Lífið

Dagur fer á flokksþing Demókrata

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er á leið til Denver í Colorado þar sem hann mun verða viðstaddur flokksþing Demókrataflokksins. „Þetta er mjög spennandi en þetta er auðvitað gríðarlega stór viðburður á alla kanta,“ segir Dagur.

Lífið

Titanic elskendur saman á ný

Leikararnir Leonardo DiCaprio og Kate Winslet birtast saman á hvíta tjaldinu á ný eftir að þau léku elskhuga í kvikmyndinni Titanic fyrir tíu árum. Kate segir spennu ennþá ríkja milli þeirra

Lífið

Guy Ritchie og börnin sáu mömmu Madonnu á sviði - myndir

Eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, ásamt börnunum, Lourdes, Rocco og David voru á meðal fjörutíu þúsund áhorfenda sem mættu á fyrstu tónleika Madonnu í tónleikaferð hennar um heiminn sem ber yfirskriftina: Sticky & Sweet, sem þýðir klístrað og sætt.

Lífið

Ísland er land þitt

Mikil stemning myndaðist á Miklatúni í kvöld þegar svipmyndum úr leik Íslands og Spánar í undanúrslitum Ólympíuleikanna var varpað á risaskjá. Sungu tónleikagestir Ísland er land þitt svo undirtók í Hlíðunum og nærliggjandi hverfum.

Lífið

Sölva söng á setningarathöfn - Þakkaði Ólafi fyrir boðið

Sölva Ford tók rétt í þessu lagið við setningarathöfn Menningarnætur á Óðinstorgi. Áður en Sölva steig á stokk hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutt ávarp og Þórarinn Eldjárn flutti einnig ljóð. Sölva söng svo nokkur lög við mikla hrifningu viðstaddra.

Lífið

Lesbíurnar rífast um Lindsay Lohan

Fjölmiðlar fá ekki nóg af lesbíuævintýri leikkonunnar Lindsay Lohan. Ekki hefur áhuginn dofnað eftir að fyrsta lesbíuást Lindsay leysti frá skjóðunni um meint ástarsamband sem hún upplifði með leikkonunni.

Lífið

Íslendingar fögnuðu í kóngsins Köbenhavn

Fjölmargir Íslendingar komu saman á barnum Café Blasen í Kaupmannahöfn til að horfa á undanúrslitaleik Spánverja og Íslendinga í dag. Þegar staðurinn opnaði í hádeginu var kominn hópur af fólki sem beið óþreyjufullt eftir leiknum, að sögn Sigurðar Mána Helgusonar eiganda Café Blasen.

Lífið

Hlustið á Sölvu Ford hér

Líklega hefur ekki verið beðið eftir neinu atriði á Menningarnótt með jafn mikilli eftirvæntingu og söng hinnar færeysku Sölvu Ford. Nokkra athygli vakti þegar Ólafur F. Magnússon þáverandi borgarstjóri heillaðist svo af Sölvu að hann bauð henni að koma fram á Menningarnótt.

Lífið

Úrslitaleikurinn á risaskjá í Vodafone-höllinni

Vodafone og Bylgjan hafa tekið höndum saman og ætla sér að bjóða þjóðinni að stilla saman strengina fyrir sögulegasta úrslitaleik Ólympíuleikanna með því að bjóða öllum að horfa á leikinn í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda.

Lífið

Er Gísli Marteinn kominn í útrás?

Frá Edinborg berast þær fréttir að skosk yfirvöld hafi sagt mávum stríð á hendur. Í Edinborg er nú staddur Gísli Marteinn Baldursson sem hafði forgöngu um fækkun máva í Reykjavík á sínum tíma.

Lífið

Úrslitaleikurinn sýndur í Sambíóunum.

Sambíóin endurtaka leikinn frá því í dag, og opna bíósali sína fyrir landsmönnum þegar Strákarnir okkar mæta Frakklandi á sunnudag. Íslendingar verða líklega með árrisulasta móti þann daginn, en leikurinn hefst korter í átta um morguninn. Hann verður sýndur í Sambíóunum í Álfabakka, á Akureyri og Selfossi. Húsið opnar klukkan sjö.

Lífið

Hörður færði eiginkonu Ramses blóm

Hamingjuóskirnar létu ekki á sér standa þegar það fréttist að von væri á Paul Ramses aftur til landsins. Hörður Torfason tónlistamaður hefur verið atkvæðamikill í baráttunni fyrir því að mál Ramses verði tekið upp að nýju. Hann hljóp til og færði Rosemary, eiginkonu Ramses, myndarlegan blómvönd í tilefni dagsins.

Lífið

Beyoncé Knowles þráir börn

Fyrrum söngkona stúlknabandsins Destiny's Child, Beyoncé Knowles, 26 ára, mætti ásamt unnusta sínum Jay-Z á tónleikahátíð í New York í gær.

Lífið