Lífið

Happdrættisvinningur að fá Orange-verðlaunin

Nýverið kom út hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu skáldsagan Kona tígursins. Hún er fyrsta verk Téu Obreht, sem er fædd árið 1985. Hún er yngsti rithöfundurinn sem hlýtur hin virtu Orange-bókmenntaverðlaun.

Menning

Pippa prúð á afmælinu

Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, vekur athygli hvert sem hún mætir. Hún var klædd í gulan kjól á 29 ára afmælisdeginum sínum þegar hún mætti með slegið hárið á US Open - stórglæsileg að vanda...

Lífið

Karpað í körfunni

Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi.

Gagnrýni

Blómstrar eftir skilnaðinn

Það er ekki hægt að segja annað en að leikkonan Katie Holmes, 33 ára, blómstri eftir að hún skildi við leikarann Tom Cruise. Hún mætti glæsileg eins og sjá má á myndunum með hárið tekið í tagl á verðlaunaafhendingu Style Awards í New York. Katie sat við sama borð og hönnuðurinn Joe See og leikkonan Katharine McPhee. Fatalína leikkonunnar Holmes & Yang verður frumsýnd næstu viku - það verður eitthvað.

Lífið

London næst á dagskrá

"Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina,“ segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september.

Tónlist

Kim Kardashian í djörfum kjól

Það virðist vera nóg að gera hjá Kim Kardashian því varla líður dagur án þess að hún sjáist í fullum skrúða í partýum, á rauða dreglinu eða á förnum vegi með nýja kærastanum.

Tíska og hönnun

Ný hlið á Fassbender

Michael Fassbender mun fara með titilhlutverkið í gamanmyndinni Frank. Fassbender leikur sérvitran rokktónlistarmann í myndinni og fer Domnhall Gleeson með hlutverk mislukkaðs tónlistarmanns sem óvart gengur í raðir rokksveitar Franks. Handrit myndarinnar er eftir rithöfundinn Jon Ronson og handritshöfundinn Peter Staughan, sem unnu áður að gerð handrits myndarinnar The Men Who Stare at Goats. Írinn Lenny Abrahamson leikstýrir myndinni.

Lífið

Rótaði í rusli

Leikkonan Isla Fisher fer með hlutverk í gamanmyndinni Bachelorette sem segir frá vinkonuhópi sem sameinast að nýju fyrir brúðkaup einnar úr hópnum. "Atriðið þar sem við rótum í ruslapokum stendur upp úr sem það eftirminnilegasta. Ég man að ég hugsaði: "Jahérna, hvernig stendur á því að ég er hér á fjórum fótum með höfuðið á kafi í svörtum ruslapoka fyrir framan skemmtistað í New York klukkan fjögur að nóttu til?“ Það var gaman að leika skemmtanaglöðu stúlkuna því sjálf eyði ég helgunum með börnum mínum,“ sagði leikkonan um hlutverk sitt í myndinni.

Lífið

Verðugur arftaki Damons

Spennumyndin The Bourne Legacy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Þetta er fjórða myndin í kvikmyndaröðinni sem byggð er á skáldsögum Roberts Ludlum.

Lífið

Heidi Klum blómstrar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og hönnuðurinn Christian Siriano skemmtu sér vel saman við opnun nýrrar verslunar Siriano í New York í gær.

Lífið

Robbie Williams og Lana Del Rey hlutu verðlaun

Breska tímaritið GQ hélt sína árlegu verðlaunahátíð í vikunni. Rauða dreglinum var rúllað út í London og stjörnurnar flykktust á viðburðinn í sínu fínasta pússi. Söngvarinn Robbie Williams var valinn átrúnaðargoð ársins og söngkonan dimmraddaða Lana Del Rey kona ársins. Svartir síðkjólar og stífpressuð jakkaföt voru vinsæl að þessu sinni.

Lífið

Á rauða dregilinn

Á rauða dregilinn Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sá um förðun bresku fyrirsætunnar Suki Waterhouse þegar hún sótti GQ Men of The Year Awards.

Lífið

Skotvöllur í brúðargjöf

Brad Pitt hefur látið útbúa skotvöll fyrir tilvonandi eiginkonu sína Angelinu Jolie sem fyrirfram brúðargjöf. Pitt ku hafa pungað út hátt í 250 milljónum íslenskra króna fyrir skotvöll og vopn en völlurinn stendur í garði sumarhúss leikaraparsins í Frakklandi.

Lífið

Frægir fjölmenntu á Frost

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga mættu á frumsýningu kvikmyndarinnar Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal í Sambíó Egilshöll i gærkvöldi. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti. Frost fjallar um ungt par, Öglu, sem er jöklafræðingur, og Gunnar, kvikmyndagerðarmann, sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli. Með aðalhlutverkin fara Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson, Hilmar Jónsson, Valur Freyr Einarsson og eiginkona Reynis, Elma Lísa Gunnarsdóttir.

Lífið

Svaf og spilaði Alias með setuliðinu

„Ég er eiginlega með víðáttubrjálæði núna, það eru svo margir staðir til,“ segir Brynja Sóley Plaggenborg, sem hreppti heimsreisu frá ferðaskrifstofunni KILROY með því að leggja á sig fjögurra sólarhringa setu utan við skrifstofuna í síðustu viku. „Ávísunin sem ég fékk er upp á 400 þúsund og ég ætla að fá ferðaskrifstofuna til að hjálpa mér að setja saman ferð,“ bætir hún við.

Lífið

Rokk og raftaktar

Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum.

Gagnrýni

Aronofsky hélt ekki vatni yfir hæfileikum Íslendinga

Ben Stiller var gestur Kastljóss sjónvarpsins í kvöld þar sem hann fjallaði um mynd sína The secret life of Walter Mitty og dvöl sína á Íslandi. Stiller er hrifinn af landinu og segir það hafa upp á margt að bjóða. Til að mynda verði Ísland ekki bara Ísland í mynd Stillers heldur Grænland og Himalaya fjöllin að auki.

Lífið

Matargikkurinn Taylor

Matur Leikkonan Elizabeth Taylor átti það til að borða hina undarlegustu rétti í þeim tilgangi að halda líkamsvexti sínum og heilsu.

Lífið

Meira D-vítamín

Heilsa D-vítamín gæti hjálpað líkamanum að berjast gegn berklum. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við National Academy of Science í London.

Lífið

Nýjar slóðir hefst í dag

Hátíðin Nýjar slóðir hefst miðvikudaginn 5. september með kvikmyndadagskrá í Bíó Paradís. Þá mun Grænlensk/danska kvikmyndgerðakonan Ivalo Frank segir frá myndum sínum Faith, hope and Greenland og ECHOS. Myndirnar fjalla báðar um þær breytingar sem orðið hafa á Grænlandi síðustu áratugi. Myndirnar verða báðar sýndar og gefst áhorfendum tækifæri á að spjalla við og spyrja kvikmyndakonuna um myndirnar að sýningu lokinni. Ivalo Frank hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir þessar tvær myndir þar á meðal the Honorable Mention Award at the Los Angeles International Film Festival, the Award of Merit at Best Shorts and the Festival Ward for Best Documentary at the London Underground Film Festival.

Menning

Nemur hjá prjónadrottningu

Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni.

Tíska og hönnun

Með aðrar áherslur

"Við erum allar flottar konur og miklar týpur með sterkar skoðanir. Á síðunni verður að finna eitthvað fyrir alla, þó við einbeitum okkur fyrst og fremst að konum, segir Bryndís Gyða Michelsen.

Lífið