Lífið

Ný mynd eftir Moore dreift á Netinu

Michael Moore ætlar að dreifa nýjustu mynd sinni „Slacker Uprising" á Netinu. Myndin greinir frá ferðalagi Moores um bandarískar borgir fyrir forsetakosningarnar árið 2004. Myndin verður formlega kynnt á morgun, en hún verður fáanleg á vefnum frá 23. september næstkomandi.

Lífið

Cliff Richard hamingjusamur með fyrrverandi presti

Söngvarinn Cliff Richard, 67 ára, hefur opinberað ástarsamband sitt við kærastann sem er fyrrverandi prestur. Í ævisögu söngvarans sem ber heitið: My life, My Way, sem kom út í gær, kemur fram að hann býr með John McElynn.

Lífið

Lily Allen og Elton John hnakkrífast - myndband

Söngvarinn Elton John og söngkonan Lily Allen hnakkkrifust öllum að óvörum við verðlaunaafhendingu á vegum GQ tímaritsins. Lily þambaði kampavín á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð og móðgaði Elton sem svaraði fullum hálsi.

Lífið

Ásdís nýtir sér vinsældirnar í Búlgaríu

„Aðallega er fólk að bjóða mig velkomna og hrósa mér,“ segir fyrirsætan Ásdís Rán. Skilaboðum hefur rignt inn á heimasíðuna hennar frá búlgörskum aðdáendum frá því það fréttist að hún og eiginmaðurinn, fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson, væru að flytja til landsins.

Lífið

Motion Boys prufukeyra heimagerðan hljóðgervil í nýju lagi

Five 2 Love, nýtt lag drengjanna í Motion Boys kemur út í dag. Fyrsta plata sveitarinnar, Hang On, kemur út 1.október næstkomandi. Sena gefur plötuna út, en hún var tekin upp í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í sumar og var sá hinn sami einmitt upptökustjóri plötunnar.

Lífið

Tiger Woods á von á nýjum erfinga

Elin Woods, eiginkona golfsnillingsins Tigers, gengur með barn þeirra hjóna. „Ég hef mjög góðar fréttir að færa ykkur," skrifaði Tiger á vefsíðu sína í dag. „Elin og ég getum stolt tilkynnt ykkur að við eigum von á öðru barni okkar síðla vetrar." Fyrir eiga þau dótturina Sam Alexis sem var fædd 18 júní 2007.

Lífið

Nýtt fríblað á föstudag

Tímaritið Birta verður endurvakið og kemur fyrsta eintakið fyrir sjónir landsmanna á föstudag. Birta var lífsstílstímartit sem fylgdi Fréttablaðinu, en var lagt niður áramótin 2006-2007. Nýja Birtan verður líka borin út með Fréttablaðinu, en útgefandinn er Gram útgáfufélag. Guðni Björnsson útgefandi staðfesti það að blaðið kæmi út á föstudag, en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Lífið

Rúnar á annan séns á Óskari

Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Smáfugla, hefur náð þeim einstaka árangri að eiga í annað sinn á stuttum tíma stuttmynd sem komin er í forval fyrir Óskarsverðlaunin. Smáfuglar unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar, og fer myndin því sjálfkrafa í þann hóp sem tilnefningarnar til Óskarsverðlauna eru valdar úr.

Lífið

Danadrottning fær tíu milljóna kvikmyndastyrk

Margrét Danadrottning sýnir á sér nýja hlið þessa dagana. Hún er handritshöfundur að nýrri stuttmynd eftir H.C. Andersen ævintýrinu Villtu svanirnir. Drottingin fékk á dögunum, í félagi við kvikmyndagerðarmanninn Jakob Jörgensen, framleiðslustyrk upp á 650 þúsund danskar krónur eða sem samsvarar um tíu milljónum íslenskra króna.

Lífið

Íslensk tískudrottning eignast dreng

Hugrún Árnadóttir framkvæmdastjóri og Magni Þorsteinsson hárgreiðslumaður og annar eigandinn tískuvöruverslunarinnar Kronkron eignuðust frumburð sinn, dreng, síðastliðinn laugardag.

Lífið

Ég leik ekki í klámsýningu, segir Harry Potter

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem varð heimsþekktur fyrir að leika galdrastrákinn Harry Potter, mætti snemma á sunnudagsmorgun í Broadhurst leikhúsið í New York, í fylgd lífvarðar, þegar æfingar á leikritinu Equus hófust.

Lífið

Duchovny var háður klámi

Það var ekki það að leikarinn David Duchovny væri eins og rófulaus hundur út um allar jarðir sem gerði það að verkum að hann ákvað að leita sér aðstoðar við kynlífsfíkn.

Lífið

Miley Cyrus næsta Britney Spears

Því er haldið fram að táningastjarnan, Miley Cyrus, 15 ára, er efni í næstu Britney Spears sem matar fjölmiðlana með uppákomum. Fjölmiðlar vestan hafs hafa brennandi áhuga á stúlkunni hvort sem hún fær sér jógúrt ís með vinum eða situr fyrir fáklædd í tímariti eins og Vanity Fair.

Lífið

Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu

„Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins.

Lífið

Rhys Ifans flippar út - myndir

Það hefur ekki farið fram hjá heimspressunni að breska leikaraparið, Sienna Miller og Rhys Ifans hætti saman þegar Sienna hóf samband með harðgiftum leikara, Balthazar Getty, sem er fjögurra barna faðir.

Lífið

Pamela Anderson sinnir börnunum - myndir

Eins og myndirnar sýna þá sinnir Pamela Anderson, sem er stödd í Sydney í Ástralíu, drengjunum Dylan og Brandon, á milli þess sem hún kynnir raunveruleikaþáttinn, Pam: Girl On The Loose, sem fjallar um annasamt líf hennar sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni E! í haust.

Lífið

Seabear með lag í Gossip Girl

Lag með íslensku hljómsveitinni Seabear mun hljóma í þætti einnar vinsælustu þáttaraðar Bandaríkjanna um þessar mundir, Gossip Girl, sem sýnd er á Stöð 2. Frá þessu segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Seabear, í bloggi á MySpace-síðu sveitarinnar.

Lífið

Sprautaði brjóstamjólk sinni á lesbíur

Demi Moore skemmti sér eitt sinn við það að sprauta brjóstamjólk sinni á hóp af lesbíum. Þessu heldur Christopher Ciccone, bróðir poppdrottningarinnar Madonnu í nýútkominni ævisögu sinni. Í bókinni, „Life with my sister Madonna", segist Ciccone hafa verið að skemmta sér með Moore, vinkonum sínum og systur þegar atvikið átti sér stað.

Lífið

Jessica Simpson gífurlega óvinsæl - myndir

Söngkonan Jessica Simpson hefur fengið dræm viðbrögð við nýju kántríplötunni sem hún leggur sig fram við að kynna í Bandaríkjunum um þessar mundir. Söngkonan er púuð niður nánast hvar sem hún kemur fram.

Lífið