti við að fara á grímuball hjá hæstarétti landsins. Að fá boðskort í þá veislu þykir viðurkenning en Middleton, sem sló eftirminnilega í gegn í brúðkaupi systur sinnar Kate Middleton, treysti sér ekki til að fara. Breskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir helgi að Middleton hefði hætt með kærasta sínum, Alex Loudon.

Lífið

Ívar Hauksson: Bestur í öllu

Ívar Hauksson PGA-golfkennari hættir ekki fyrr en hann skarar fram úr í einu og öllu sem hann gerir. "Líf mitt á Spáni er draumur í dós. Það eru forréttindi að geta unnið við það sem manni þykir skemmtilegast," segir Ívar, sem er mörgum ógleymanlegur fyrir að hafa unnið allt sem hann unnið gat á sviði íþrótta, karlmennsku og fegurðar hér áður.

Lífið

Signý á topplista hjá Taschen

Teikningar eftir listakonuna Signýju Kolbeinsdóttur prýða dagatal útgáfurisans Taschen fyrir komandi ár. Signý er þar í hópi heimsþekktra listamanna á borð við Söru Antoinette Martin og Gary Baseman.

Lífið

Óttar Guðnason vinnur með John Cusack

Óttar Guðnason verður, samkvæmt vefsíðunni imdb.com, kvikmyndatökumaður á hasarmyndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed. Framleiðendur eru meðal annars bræðurnir Bryan Furst og Sean Furst en þeir eiga meðal annars endurgerðarréttinn að Mýrinni eftir Baltsar Kormák.

Lífið