Lífið

Eyðir Twitter eftir rifrildi

Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur eytt út Twitter-síðunni sinni eftir að honum lenti saman við bandaríska grínistann Jenny Johnson á samskiptasíðunni um helgina. Rifrildið milli þeirra tveggja byrjaði fyrir nokkrum dögum síðan er Johnson sagði á Twitter "Kallið mig gamaldags en mér finnst Chris Brown eiga að vera í fangelsi“ og Brown svaraði fullum hálsi. Það sem á eftir kom er ekki hafandi eftir enda fóru mörg ljót orð þeirra á milli á hápunkti rifrildisins á sunnudaginn.

Lífið

Safnar fyrir gerð nýrrar hryllingsmyndar

Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor.

Menning

Góður boðskapur tæklaður

„Þetta er alíslenskt barnaefni þar sem boðskapurinn um að vera góður við aðra er tæklaður á hressilegan og gleðilegan hátt,“ segir Þorleifur Einarsson, leikstjóri barnaefnisins Daginn í dag.

Lífið

Í smekkbuxum við verðlaunaafhendingu

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber vakti upp misjöfn viðbrögð er hann mætti í smekkbuxum að hitta forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper, við formlega athöfn. Mörgum þótti ekki við hæfi að tónlistarmaðurinn mætti svona hverdagslega klæddur að hitta einn helsta ráðamann heimalands síns en Bieber bar fyrir sig að hann væri að fara beint upp á svið eftir athöfnina.

Tíska og hönnun

Kjarninn og hismið

Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997.

Gagnrýni

Bítlaupptökur boðnar upp

Á nýársdag 1962 ferðuðust Bítlarnir, sem þá hétu The Silver Beatles, frá Liverpool til London til að taka upp fimmtán lög hjá útgáfunni Decca.

Lífið

Í leðri eins og systurnar

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er elsta Kardashian-systirin en er greinilega farin að taka við stílráðum frá litlu systrum sínum, Khloe og Kim.

Lífið

Baksviðs með súpermódeli

Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur enn nóg að gera í fyrirsætubransanum þó hún sé orðin 38 ára gömul. Hún deildi myndum úr töku fyrir tímaritið West East á Twitter og er heldur betur vígaleg.

Lífið

Slógust um Halle

Þakkargjörðahátíðin hjá Halle Berry og unnusta hennar, Olivier Martinez, tók óvænta stefnu á fimmtudaginn.

Lífið

Innileg á ströndinni

Stjörnuparið Julianne Hough og Ryan Seacrest sóluðu sig í Cabo San Lucas í Mexíkó um helgina og létu afar vel af hvort öðru.

Lífið

Ég hata að vera ólétt

Leikkonan Melissa Joan Hart var geysivinsæl hér áður fyrr sem unga nornin Sabrina. Nú er hún orðin 36 ára, þriggja barna móðir. Hún á bara stráka og dreymdi eitt sinn um að eignast stúlku.

Lífið

Jólagjöfin á uppboð

Armbandsúr sem tilheyrði Elvis Presley er til sölu hjá bresku uppboðshúsi. Líklegt er að minnst 1,2 milljónir króna fáist fyrir úrið.

Lífið

Tilfinningin var æðisleg

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir nemandi í 6. bekk á náttúrufræðibraut, líffræðisviði, í Verslunarskóla Íslands sigraði Vælið, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, á föstudaginn var. "Tilfinningin var æðisleg. Eins væmið og það hljómar þá hef ég þráð í mörg ár að komast í Söngkeppni framhaldsskólanna og það er loksins orðið að veruleika. Ég varð eiginlega bara hálf orðlaus, best að orða það þannig," svarar Ólöf spurð út í sigurtilfinninguna. Hefur þú reynslu af að syngja? "Já ég hef sungið þó nokkuð áður opinberlega. Ég sigraði í Söngkeppni Samfés árið 2009, hef verið í söngleikjum í Þjóðleikhúsinu, sungið nokkrum sinnum á ýmsum hátíðum hér og þar á vegum Sönglistar, tekið þátt í þremur seinustu söngleikjauppfærslum Versló og ýmislegt annað inn á milli." Hvað tekur núna við? "Það sem tekur við núna eru aðallega jólaprófin. Þar á eftir koma auðvitað jólin og æfingar fyrir nemó söngleikinn , en ég sé samt ekki glitta nægilega vel í það allt ennþá - prófin skyggja á," segir Ólöf. Var þetta hörð keppni í ár? "Keppnin var verulega hörð. Það fannst mér allavega. Það voru rosalega sterkir söngvarar í ár og það var nánast eins og allir tvíefldust við það að vera að syngja í Hörpu því það hljómaði allt svo vel þarna inni. En þetta er samt það sem er svo skemmtilegt og krefjandi við þessa keppni - það eru allir svo hæfileikaríkir sem taka þátt."

Lífið

Britney verslar eins og venjulegt fólk

Söngkonan Britney Spears, 30 ára, ýtti á undan sér innkaupakerru á sunnudaginn var ásamt sonum sínum, Sean Preston og Jayden James og systur sinni Jaime Lynn. Það þykir nánast allt sem Britney tekur sér fyrir hendur vera fréttnæmt - líka þegar hún verslar í matinn.

Lífið

Nú má sækja um Eyrarrósina

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013 og hefur verið opnað fyrir umsóknir um hana.

Menning

Lífið býður í bröns

Nú þegar jólahlaðborðin eru framundan er tilvalið að fá sér hollan bragðgóðan sunnudags bröns á Nauthól. Lífið býður 3 heppnum lesendum í Brunch fyrir tvo á Facebooksíðu Lífsins.

Lífið

Líka jólaskraut

Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins.

Lífið

Rauðagerði sigurvegari Stíls

Félagsmiðstöðin Rauðagerði úr Vestmannaeyjum bar sigur úr býtum í keppninni Stíll sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, hélt um helgina.

Lífið

Margrét Gnarr pósaði með gestum

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Nexus4 frá Google og LG var forsýndur í Tjarnarbíó. Mikið var lagt til og fjöldi fólks mætti á frumsýninguna. Þá skemmtu söngkonan Þórunn Antonía og leikarinn Pétur Jóhann við mikla lukku viðstaddra.

Lífið

Vælið í Versló vel heppnað

Það verður seint sagt að Verslunarskólanemar kunni ekki að halda viðburði sem slá í gegn eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á föstudaginn í Hörpu á Vælinu, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, sýna. Ólöf Kristín Þórsteinsdóttir sigraði keppnina með lagið Feeling Good sem Nina Simone söng eftirminnilega.

Lífið

Sport Elítan: Að setja sér markmið

Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Arnar Grant einkaþjálfari skrifar pistil dagsins.

Heilsuvísir

Sokkar sem líta út eins og Karl Lagerfeld

Þessir frumlegu jólasokkar voru frumsýndir af versluninni Selfridges á Twitter á dögunum Eins og sjá má er innblásturinn af sokkunum fenginn frá tískugoðinu eina og sanna, Karl Lagerfeld. Sokkarnir kosta 200 pund og rjúka nú út eins og heitar lummur.

Lífið

Dansað í rökkrinu

Fimmtudaginn 22. nóvember frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fjögur dansverk eftir sex unga og upprennandi danshöfunda.

Gagnrýni