Lífið

Geirvartan á Lopez

Hægri geirvartan á söngkonunni og American Idol dómaranum Jennifer Lopez, 41 árs, lét ljós sitt skína í þýskum sjónvarpsþætti um helgina eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Jennifer versla í París á föstudaginn var í myndasafni.

Lífið

Magnaðar fréttamyndir

Gestir Kringlunnar geta nú virt fyrir sér bestu fréttaljósmyndir ársins en World Press Photo hefur sett upp sína árlegu sýningu. 5700 ljósmyndarar frá 125 löngum tóku þátt í keppni WPP en að endingu var það ljósmynd Jodi Bieber af afgönsku stúlkunni Bibi Aisha sem var valin mynd ársins.

Lífið

Sátt við ákvörðunina

Crystal Harris, fyrrum unnusta klámkóngsins Hugh Hefner, segist sátt við þá ákvörðun sína að slíta trúlofuninni við Hefner aðeins viku fyrir brúðkaupið.

Lífið

Charlies-stelpur sitja sveittar við saumamennsku

„Við vorum að klára tveggja daga upptökutörn en það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana,“ segir Alma Guðmundsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar The Charlies en útrás sveitarinnar vestanhafs gengur ágætlega.

Lífið

Yngir upp

Leikkonan Kristie Alley er byrjuð með dansaranum Ted Volynets sem væri ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að dansarinn er heilum 40 árum yngri en leikkonan.

Lífið

Snorri Helga sendur í jóga

"Ég er ekki beint þekktur fyrir að vera mikill íþróttamaður en jógaæfingar virðast henta mér ágætlega,“ segir Snorri Helgason tónlistarmaður, en hann uppgötvaði nýlega hvað hugleiðsluíþróttin fer vel saman við tónlistarbransann, sem oft á tíðum getur tekið á líkama og sál.

Lífið

Gusgus gerði allt vitlaust

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri útgáfutónleikum GusGus á Nasa við Austurvöll í kvöld en hljómsveitin hélt tvenna tónleika og voru fyrri í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi. Nýjasta plata GusGus, Arabian Horse, er að gera allt vitlaust og hefur fengið toppdóma. Á plötunni stillir GusGus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna Egilsson í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn.

Lífið

Eins og súpermódel ber að ofan

Á meðfylgjandi myndum má sjá nýju Two and a Half Men stjörnuna, leikarann Ashton Kutcher, 33 ára, njóta sín á sýningarpöllunum í Sao Paulo í Brasilíu við hlið brasilísku ofurfyrirsætunnar Alessöndru Ambrosio þar sem þau sýndu sumarlínu tískurisa þar í landi, Colcci. Ashton vann módelsamkeppnina Fresh Faces of Iowa árið 1997 en það var einmitt þar sem módel- og leiklistarferill hans hófst. Hann skaust upp á stjörnuhimininn sem Michael Kelso í sjónvarpsþáttunum That´s 70s show. Þá má einnig sjá leikarann á stuttbuxum einum fata í strandblaki deginum áður í myndasafni.

Lífið

Færð þú fría miða á Gusgus tónleikana?

Vísir gefur einum heppnum lesanda Lífsins sem deilir leiknum og kvittar á Facebooksíðuna hérna tvo miða á útgáfutónleika Gusgus í kvöld á Nasa. Vinningshafi ræður hvort hann sækir fyrri eða seinni tónleikana en uppselt er í forsölu á báða. Þeir sem ekki komast á þessa tímamótatónleika geta glaðst því fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. Kvittaðu hér ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á Gusgus í kvöld. Drögum út vinningshafa á slaginu 17:00 í dag. Sjö eintök af plötunni Arabian Horse eru einnig í verðlaunapottinum.

Lífið

Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira

Meðfylgjandi símamyndir voru teknar þegar Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sigraði í flokki fantasíubókmennta í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði. Við hringdum suttlega í Ólöfu Erlu til London, óskuðum henni til hamingju og báðum hana að lýsa tilfinningunni og hvernig verðlaunaafhendingin var. Ég mætti á staðinn bara rosa ánægð að vera tilnefnd. Það var flottur fordrykkur í byrjun og svo fóru allir inn í sal þar sem allir tilnefndir áttu frátekin sæti. Svo voru ræður. Síðan kom að þessu og ég fékk rosa hjartslátt og var rosalega montin að sjá mynd af mér og bókina á risa skjá. Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira," segir Ólöf Erla hlæjandi. Ég fékk tvo rosalega flotta gripi. Ég var pínu orðlaus fyrst á eftir að ég fékk verðlaunin en rosalega þakklát fyrir þetta tækifæri. Og núna er ég bara að tjilla í London," segir sigurvegarinn glaður áður en kvatt er. Viðtal við Ólöfu Erlu 3. maí síðastliðinn um keppnina meðal annars.

Lífið

Auglýsing Myrru vinsæl

„Það er alltaf gaman þegar vel gengur og ég ætla ekki vera hræsnari og segja að keppnin skipti mig ekki máli. Það er komið í mig smá keppnisskap en auðvitað er það málefnið sjálft sem á að fá alla athyglina,“ segir Myrra Leifsdóttir listakona, sem er eini Íslendingurinn í topp 20 af 2.500 keppendum í auglýsingasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Lífið

Ástríður snýr aftur

Framhald verður á ævintýrum fjármálastarfsmannsins Ástríðar. Framleiðslufyrirtækið Saga Film og Stöð 2 hafa náð samningum um að gera þáttaröð númer tvö en fyrsta serían sló eftirminnilega í gegn og var tilnefnd til fjölda Eddu-verðlauna.

Lífið

Halda afmæli Nonna Sig

Listahópurinn UngSaga við Hitt húsið býður til afmælis Nonna Sig við Alþingishúsið í dag. Að sögn Andreu Bjarkar Andrésdóttur getur fólk fræðst um Jón Sigurðsson meðan borðaðar eru kökur og kruðerí.

Lífið

Fjölmennt á Grímunni 2011

Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum Grímunnar sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þéttsetið var á verðlaunaafhendingunni sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2. Sýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins var valin leiksýning ársins, leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews var valinn besti leikstjórinn, þá var Arnar Jónsson valinn besti leikarinn fyrir burðarhlutverkið í sýningunni en hann var fjarri góðu gamni eins og svo margir verðlaunahafar kvöldsins. Margrét Vilhjálmsdóttir, sem var líka fjarverandi, var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Lé konungi og Atli Rafn Sigurðsson besti leikari í aukahlutverki í sömu sýningu. Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins.

Lífið

Kelly missir hundinn

Kelly Osbourne er algjörlega niðurbrotin en hún þurfti að láta svæfa hundinn sinn á dögunum. Ástæðan var ólæknandi heilagalli sem kom í ljós í kjölfar flogakasts, en Kelly hafði tjáð sig um veikindin á Twitter.

Lífið

Justin í dópi

Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkennir í fyrsta sinn eiturlyfjanotkun sína í viðtali sem birtist í síðasta tölublaði Playboy-tímaritsins. Timberlake, sem fram að þessu hefur þótt til fyrirmyndar, segist hafa verið háður marijúana stóran hluta árs 2003.

Lífið

Engir englar

Söngkonan Christina Aguilera vill meina að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar Jordan Bratman hafi átt þátt í að eyðileggja hjónabandið.

Lífið

Aniston loks gengin út

Jennifer Aniston er nú orðuð við leikarann Justin Theroux, sem hún kynntist við tökur á kvikmyndinni Wanderlust. Theroux flutti út frá sambýliskonu sinni í byrjun mánaðar og samkvæmt US Weekly býr hann nú með Aniston.

Lífið

Dettifoss í Hollywood-mynd

Stórbrotnar náttúrusenur úr íslensku landslagi birtast í kvikmyndinni Tree of Life eftir bandaríska verðlaunaleikstjórann Terrence Malick. Má meðal annars sjá stórfenglegar myndir af Dettifossi og Námaskarði.

Lífið

Tom Cruise leikur Jack Reacher

Aðdáendur bóka Lee Child um hermanninn fyrrverandi, Jack Reacher, geta glaðst yfir því að von er á kvikmynd upp úr einni sögunni. Ekki er þó víst að þeir verði allir jafn glaðir yfir því að Tom Hanks á að leika Reacher.

Lífið

Sunddrottningin verður prinsessa í næsta mánuði

Furstadæmið Mónakó stendur á haus þessa dagana vegna væntanlegs brúðkaups Albert Mónakóprins og sunddrottningarinnar Charlene Wittstock. Tuttugu ára aldursmunur er á parinu en íbúar Mónakó eru því fegnir að prinsinn festi loks ráð sitt.

Lífið

Kjötkjóllinn kominn á safn

Kjötkjóllinn sem poppsöngkonan Lady Gaga klæddist á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra hefur nú fengið framhaldslíf í Frægðarhöll rokksins í Cleveland í Bandaríkjunum.

Lífið

GusGus og Quarashi leiða saman hesta sína

Hljómsveitirnar Quarashi og GusGus hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og endurhljóðblanda lög eftir hvor aðra. Lögin verða síðan gefin út á smáskífu sem verður fáanleg á netinu.

Lífið

Spelling-höllin seld

Candy Spelling, móðir leikkonunnar Tori Spelling, hefur loks náð að selja heimili sitt sem er næstum sextíuþúsund fermetrar að stærð.

Lífið

Hætti við vegna tannpínu

George Michael þurfti að hætta við góðgerðatónleika sem áttu að fara fram í gærkvöldi, sökum tannpínu. Söngvarinn átti að syngja með Aliciu Keys á tónleikum til styrktar alnæmissjúklingum og fjölskyldum þeirra en fékk svo slæma tannpínu að hann þurfti að hætta við allt saman. Söngvarinn baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni og fannst leiðinlegt að geta ekki sungið fyrir svo góðan málstað.

Lífið

Alíslensk sleipiefni sem svínvirka

Ásta Kristín Sýrusdóttir framkvæmdastjóri og Rannveig B. Hrafnkelsdóttir framleiðslustjóri hjá Purity Herbs á Akureyri segja í meðfylgjandi myndskeiði frá kynörvandi sleipiefnum sem nefnast Ástareldur og Unaðsolía, sem þær framleiða fyrir íslenskan og erlendan markað en allar vörur sem þær framleiða eru 100% náttúrulegar. Purity Herbs á Facebook Purityherbs.is

Lífið