Lífið

Spenntur fyrir Íslandi

Ástralski stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe er á leið til Íslands eins og kunnugt er. Mun Crowe fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky sem verður að hluta tekin upp hér á landi í sumar.

Lífið

Bókin bætti heilsu sonarins

"Hann var var greindur með Tourette fyrir rúmu ári síðan og í kjölfarið á því tókum við skrefið lengra í mataræðinu því það er engin lækning við sjúkdómnum heldur eingöngu sljóvgandi lyf. Ég fór að skoða náttúrulegar leiðir og fann út að það er gott að breyta um mataræðið og taka út vissar matvörur,“ segir höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar, Berglind Sigmarsdóttir...

Lífið

Herforingi nær hefndum

Kvikmyndin Coriolanus verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Myndin er frumraun Ralph Fiennes í leikstjórastólnum og hefur hann hlotið einróma lof fyrir.

Lífið

Stórviðburður í Hörpu

Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970.

Tónlist

Ekki mér að kenna

Bobby Brown, tónlistarmaður og fyrrum eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, segir að það sé ekki honum að kenna að söngkonan lést fyrir aldur fram. Í nýlegu viðtali við Today Show á NBC segir Brown að hann hafi farið út að borða ásamt Houston og dóttur sinni Bobbi Kristina viku áður en Houston fannst látin á hótelherberginu sínu. „Hún geislaði og leit vel út.“ segir Brown og þvertekur fyrir að hann hafi átt þátt í eiturlyfjaneyslu Houston.

Lífið

Taylor Swift ófeimin á Twitter

Kántrýsöngkonan og Grammy verðlaunahafinn Taylor Swift hefur gaman að því að leika sér með vinkonum sínum og delir því hiklaust með Twitter aðdáendum sínum í formi mynda.

Lífið

Stjörnupartý E!

Það er óhætt að segja að sjónvarpsstöðin E! hafi tjaldað öllu til er hún kynnti dagskrá stöðvarinnar á dögunum.

Lífið

Fullorðinslegur Bieber

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Justin Bieber Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York. Hárgreiðsla söngvarans vakti athygli en eins og sjá má var Justin með blásið hárið.

Lífið

Rihanna sinnir aðdáendum

Rihanna var afslöppuð um helgina og sinnti aðdáendum sínum af mikilli þolinmæði fyrir utan hótelið sem hún dvelur á þessa dagana. Eins og sjá má í myndasafni var söngkonan hversdagsleg til fara, með slegið hár og lítið förðuð.

Lífið

Tæknin þótti allt of góð

Leikstjórinn Peter Jackson sýndi tíu mínútna langt brot úr kvikmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey á Cinemacon í Las Vegas í síðustu viku. Kvikmyndin er öll skotin með nýrri tækni er sýnir 48 ramma á sekúndu í stað hinna hefðbundnu 24 ramma á sekúndu og verður fyrsta myndin sem sýnd er á þessum hraða. Tæknin þykir þó of öflug fyrir kvikmyndahús og er afraksturinn slakur ef marka má gagnrýnandann Devin Faraci hjá Badass Digest.

Lífið

Skrifar bók um Whitney

Cissy Houston, móðir söngkonunnar sálugu Whitney Houston, ætlar að skrifa bók um dóttur sína. Hún vill að allur sannleikurinn um söngkonuna komi þar fram, bæði slæmu stundirnar og þær góðu.

Lífið

Sjónvarpsstjörnurnar Kim og Kelly

Kim Kardashian og Kelly Osbourne vöktu athygli á teiti á vegum sjónvarpsstöðvarinnar E! sem fram fór í New York Kim, sem klæddist Alaia kjól og Jimmy Choo skóm var með systrum sínum Kourtney og Khloe ásamt mömmu þeirra Kris Jenner og yngri bróður þeirra Rob.

Lífið

Rúnar Ingi í Shots Magazine

„Þetta er algjör snilld. Það hefur lengi verið draumur minn að komast þarna inn,“ segir auglýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson.

Lífið

Leikræn og lipur fengitíð

Svar við bréfi Helgu er góð sýning með skýrri persónusköpun. Leikgerðin er mjög spennandi. Ólafur Egill hefur auga fyrir því að lyfta fram aðstæðum á mjög svo leikrænan og lipran máta, þannig að úr verður heilsteypt verk án kyrrstöðu.

Gagnrýni

Rambo í fimmta sinn

Sylvester Stallone ætlar að setja rauða hárbandið á kollinn á sér á nýjan leik því hann er með fimmtu hasarmyndina um Rambo á teikniborðinu.

Lífið

Kína kemur til greina

James Cameron hefur gefið í skyn að framhald ævintýramyndarinnar Avatar verði tekið upp í Kína. Leikstjórinn hefur unnið við handrit myndarinnar síðan Avatar sló í gegn 2009.

Lífið

Árshátíð ofurhetja

The Avengers er alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað á dyr fyrir óspektir.

Gagnrýni

Lopez og Iglesias í samstarf

Söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, og söngvarinn Enrique Iglesias, 36 ára, tilkynntu formlega tónleikaferð þeirra til þrettán borga í sumar. Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 4. maí. Eins og sjá má á myndunum klæddist Jennifer þrílitum Lanvin kjól og Giuseppe Zanotti skóm. Enrique var látlaus í klæðaburði í gallabuxum, strigaskóm og með derhúfu. Það var skartgripasnákurinn sem hékk um hálsinn á Jennifer sem stal senunni á þessum fjölmiðlafundi. Montreal Bell Centre — Jul 14, 2012 Toronto Air Canada Centre — Jul 17, 2012 Newark Prudential Center — Jul 20, 2012 Boston TD Garden — Jul 25, 2012 Washington DC Verizon Center — Sat, Jul 28, 2012 Chicago United Center — Fri, Aug 03, 2012 San Jose HP Pavilion — Wed, Aug 08, 2012 Anaheim Honda Center — Sat, Aug 11, 2012 Los Angeles Staples Center — Thu, Aug 16, 2012 Dallas American Airlines CTR — Sat, Aug 25, 2012 Houston TX, Toyota Center — Sun, Aug 26, 2012 Atlanta Philips Arena — Wed, Aug 29, 2012 Miami American Airlines Arena — Fri, Aug 31, 2012

Lífið

Svart eða hvítt

Mikill fjöldi þekktra einstaklinga sótti hinn árlega The White House Correspondents kvöldverð sem fram fór á sunnudaginn. Gestir klæddust sínu fínasta pússi líkt og sjá má á myndunum.

Lífið

Of Monsters hefur selt yfir hundrað þúsund eintök

Of Monsters and Men hefur selt sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, samanlagt í rúmum eitt hundrað þúsund eintökum. Þar af hefur hún selst í 95 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og Kanada, samkvæmt upplýsingum frá Nielsen Soundscan sem heldur utan um plötusölu vestanhafs.

Lífið

Galin gleraugu Gaga

Lady Gaga er vön að ganga lengra en flestir þegar kemur að fatnaði, framkomu, hári, förðun og svo sannarlega vali sínu á sólgleraugum líka.

Lífið

Gott að ljúka við söguna

Christopher Nolan er ánægður með að hafa getað lokið við Batman-sögu sína. The Dark Knight Rises, sem kemur út í júlí, er þriðja og síðasta mynd leikstjórans og aðalleikarans Christians Bale.

Lífið

Tara hættir ekki djamminu

Tara Reid er orðin þekktari fyrir skemmtanalíf sitt en leikhæfileika og segir hún það hafa slæmar afleiðingar fyrir vinnu sína.

Lífið

Music Mess í annað sinn

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess verður haldin í annað sinn helgina 25. til 27. maí á Faktorý Bar og Kex Hosteli. Meðal þeirra sem koma fram eru Benni Hemm Hemm, Snorri Helgason, Jarse frá Finnlandi, My Bubba & Mi frá Danmörku, Cheek Mountain Thief, Legend, Úlfur og fleiri. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn síðasta vor og komu þá fram Deerhunter, Mugison, Lower Dens, Sin Fang og Nive Nielsen. Miðasala hefst 4. maí á Midi.is. Frítt verður inn á þá viðburði sem haldnir verða á Kex Hosteli.

Lífið