Lífið

Popup sýning opnar á morgun

Netgalleríið Muses.is sýnir á toppnum Skrifstofuhúsnæðið Höfðatorg í Borgartúni bætir reglulega við sig fyrirtækjum en glæsilegasta hæð hússins, efsta hæðin stendur ennþá tóm. Nú hefur netgalleríið Muses.is tekið hana yfir í þeim tilgangi að setja upp sjöundu svokölluðu popup- eða skyndisýningu þar sem 19 listamenn munu sýna verk sín.

Menning

Tökum á Thor 2 lokið

Tökum á stórmyndinni Thor 2 er lokið. Þetta staðfesti Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North, í samtali við Vísi. Thor 2 var fjórða stórmyndin sem var tekin upp á Íslandi þetta árið. Áður höfðu stórmyndin Oblivion, sem Tom Cruise leikur í, Noah með Russell Crowe og Jennifer Connelly og The Secret Life of Walter Mitty, mynd Bens Stiller, verið teknar upp hér.

Lífið

Blómstrar eftir skilnaðinn

Leikkonan Demi Moore, 49 ára, var stórglæsileg í ermalausum kjól á galakvöldi í gærkvöldi. Það verður ekki tekið af Demi að hún lítur vel út þrátt fyrir skilnaðinn við leikarann Ashton Kutcher.

Lífið

Spá stjörnubrúðkaupi í vikunni

Nú vill tímaritið Us Weekly meina að þau Jessica Biel og Justin Timberlake séu að undirbúa brúðkaup sitt sem fram eigi að fara á Ítalíu síðar í vikunni. Eins og parið hefur látið hafa eftir sér verður ekkert til sparað á stóra daginn og því bíða fjölmiðlar ytra jafnspenntir eftir deginum eins og líklega parið sjálft.

Lífið

Magnaðar mæðgur

Willow Smith, 11 ára poppstjarna, og móðir hennar, Jada Pinkett Smith eyddu saman gærdeginum í Malibu í Kaliforníu. Mægðurnar voru versluðu og borðuð síðan saman. Þær voru hressar og nutu samverunnar eins og sjá má ef myndirnar eru skoðaðar.

Lífið

Fáðu fría förðun hjá Smashbox

"Við ætlum að fagna komu Smashbox til Íslands með því að bjóða kúnnunum okkar upp á fría förðun hjá förðunarfræðingum Smashbox á föstudaginn og laugardaginn í Hagkaup í Kringlunni,“segir María Guðvarðardóttir markaðsstjóri Smashbox. Herlegheitin hefjast klukkan 14.00 og allir fá mynd af sér hjá Óskari Hallgrímsyni, ljósmyndara eftir förðunina. Til að halda stuðinu gangandi mun plötusnúður þeyta skífum.

Lífið

Lady Gaga tísti frá Íslandi

Lady Gaga er óhrædd við að mynda sjálfa sig og setja myndirnar á Twitter síðuna sína. Meðfylgjandi má skoða nokkrar þeirra - meðal annars mynd sem tekin var baksviðs í Hörpunni á dögunum þegar hún tók við friðarverðlaunum kenndum við John Lennon og Yoko Ono í Hörpu 9. október síðastliðinn.

Lífið

Afbragðsgóð afmælisterta

Skotheld plata sem ber nafnið Astralterta, þriggja diska viðhafnarútgáfa (þriggja hæða afmælisterta) sem inniheldur myndina sjálfa, plötuna Með allt á hreinu endurhljóðblandaða og 15 laga aukadisk.

Gagnrýni

Victoria Beckham létt á því á Twitter

Við fáum seint leið á Victoriu Beckham enda alltaf flott í tauinu, umtöluð fyrir allt sem hún gerir, gagnrýnd fyrir að brosa ekki nóg og syngja ekki nógu vel, dáð fyrir flotta hönnun, öfunduð af eiginmanninum og svo framvegis og svo framvegis...

Lífið

Þær kunna að gæla við myndavélarnar

Ofurfyrirsæturnar Gisele Bundchen, sem er barnshafandi af öðru barninu sínu og Alessandra Ambrosio, tveggja barna móðir, stilltu sér upp svartklæddar á rauða dreglinum í Boston í gær. Með þeim voru ljósmyndarinn Mario Testino og ritstjórinn Anna Wintour. Eins og sjá má tóku þær sig vel út sem er engin furða því þær hafa það að atvinnu að gæla við myndavélarnar.

Lífið

Bat For Lashes gefa út nýja plötu

Umslag nýju plötunnar er er bæði ögrandi og óvenjulegt. Þar situr Khan fyrir allsnakin með nakinn karlmann vafin utan um sig. ,,Mig langaði að strípa mig algjörlega niður og heiðra konur eins og Patti Smith sem eru lausar við alla tilgerð og eru heiðarlegar,“ sagði hún í viðtali við NME.

Tónlist

Vangadans á settinu

Sjarmörinn Ryan Gosling hélt fast í leikkonuna Rooney Mara á setti nýjustu myndar Terrence Malick í vikunni.

Lífið

Í stíl á deiti

Poppstjarnan Cheryl Cole og Tre Holloway eru aðeins búin að deita í nokkra mánuði en eru strax byrjuð að klæða sig í stíl.

Lífið

Megan Fox orðin mamma

Leikkonan Megan Fox, 26 ára, og leikarinn Brian Austin Green eignuðust strák sem nefndur hefur verið Noah Shannon Green ef marka má Facebooksíðu leikkonunnar þar sem hún skrifaði: "Við höfum verið svo heppin að upplifa rólega viku hérna heima... en ég eignaðist soninn okkar 27. september síðastliðinn. Hann er heilbrigður, hamingjusamur og fullkominn."

Lífið

Hyldýpi til Danmerkur

Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss.

Tónlist

Pippa gefur út bók fyrir jólin

Pippa Middleton, 29 ára, var glæsileg þegar hún var mynduð á hlaupum um götur Lundúna í gær með kaffi, sólgleraugu og rautt hliðarveski. Pippa situr ekki auðum höndum því fyrir jólin kemur út bók eftir hana "Celebrate: A Year of Festivities for Families and Friends" þar sem hún rifjar upp árið sem friðurinn varð úti og hún varð heimsþekkt eins og systir hennar sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins.

Menning

Sjáðu lúxusvillu Twilight stjörnu

Twilight stjarnan Kristen Stewart, 22 ára, hefur fest kaup á lúxusvillu í fimm mínútna aksturs-fjarlægð frá leikararanum Robert Pattinson - manninum sem hún elskar og þráir enn eftir að hún hélt fram hjá honum með leikstjóranum Rupert Sanders. Kristen flutti í kjölfar framhjáhaldsins úr húsinu sem hún leigði í Los Angeles með Robert. Í myndasafni má skoða villuna hennar sem er ekki af verri endanum. Hún kostaði litlar 2.195 milljónir bandaríkjadala.

Lífið

Fyndið, fullorðins og frábært

Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkúsinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir fullorðna. Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fulorðinssirkúskvöld sem kallast Skinnsemi - því þar er oft sýnt svo mikið skinn.

Menning

Þvílíkt kamelljón

Geri aðrir betur hin undurfagra og ljúfa Emma Stone en hún er ein af fáum sem kemstu upp með að skipta reglulega um útlit svo um munar. Stone hefur í gegnum tíðana skipt um hárlit, fatastíl, förðunarstíl og hvað eina og á einhvern undraverðan hátt virðist allt fara henni vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Tíska og hönnun

Nýjustu straumarnir í brúðarkjóla tískunni

Nú ríkja brúðardagar í tískuborginni New York þar sem nýjasta brúðartískan er sýnd ásamt fleiru sem við kemur stóra deginum. Hönnuðurinn Douglas Hannant er einn þeirra hönnuða sem hélt glæsilega brúðarkjólasýningu á Plaza hótelinu um helgina og hlaut hann mikið lof fyrir enda var hún vel heppnuð í alla staði.

Tíska og hönnun

Háhyrningar stela senunni

Dögg Mósesdóttir, framkvæmdarstjóri alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave þarf að færa hátíðina vegna þess að háhyrningar sem hafast við í firðinum á þessum tíma árs hafa nú stolið senunni.

Menning