Lífið

Varð eltihrellir vegna Hobbita

Cate Blanchett breyttist í hálfgerðan eltihrelli þegar hún frétti af gerð Hobbita-þríleiksins. Leikkonan fer með hlutverk álfkonunnar Galadriel í The Lord of the Rings og í Hobbitanum.

Lífið

Ómótstæðileg hnetusteik

Kertaskreytingakonan Ragnhildur Eiríksdóttir hefur nú hafist handa við að undirbúa jólin, föndra og hanna jólakortin sem eiginmaðurinn og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sér svo um að skrifa á. Lífið spjallaði við Ragnhildi og fékk uppskrift að hollum og góðum jólamat.

Matur

Geislandi eftir skilnaðinn

Það verður seint sagt að leikkonan Katie Holmes, 33 ára, líti illa út eftir skilnaðinn við Tom Cruise. Katie var stödd í galaveislu klædd í fjólubláan kjól í gærkvöldi. Hún var með slegið hárið og óaðfinnanlega förðuð. Skoða má myndir af henni í myndasafni þar sem geislar af henni.

Lífið

Fögnuðu komu As We Grow í Mýrina

Barnafatamerkið As We Grow og Hring eftir Hring kynntu nýjar vörulínur sínar í splunkunýrri verslun Mýrarinnar að Geirsgötu á Sunnudag. Af því tilefni buðu þau fólki að fagna með sér og gæða sér á léttum veitingum. Margt var um manninn við höfnina eins og sjá má.

Tíska og hönnun

Suður-amerísk stemning

Latínudeildin er vel unnin latín-plata með nýjum lögum eftir Ingva Þór Kormáksson og eru öll lögin bæði á íslensku og ensku.

Gagnrýni

Jimmy Page í tónleikaferð

Jimmy Page, fyrrum gítarleikari Led Zeppelin, ætlar í sólótónleikaferð á næsta ári. Hann ætlaði að fara á þessu ári en varð að fresta því eftir að mynddiskurinn Celebration Day með endurkomutónleikum Zeppelin árið 2007 var gefinn út.

Tónlist

Ómótstæðilegir lakkrístoppar

"Fyrir jólin baka ég alltaf lakkrístoppa með mömmu - alveg ómissandi partur af jólaundirbúningnum," segir Kristín Ruth Jónsdóttir, háskólanemi og útvarpskona, sem gefur okkur uppskrift að lakkrístoppum úr Stóru köku- & brauðbók Disney.

Matur

Saga um sögur um sögur

Fjarvera er svolítið eins og ættarmót þar sem safnast saman persónur annarra bóka Braga, án þess að þær eigi endilega allar skýrt eða ákveðið erindi. Einstakir kaflar sögunnar bera mörg bestu höfundareinkenni Braga. Á hinn bóginn eru hér líka kaflar sem hreyfa furðu lítið við lesanda.

Gagnrýni

Alltaf sama bomban

Sofia Vergara skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið er hún gaf sér pásu frá vinnu til að kíkja í smá verslunarleiðangur í Los Angeles á dögunum.

Lífið

Fjölmennt hjá Elísabetu Ásberg

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Gallerí Fold á Rauðarárstíg þegar listakonan Elísabet Ásberg opnaði sýningu um helgina. Eins og sjá má mætti fjöldi fólks á opnunina sem stendur yfir til 23. desember.

Lífið

Þarna var greinilega stuð

Síðastliðinn fimmtudag kom bandarísk-íslenski dúetinn Low Roar fram á tónleikaseríunni Heineken Music á Slippbarnum. Fjöldi fólks kom og hlustaði á lágstemmda tónlist þeirra félaga sem naut sín afar vel í fallegu umhverfi Slippbarsins. Það er tónlistarveitan gogoyoko.com sem skipuleggur tónleikaseríuna fyrir Heineken og er frítt inn á alla tónleika.

Lífið

Ómótstæðileg í glanstímariti

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 43 ára, og unnusti hennar Casper Smart yfirgáfu einkaþotu í Melbourne í Ástralíu í gær ásamt tvíburum Jennifer, Max og Emme. Á meðfylgjandi myndum má sjá Max með barnfóstrunni. "Ég vona að ég nái að kenna börnunum mínum allt um lífið og tilveruna, þá staðreynd að velgengni byggist á mikilli vinnu og að þau verði að koma fram við aðra eins og þau vilja að aðrir komi fram við þau," segir Jennifer meðal annars í forsíðuviðtali í janúarblaði ELLE.

Lífið

Þeir gerast varla kynþokkafyllri

Leikarinn Bradley Cooper lét sig ekki vanta á kvikmyndaverðlaunin sem kennd eru við Kirk Douglas sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni í Santa Monica á laugardagskvöldið.

Lífið

Ber að ofan fyrir Vesalingana

Leikarinn Hugh Jackman leikur Jean Valjean, eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Les Misérables. Hugh gerir margt fyrir listina eins og sést í sýnishorni úr myndinni.

Lífið

Þetta kallar maður tískuslys

Ungstirnið Miley Cyrus hefur ekki komið fram á sviði um tíma en hún vakti talsverða athygli er hún kom fram á tónleikum í Hollywood á laugardagskvöldið.

Lífið

Löguleg í latex

Söngkonan Katy Perry elskar að vera öðruvísi og kom áhorfendum í opna skjöldu í Dubai er hún hélt tónleika þar um helgina.

Lífið

Paris komin með nýjan gaur

Paris Hilton, 31 árs, er komin með nýja kærasta, River Viiperi sem er tíu árum yngri en hún. Eins og sjá má á myndunum er ekki annað að sjá en að Paris sé hamingjusöm með drengnum.

Lífið

Ekki tekið út með sældinni að vera Hollywoodstjarna

Leikkonan Halle Berry, 46 ára, og dóttir hennar, Nahla, voru myndaðar í göngutúr á Malibúströnd í gær, sunndag. Unnusti Halle, Olivier Martinez, sem kýldi barnsfaðir hennar á dögunum svo illa að hann var fluttur á sjúkrahús, var fjarri góðu gamni en deginum áður var parið hinsvegar myndað saman flýja ljósmyndara sem elta þau hvert sem þau fara.

Lífið

Þær allra flottustu

Taylor Swift, Dita Von Teese, Olivia Palermo, Katy Perry og Hayden Panettiere voru valdar þær best klæddu í vikunni enda allar stórglæsilegar til fara.

Lífið

Brosir þrátt fyrir skilnaðarslúðrið

Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr, 29 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í New York í gær eins og sjá má á myndunum. Nú eru háværar sögusagnir í slúðurheiminum um að hún eigi vingott við leikarann Leonardo Caprio og að hjónaband hennar og leikarans Orlando Bloom standi á brauðfótum. Hvað sem því líður lítur stúlkan áberandi vel út.

Lífið

Hamingjusöm þrátt fyrir erfiðleika

Gwen Stefani og Gavin Rossdale litu út fyrir að vera afar hamingjusöm saman um helgina þrátt fyrir þrálátar sögur um erfiðleika í hjónabandinu. Ekki hjálpaði til þegar myndir birtust af Rossdale heldur nánum við barnfóstruna á dögunum.

Lífið