Lífið

Fimmtug Demi flippar út

Leikkonan Demi Moore, 50 ára, var mynduð á skemmtistaðnum Chanel Beachside BBQ í Miami með Lenny Kravitz í gærkvöldi. Þar var einnig unnusta George Clooney, Stacy Keibler. Demi dansaði á milli þess sem hún flippaði og þambaði orkudrykki eins og sjá má á myndunum. Nú furðar pressan vestan hafs sig á því hvernig Demi sem á þrjú börn hagar sér eftir að hún skildi við leikarann Ashton Kutcher. Hún er allavegana að skemmta sér - er það ekki hið besta mál?

Lífið

Það amar ekkert að, takk fyrir!

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr og Orlando Bloom sáu sig tilneydd til að svara slúðurblöðunum vestan hafs á dögunum sem vildu meina að farið væri að halla undan hjónabandi þeirra en þau giftu sig árið 2010.

Lífið

Lítill áhugi á Lady Gaga

Ekki er uppselt á tónleika poppstjörnunnar Lady Gaga í Ósló í kvöld. Um 25 þúsund miðar eru í boði en norskir tónlistarspekingar segja tónleikahaldara hafa ofmetið áhuga Norðmanna á söngkonunni.

Tónlist

Gaf lögin sín í bandaríska mynd

Ingólfur Þór Árnason, úr hljómsveitinni Indigó, var fenginn til að sjá um tónlistina fyrir bandarísku kvikmyndina About Sarah í leikstjórn Elenor Gaver. Myndin, sem er sannsöguleg, gerist í New York og fjallar um nítján ára stúlku sem lést af völdum eiturlyfja.

Lífið

Útskriftarlínan efst í Vogue-keppninni

Magnea Einarsdóttir er efst í hönnunarkeppni á vegum vefsíðunnar Vogue.it og dönsku vefverslunarinnar Muuse.com. Hún sendi útskriftarlínu sína frá Central St. Martins inn í keppnina, sem nefnist Muuse x Vogue Talents Young Vision Awards 2012.

Tíska og hönnun

Ocean á plötu ársins

Ef rýnt er í erlenda árslista á bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean plötu ársins, Channel Orange. Jack White og Kendrick Lamar eru líka ofarlega á blaði.

Tónlist

Opinberar sig í nýrri mynd

Beyoncé Knowles þreytir nú frumraun sína í leikstjórastólnum og leikstýrir heimildarmynd um sjálfa sig. Í myndinni fá aðdáendur stjörnunnar að sjá áður óséð myndbönd af dívunni.

Lífið

Pippa heimsækir systur sína á spítalann

Systkini Kate Middleton, James, 25 ára, og Pippa Middleton, 29 ára, heimsóttu barnshafandi systur sína á King Edward VII spítalann í miðborg Lundúna í dag. Fyrr í dag mætti prinsinn og síðar sama kvöld kom móðir Kate, Carole Middleton.

Lífið

Missti sjónina í 36 klukkustundir

Fréttahaukurinn Anderson Cooper, sem Íslendingar þekkja úr 60 minutes, var í Portúgal í síðustu viku að vinna verkefni fyrir fréttaskýringarþáttinn. Þar lenti hann í óhappi og varð blindur í 36 klukkustundir.

Lífið

Mig langar í sex börn

Fyrrverandi Playboy-skvísan Holly Madison á von á sínu fyrsta barni í mars, lítilli hnátu, með kærastanum Paquale Rotella.

Lífið

Alsnakin á ströndinni

Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio er eitt vinsælasta módel í heimi og vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum fyrir nýjasta hefti Made in Brazil.

Lífið

Orkumikil og öðruvísi

Silver Linings Playbook er hvatvís, ófyrirsjáanleg og öðruvísi, svolítið eins og aðalpersónan. Besta mynd leikstjórans.

Gagnrýni

Kattarkonan á stefnumóti

Þótt ótrúlegt megi virðast lifir Jocelyn Wildenstein eða kattarkonan eins og við þekkjum hana, nokkuð eðlilegu lífi.

Lífið

Athafnakonan Íris með skartgripalínu

"Guðbjartur er falinn fjársjóður sem á skilið að verk hans komist á spjöld sögunnar, en hann á sér yfir 60 ára sögu í hönnun og smíði skartgripa. Ég tók við framleiðslu á línunni hans núna í haust en línan er hönnun frá árunum 1970-2000. Línan er svo tímalaus að hún gæti alveg eins hafa verið hönnuð í ár eða fyrir hundrað árum síðan" segir athafnakonan Íris Björk Jónsdóttir um skartgripalínu Guðbjarts Þorleifssonar gullsmiðs sem hún hefur nú tekið við.

Tíska og hönnun

Vill fleiri börn

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 40 ára, er vægast sagt stórglæsileg í tímaritinu InStyle eins og sjá má á myndunum. Hún viðurkennir að hana langar í fleiri börn: "Heilinn minn segir: Oh ég er búin að fá nóg - börnin eru vaxin úr grasi og ég vil ekki fara aftur í að skipta um bleyjur en hinn hlutinn af mér þráir annað barn en ég er eldri núna!"

Lífið

Engir stjörnustælar hér á ferð

Eva Longoria var vægast sagt afslöppuð og heimilisleg að sjá þegar hún lagði leið sína í flug á dögunum. Var leikkonan óförðuð með húfu, stóran kodda undir handleggnum svo að það færi vel um hana í fluginu.

Lífið

Sú kann að klæða sig

Þrátt fyrir ungan aldur er óhætt að segja að stórstjarnan Selena Gomez kunni að klæða sig en þegar litið er yfir farinn veg má sjá að stelpan stígur varla feilspor þegar kemur að klæðnaði.

Tíska og hönnun

Litrík og nýstárleg tíska næsta vor

Burberry Prorsum sýndi vorlínuna fyrir næsta ár á tískuvikunni í London í haust. Línan er nýstárleg og svolítið ýkt en afar litrík og sumarleg á sama tíma. Satínefni, samfellur og fleiri flottheit eru á meðal þess sem sjá má í línunni.

Tíska og hönnun

Fáránlega flottar fléttur

Á meðfylgjandi myndum má sjá það að flétturnar er ekki að fara neitt. Þvert á móti hefur það aukist að Hollywood stjörnurnar tileinki sér fléttur af öllum toga á rauða dreglinum.

Tíska og hönnun

Jet Korine kveður Skólavörðustíginn

„Núverandi húsnæði er orðið of lítið. Það hefur verið gaman að sjá fyrirtækið dafna á heilbrigðan hátt síðustu þrjú árin og nú verðum við að flytja í eitthvað stærra og hentugra. Þá getum við loks boðið viðskiptavinunum upp á almennilega mátunaraðstöðu,“ útskýrir fatahönnuðurinn Jette Corinne Jonkers. Verslun hennar flytur í stærra húsnæði við Laugaveg 37 á næstu dögum.

Tíska og hönnun

Bjuggu til athvarf fyrir Erlend

Bóksalar í Eymundsson Kringlunni suður báru sigur úr býtum í framstillingarkeppni sem var haldin í tilefni af útkomu bókarinnar Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason. Þeir fá í sinn hlut gjafabréf upp á eitt hundrað þúsund krónur í Steikhúsinu.

Menning

Flottur stökkpallur

Endurgerð Á annan veg, Prince Avalanche, frumsýnd á Sundance. "Það er mjög erfitt að komast þarna inn svo við erum mjög glaðir,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi hjá Mystery. Endurgerðin á íslensku kvikmyndinni Á annan veg, sem leikstýrt var af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og framleidd af Mystery, verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á nýju ári.

Menning